Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 12:00

Masters 2018: Masters hefst á morgun!

Það er komið að því!!! Masters risamótið hefst á morgun á Augusta National. Þetta er í 82. skiptið sem risamótið er haldið en það er fyrsta risamótið á árinu af 4í karlagolfinu. Í ár, 2018, taka þátt keppendur frá 23 þjóðlöndum frá 6 heimsálfum: Norður-Ameríku (42); Suður-Ameríku (3); Evrópu (23); Ástralíu (Oceaníu) (5); Asíu (9) og Afríku (5). 1 Af kylfingum Norður-Ameríku eru 40 frá Bandríkjunum og 2 frá Kanada.  Kylfingarnir frá Bandaríkjunum, sem taka þátt í Masters í ár eru eftirfarandi í stafrófsröð: Austin Cook, Billy Horschel, Brendan Steele, Brian Harman, Bryson DeChambeau, Bubba Watson, Charley Hoffman, Chez Reavie, Daniel Berger, Doc Redman (a); Doug Ghim (a), Dustin Johnson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 10:00

LET Access: Guðrún Brá og Valdís Þóra keppa í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili keppa báðar á LET Access mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir Terre Blanche og fer fram á samnefndum velli í Frakklandi. LET Access mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir sem atvinnukylfingur en Valdís Þóra hóf atvinnumannaferil sinn á þessari mótaröð. Fyrsti keppnisdagurinn er fimmtudagurinn 6. apríl og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag. Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og MO Valley urðu í 2. sæti á WW Spring Inv.!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í William Woods Spring Invite. Mótið fór fram í Tanglewood golfklúbbnum, í Fulton, Missouri dagana 2.-3. apríl og lauk því í gær. Þátttakendur voru 46 frá 6 háskólum. Arnar Geir lék keppnishringina tvo á 9 yfir pari, 153 höggum (75 78). Hann varð T-12 ásamt tveimur öðrum keppendum, eða í 12.-14. sæti, þ.e. meðal efri þriðjungs keppenda. Lið Arnars Geirs varð T-2 þ.e. í 2.-3. sæti í liðakeppninni!!! Flottur árangur þetta!!! Næsta mót Arnars Geirs og félaga í Missouri Valley er 18.-19. apríl n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 3. sæti á Mimosa mótinu!

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í Mimosa Hills Intercollegiate. Mótið fór fram í Morganton, Norður-Karólínu 1.-2. apríl 2018 og voru þátttakendur 90 frá 16 háskólum. Gunnhildur lék á samtals 9 yfir pari 153 höggum (72 81) og lauk keppni  T-26 þ.e. var jöfn í 26. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Mimosa Hills Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Gunnhildar og Elon er 13. apríl næstkomandi.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson. Mynd: Í einkaeigu F. 3. apríl 1997 (21 ára) – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970; Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004; Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: JT m/högg marsmánaðar

Það var arnarhögg Justin Thomas (JT) á heimsmótinu í Mexíkó sem var valið högg marsmánaðar á Evróputúrnum. JT var 11 höggum á eftir forystumönnunum eftir 2 spilaða hringi en kom sér í sigurstöðu á laugardeginum með glæsispili upp á 62 högg. Þegar hann kom að 18 . holunni á sunnudeginum var hann efstur og jafn í mótinu ásamt Phil Mickelson og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem JT laut lægra haldi. Arnarhögg JT kom honum í bráðabanann og er eitt af ótrúlegustu höggum þessa tímabils á PGA Tour og ekki nema von að áhangendur Evróputúrsins hafi valið það högg mánaðarins.   Þeir sem eiga högg mánaðarins á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og félagar luku keppni í 8. sæti á Augusta Inv.!

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í 3 M Augusta Invitational mótinu. Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólum. Spilað var á golfvelli Forest Hill golfklúbbsins í Augusta, Georgíu. Egill Ragnar lék á 12 yfir pari, 228 höggum (73 74 81). Egill Ragnar lauk keppni T-65 þ.e. deildi 65. sætinu með Ross Sinclair úr New Mexikó háskólanum. Lið Egils Ragnars í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State landaði 8. sætinu og var Egill Ragnar á 4. besta skorinu af félögum sínum. Til þess að sjá lokastöðuna á 3 M Augusta Invitational SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Georgia State er 22. apríl n.k. á Miramar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2018 | 21:00

PGA: Ian Poulter sigraði á Houston Open

Það var Ian Poulter, sem sigraði á Houston Open og tryggði sér þar með þátttökurétt á Masters risamótinu, sem hefst í þessari viku. Houston Open var síðasti sjéns Poulter til þess að tryggja sér farmiðann á Augusta og það leit á köflum út fyrir að hann myndi tapa fyrir nýliðanum á PGA Tour Beau Hossler frá Bandaríkjunum. Enn það var gríðarlega fallegt pútt á 18. sem tryggði Poulter bráðabana við Hossler; en báðir voru eftir pútt Poulter efstir og jafnir á 19 undir pari.   Poulter vann með pari á 1. holu bráðabanans eftir að bolti Hossler lenti í vatnshindrun. Síðasti sigur Poulter á PGA Tour kom fyrir tæpum 6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2018 | 20:00

LPGA: Pernilla Lindberg sigraði á ANA risamótinu!!!

Það var sænski kylfingurinn Pernilla Lindberg, sem sigraði eftir bráðabana á fyrsta kvenrisamóti ársins af fimm. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í mótinu, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð þrátt fyrir frábæra byrjun þar sem hún fór m.a. holu í höggi! Pernilla er fædd 13. júlí 1986 og er frá Bollnäs í Svíþjóð. Hún verður því 32 ára næstkomandi júlí. Sigurinn á ANA Inspiration er hennar fyrsti á LPGA og sá eini í 250 tilraunum. Eftir hefðbundnar 72 holur voru Pernilla, Jennifer Song frá Bandaríkjunum og Inbee Park frá S-Kóreu efstar og jafnar; allar búnar að spila á samtals 15 undir pari, 273 höggum hver; Pernilla (65 67 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2018 | 18:00

Dagbjartur úr leik í Frakklandi

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í Michel Carlhian Trophy, sem fram fór á St. Germain golfvellinum í St.Germain-en Laye, í Frakklandi. Mótið stóð dagana 29. mars – 2. apríl 2018. Þátttakendur voru 120 og er um að ræða eitt alsterkasta piltamót Evrópu. Spilaðir eru tveir höggleikshringir og að þeim loknum komast 32 efstu í holukeppni sem spiluð er næstu 3 daga. Dagbjartur lauk keppni T-102 þ.e. varð jafn 4 öðrum í 102. sæti mótsins, en hann lék á samtals 157 höggum (76 81) og er úr leik, þ.e. komst ekki í holukeppnishluta mótsins. Engu að síður: Vel af sér vikið, þetta mót á sér langa hefð og er ekki það Lesa meira