Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl

Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og MO Valley luku keppni í 13. sæti

Arnar Geir Hjartarson, GSS og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Missouri Valley tóku þátt í TPC Deere Run Invitational. Mótið fór fram dagana 30.-31. mars s.l. og var spilað á TPC Deere Run í Silvis, Illinois. Þátttakendur voru 120 frá 23 háskólum þannig að þetta var fremur stórt mót. Arnar Geir lék keppnishringina tvo á samtals 14 yfir pari, 156 höggum (77 79) og varð T-65 þ.e. deildi 65. sætinu með 5 öðrum keppendum. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley hafnaði í 13. sæti Næsta mót Arnar Geirs og Missouri Valley er 3. apríl í Fulton, Missouri.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Helgi Snær er sérlega snjall púttari og hefir margoft sigrað í púttmótum t.a.m. nú síðast í Áramótagleði Hraunkots 31. janúar 2017.  Á síðastliðnu ári sigraði hann og í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 19-21 árs. Komast má á facebook síðu Helga Snæs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Snær Björgvinsson – Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku keppni T-16

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota tóku þátt í The Goodwin, en mótið fór fram á TPC Harding Park í San Francisco, Kaliforníu. Mótið stóð dagana 29.-31. mars 2018 og lauk í gær. Þetta var stórt mót, en þátttakendur voru 135 frá 26 háskólum. Rúnar lauk keppni T-88 í einstaklingskeppninni á 9 yfir pari, 222 höggum (76 73 73). Lið Rúnars, Minnesota lauk keppni T-16 í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á The Goodwin með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og Minnesota er 14. apríl í Iowa. Aðalfréttagluggi: Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: Golf 1


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 23:59

PGA: Hossler og Poulter leiða f. lokahring Houston Open – Hápunktar 3. dags

Það eru þeir Beau Hossler og Ian Poulter sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Houston Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Báðir hafa þeir spilað á samtals 14 undir pari, hvor, 202 höggum; Hossler (65 68 69) og Poulter (73 64 65). Fjórir kylfingar deila 3. sætinu, allir 2 höggum á eftir forystumönnunum en það eru þeir: Kevin Tway frá Bandaríkjunum, Emiliano Grillo frá Argentínu, Greg Chalmers frá Ástralíu og Paul Dunne frá Írlandi. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Houston Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Houston Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og EKU í 1. sæti á Colonel Classic!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Colonel Classic mótinu, sem fram fór í Arlington – University Club at Arlington, í Kentucky. Mótið stóð dagana 30.-31. mars og lauk í dag. Þátttakendur voru 90 frá 14 háskólum, þannig að þetta var frekar stórt mót Ragnhildur lauk keppni á 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) og varð jöfn 3 öðrum keppendum í 5. sæti mótsins. Lið Ragnhildar, EKU varð T-1 ásamt Xavier skólanum – Glæsilegur árangur þetta!!!! Í mótinu tók einnig þátt Eva Karen Björnsdóttir, GR, með liði sínu University of Louisiana at Monroe (ULM). Eva Karen lauk keppni T-59, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 18:00

Westy ekki með á Masters

Lee Westwood (Westy) mun ekki spila á Masters risamótinu 2018, sem hefst í næstu viku. Vonir hans um sæti í Masters mótinu urðu að engu þegar hann komst ekki í gegnum 2. niðurskurð á Houston Open, en hann átti arfaslæman hring í dag upp á 4 yfir pari, 76 högg. Westy hefir spilað 18 sinnum á Augusta National; varð m.a. í 2. sæti á eftir Phil Mickelson 2010 og í 2. sæti þegar landi hans Danny Willett bar sigur úr býtum. Hann hefir spilað á Masters samfellt í 13 skipti allt frá árinu 2005 og verður hans því saknað þegar Masters hefst í næstu viku. „Ég myndi gjarnan vilja spila Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Facebook síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (87 ára); Benedikt Sigurbjörn Pétursson, 31. mars 1954 (64 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (51 árs); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (38 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva luku leik í Flórída

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tóku þátt í Stetson Babs Steffens Hatter Collegiate Tounament, sem fram fór 24.-26. mars s.l. á DeBary Golf and Country Club í Deland í Flórída. Þátttakendur voru 70 frá 12 háskólum. Helga Kristín varð T-53 með skor upp á samtals 255 högg (88 88 79) og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Særós Eva varð í 68. sæti með skor upp á samtals 289 högg (99 95 95) og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University varð í 7. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í tetson Babs Steffens Hatter Collegiate Tounament með því að SMELLA HÉR: Næsta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota í 18. sæti eftir 2. dag á The Goodwin

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota taka þátt í The Goodwin, en mótið fer fram á TPC Harding Park í San Francisco, Kaliforníu. Mótið stendur dagana 29.-31. mars 2018 og lýkur því á morgun. Þetta er stórt mót, en þátttakendur eru 135 frá 26 háskólum. Eftir 2. dag er Rúnar T-92 í einstaklingskeppninni; búinn að spila á samtals 7 yfir pari, 149 höggum (76 73). Milli hringja hefir Rúnar bætt sig um 3 högg og er vonandi að framhald verði á. Lið Rúnars, Minnesota er í 18. sæti í liðakeppninni eftir 2. dag. Sjá má stöðuna á The Goodwin með því að SMELLA HÉR: