Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Rose kylfingur októbermánaðar

Justin Rose hefir verið útnefndur Hilton kylfingur októbermánaðar á Evrópumótaröðinni eftir m.a. frábæran sigur á WGC-HSBC Champions. Rose sagði eftir útnefningunar: „Það er frábært að vera útnefndur Hilton kylfingur októbermánaðar. Sunnudaguinn á WGC-HSBC Champions var svona dagur sem maður vonast eftir og dreymir um. Í hvert sinn sem maður er á toppi skortöflunnar þar sem keppendur eru bestu kylfingar heims, þá gefur það sigri í mótinu en meiri þýðingu.“ Rose sigraði síðan líka á Turkish Airlines Open fyrstu vikuna í nóvember og komst þar með í 2. sæti stigalista Evrópumótaraðarinnar, aðeins eftir efsta manni, Tommy Fleetwood, sem síðan endaði sem stigameistari, en þessi staða hleypti m.a. heldur betur spennu í lokamót Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafsteinn Hafsteinsson – 22. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hafsteinn Hafsteinsson. Hafsteinn er fæddur 22. nóvember 1965 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Hafsteinn er í Golfklúbbi Hveragerðis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hafsteinn Hafsteinsson (Innilega til hamingju með 52 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ralph Guldahl, f. 22. nóvember 1911 – d. 11. júní 1987; Emma Cabrera-Bello, 22. nóvember 1985 (32 ára) og … Arnar Laufdal Ólafsson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2017 | 10:00

Birgir Leifur mætir Adam Scott og Sergio Garcia í Ástralíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, verður á meðal keppenda á PGA meistaramótinu í Ástralíu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og fer það fram dagana 30. nóvember – 3. desember og er leikið á Royal Pines vellinum. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá Evrópumótaröðinni og PGA atvinnumótaraðarinnar í Ástralíu. PGA meistaramótið í Ástralíu á sér langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1905 þegar fyrst var keppt um titilinn. Á meðal keppenda eru margir af bestu kylfingum heims og má þar nefna Adam Scott frá Ástralíu og Sergio Garcia frá Spáni. Birgir Leifur gerir ráð fyrir að komst inn á 10-15 mót á Evrópumótaröðinni samhliða því að vera með keppnisrétt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2017 | 22:00

GO: Golfklúbburinn Oddur fær GEO vottun

Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ hefur hlotið hina alþjóðlegu GEO Certified® vottun. Vottunin er afrakstur rúmlega tveggja ára vinnu sem hefur tekið á flestum þáttum starfseminnar, en GEO Foundation er óháður vottunaraðili fyrir golfvallarsvæði og staðfestir vottunin að Golfklúbburinn Oddur starfar með umhverfi sínu á sjálfbæran hátt. Þeir þættir sem vottunin tekur sérstaklega til eru náttúran, auðlindanotkun og samfélagið sem við störfum í. Það er alveg ljóst að vottunin er ekki endapunktur, heldur er hún miklu frekar upphafið að frekari starfi og endurbótum í starfsemi golfklúbbsins. Í skýrslu vottunaraðilans eru lagðar til ýmsar leiðir og aðgerðir til að bæta enn frekar umhverfið hér í Urriðavatnsdölum og að því verður unnið á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: 33 hlutu keppnisrétt á Evróputúrnum g. Q-school

Það voru 33 sem tryggðu sér kortin sín og þar með keppnisrétt 2018 á Evrópumótaröðinni á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl.  á Lumine golfvellinum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu á lokaúrtökumótinu, sem þannig tryggðu sér keppnisrétt sinn á Evróputúrnum 2018. Sigurvegari lokaúrtökumótsins var enski kylfingurinn Sam Horsfield en lokaskor hans var 27 undir pari (6 hringir spilaðir). Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, var meðal keppenda en komst því miður ekki í 33 manna hópinn. Líkt og venja er á Golf 1 verða „nýju“ strákarnir á Evróputúrnum 2018 kynntir nú á næstu dögum. Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Búi Vífilsson —— 21. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Búi Vífilsson. Búi er fæddur 21. nóvember 1957 og er því 60 ára í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Búi Vífilsson (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmæliðafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (29 ára); Birkir Orri Viðarsson, 21. nóvember 2000 (17 ára) ….. og …… Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2017 | 18:00

Forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson verðandi Forseti Golfsambands Evrópu

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, var nú um helgina kjörinn forseti Golfsambands Evrópu (EGA)  á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Forseti Golfsambands Evrópu er kjörinn með 2 ára fyrirvara, þannig að nú gegnir Haukur Örn embætti „verðandi forseta“ eða „president elect“. Hann mun gegna því embætti næstu 2 árin og tekur svo við forsetaembættinu 2019-2021. Haukur Örn sagði kjörið mikinn heiður fyrir sig og viðurkenningu fyrir íslenskt golf, en árið í ár hefði verið það besta í golfsögu Íslands. Haukur Örn hefir setið í mótanefnd EGA 2010-2014 og verið í framkvæmdastjórn EGA frá árinu 2015. Golf 1 óskar Hauki Erni velfarnaðar í embætti verðandi og síðan sem forseta EGA!


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2017 | 17:00

PGA: Cook sigraði á RSM

Nýliðinn á PGA Tour, Austin Cook, landaði sínum fyrsta sigri nú um helgina á RSM Classic mótinu. Cook lék á samtals 21 undir pari, 261 höggi (66 62 66 67). Þetta er fyrsti sigur Cook á PGA Tour og byrjar hann því feril sinn þar með trukki. Sjá má kynningu Golf 1 á Austin Cook með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rahman Siddikur – 20. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Mohammad Rahman Siddikur (á bengölsku: মোহাম্মদ সিদ্দিকুর রহমান). Siddikur er fæddur 20. nóvember 1984 og á því 33 ára afmæli í dag. Siddikur er frá Bangladesh og er oft nefndur Tiger Woods Bangladesh. Siddikur spilar á Asíutúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (88 ára); Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (45 ára); Thidapa Suwannapura. 20. nóvember 1992 (25 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Matt Jones (34/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira