Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 17:30

Það tókst í 264. tilraun!

Það er búinn að vera langur aðdragandi að fyrsta sigri ástralska kylfingsins Wade Ormsby á Evróputúrnum. Hann sigraði fyrr í dag á UBS Hong Kong Open, eftir taugatrekkjandi lokasprett þar sem hann átti í fullu fangi við m.a. spænska kylfinginn Rafa Cabrera Bello. Þegar Ormsby þrípúttaði á 18. flöt þótti mörgum augljóst að keppnin færi í bráðabana milli Ormsby og Bello, en Bello sló í bönker og átti erfitt með að komast upp og 1. sigur Ormsby á Evróputúrnum þar með innsiglaður. En búið er að bíða lengi eftir 1. sigrinum á Evróputúrnum; það tókst loks hjá Ormsby í 264. tilraun!!! „Þetta er ótrúlegt,“ sagði hinn 37 ára Ormsby eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 17:25

Faxon segir frá hring sínum v/Trump, Tiger og DJ

Sl. föstudag, eftir Þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum tvítaði Bandaríkjaforseti, Donald Trump, einu sinni sem oftar og tilkynnti að hann myndi eiga golfhring með einhverjum bestu kylfingum heims: Tiger Woods og Dustin Johnson (DJ). Tiger þykir einn besti kylfingur allra tíma og DJ er í augnablikinu nr. 1 á heimslistanum. Í tvíti Bandaríkjaforseta sagði eftirfarandi: „After Turkey call I will be heading over to Trump National Golf Club, Jupiter, to play golf (quickly) with Tiger Woods and Dustin Johnson. Then back to Mar-a-Lago for talks on bringing even more jobs and companies back to the USA!“ (Lausleg íslensk þýðing: „Eftir kalkúninn fer ég í Trump National golfklúbbinn í Júpíter til að spila golf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Chris Wood ——– 26. nóvember 2017

Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood fæddist 26. nóvember 1987 í Bristol á Englandi og á því 30 ára stórafmæli í dag. Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður í golfi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 08:15

Evróputúrinn: Ormsby sigurvegari UBS Hong Kong Open

Það var ástralski kylfingurinn Wade Ormsby sem nældi sér í sigurinn á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, UBS Hong Kong Open. Sigurskor Ormsby var 11 undir pari, 269 högg (68 68 65 69). Öðru sætinu deildu Rafa Cabrera Bello frá Spáni,  bandarísku kylfingarnir Julian Suri og Paul Peterson ásamt sænska kylfingnum Alexander Björk, en allir þrír léku á samtals 10 undir pari, hver. Tommy Fleetwood var einn í 6. sæti á samtals 9 undir pari. Indverski kylfingurinn SSP Chawrasia, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið hafnaði í 7. sæti sem hann deildi með þeim Miguel Angel Jimenez og bandaríska kylfingnum Micah Lauren Shin; allir á 8 undir pari, hver. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 06:45

Cameron Davis sigraði á Opna ástralska

Það var heimamaðurinn Cameron Davis, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna ástralska (ens. Emirates Australian Open). Davis lék á samtals 11 undir pari, 273 höggum (63 72 74 64). Það var einkum glæsilegur lokahringurinn upp á 64 högg, sem tryggði Davis sigurinn. Jason Day hafnaði í 5. sæti á samtals 8 undir pari og Jordan Spieth, sem átti titil að verja varð í 8. sæti á samtals 6 undir pari. Mótið fór fram í The Australian Golf Club Rosebery, í Sydney, New South Wales, Ástralíu. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ástralska SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Matthew Nixon (2/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Í dag verður Matthew Nixon kynntur  en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt; Cristofer Blomstrand var kynntur í gær. Matthew Nixon fæddist í Manchester á Englandi 12. júní 1989 og er því 28 ára. Hann hætti að nota plastkylfur 5 ára og fór að nota alvöru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson – 25. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Adolf Oddgeirsson. Jóhann Adolf er fæddur 25. nóvember 1973 og á því 44 ára afmæli í dag. Jóhann Adolf er í Golfklúbbi Setbergs. Hann er kvæntur Rut Sig og á tvær dætur og einn son. Komast má á facebook síðu Jóhanns Adolfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Adolf Oddgeirsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall fæddist 25. nóvember 1923 (94 ára); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (65 árs); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (53 ára), Þórey Sigþórsdóttir, 25. nóvember 1965 (52 ára); Haru Nomura, 25. nóvember Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2017 | 12:00

Guðrún Brá með ný viðmið á heimslista áhugakylfinga

Íslenskir kylfingar hafa aldrei fyrr náð jafnt hátt á heimslistanum í golfi hjá atvinnukylfingum á þessu ári. Áhugakylfingar eru einnig á fleygiferð upp heimslistann. Tveir heimslistar eru notaðir í golfíþróttinni hjá báðum kynjum. Heimslisti atvinnukylfinga í karla og kvennaflokki og heimslisti áhugakylfinga. Á þeim síðarnefnda er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili að skrifa nýjan kafla í golfsögu Íslands með árangri sínum. Heimslisti áhugakylfinga konur og karlar: Heimslisti kvenna atvinnukylfingar: Heimslisti karla atvinnukylfingar: Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er sæti nr. 112 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og er það besti árangur sem íslenskur kven kylfingur hefur náð á þessum lista. Frá árinu 2014 hefur Guðrún Brá farið upp um rúmlega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2017 | 10:00

LPGA: Ko spilar á LPGA 2018

Spilar Ko ekki nú þegar á LPGA kynni einhver að spyrja sig?  Jú, vissulega er það rétt. Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna (sem nú er dottin niður í 9. sætið), Lydia Ko, spilar á bestu mótaröð heims, LPGA. Sú sem átt er við er Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, sem verið hefir að slá í gegn síðustu misserin. JY Ko er e.t.v. best þekkt fyrir 2. sætið sem hún náði á Opna breska kvenrisamótinu 2015 en einnig nældi hún sér í sinn fyrsta titil á LPGA í síðasta mánuði þ.e. á KEB Hana Bank Championship og það veitir henni keppnisrétt á LPGA 2018, sem hún hefir nú ákveðið að nýta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2017 | 08:00

GK: Aðalfundur 7. des n.k. – Arnar gefur ekki kost á sér í formanninn

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði fer fram 7. desember n.k. Til kjörs verða þrír nýjir meðlimir í stjórn Keilis samkvæmt lögum félagsins til tveggja ára. Tveir núverandi stjórnarmenn hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Arnar Atlason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Og einnig hefur Davíð Arnar Þórsson ákveðið að taka sér hvíld frá stjórnarstörfum. Daði Janusson hefur setið í stjórn síðustu fjögur árin og þarf nú kjör til áframhaldandi stjórnarsetu. Daði hefur leitt markaðsstarf Keilis með áherslu á heimasíður, viðhorfskannanir, og samfélagsmiðla klúbbsins. Og sækist Daði því eftir kjöri til áframhaldandi setu í stjórn Keilis til tveggja Lesa meira