Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 01:00
Masters 2018: Jordan Spieth leiðir e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn, Jordan Spieth, sem tekið hefir forystu á 1. degi Masters risamótsins. Hann lék 1. hring á Augusta National á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum. Spieth fékk m.a. 5 fugla í röð á 13.17. brautum Augusta National. Í 2. sæti eftir 1. dag eru Tony Finau og Matt Kuchar á 4 undir pari, 68 höggum hvor. Af áhugamönnunum í mótinu er bandaríski kylfingurinn Doug Ghim búinn að standa sig best er T-21 á sléttu pari, 72 höggum. Tiger átti að eiginn mati afleitan hring upp á 1 yfir pari, 73 högg og er T-29 af 87 keppendum. Til þess að sjá stöðuna á The Masters risamótinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 20:00
Masters 2018: Tom Watson vann par-3 keppnina

Það var Tom Watson, sem stóð uppi sem sigurvegari í gær (miðvikudaginn 4. apríl 2018) í par-3 keppninni, sem er hefðbundinn undanfari sjálfs Masters risamótsins. Hann er jafnframt elsti sigurvegari par-3 mótsins, 68 ára og árangur hans því golf sögulegur! Watson sem sigraði á Masters 1977 og 1981 fékk 6 fugla og fyrstu 8 holum í 9 holu keppninni!!! Ótrúlega glæsilegur!!! Þau ósköp eru hins vegar talin fylgja sigri í par-3 mótinu að ekki sé hægt að sigra í sjálfri aðalkeppninni!
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 18:00
Global Junior Golf: 6 ungir íslenskir kylfingar við keppni á Spáni

Sex íslenskir kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Selfoss (GOS) taka þátt á European Spring Junior mótinu, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni. Þetta eru þær: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Aron Emil Gunnarsson, GOS; Pétur Sigurdór Pálsson, GOS og Yngvi Marínó Gunnarsson, GOS. Mótið fer fram dagana 3.-6. apríl 2018 og lýkur því á morgun. Keppendur eru 58 í pilta- og 27 í stúlknaflokki. Mótsstaður er La Serena Golf Resort í Murcia, á Spáni. Best eru GHD-ingarnir búnir að standa sig en Amanda Guðrún er í 10. sæti eftir 2. dag á samtals 12 yfir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eru því 42 ára í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 högg) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 15:00
Masters 2018: Opnunarhögg golfgoðsagnanna

Masters 2018: Opnunarhögg golfgoðsagnanna Nú eru golfgoðsagnirnar aðeins 2 en ekki þrjár, því „konungurinn“ Arnold Palmer er fallinn frá. Hinar tvær golfgoðsagnirnar, Gary Player og „gullni björninn“ Jack Nicklaus voru hins vegar mættir á teig á Augusta í dag. Hefð er fyrir því að golfgoðsagnirnar slái opnunarhöggin í Masters. Og í ár var engin undantekning þar á – gullfallegar sveiflur golfgoðsagnanna! Sjá má myndskeið af upphafshöggum Gary Player og Jack Nicklaus á The Masters 2018 með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 11:00
Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar hættur

Eyþór Hrafnar Ketilsson, Golfklúbbi Akureyrar (GA), lék með golfliði Faulkner háskóla. Hann segist hættur í bandaríska háskólagolfinu, sem er miður því góðir íslenskir kylfingar hafa spilað í háskólagolfinu með Faulkner og er skemmst að minnast Hrafns Guðlaugssonar, GSE, sem var við nám í skólanum og spilaði með liði Faulkner. Í stuttu viðtali við Golf1 sagði Eyþór Hrafnar að hann hefði tekið þá persónulegu ákvörðun að hætta hjá Faulkner og flytja heim. Hann er nú undir handleiðslu Heiðars Davíðs þjálfara GA. Eyþór Hrafnar sagðist jafnframt stefna á nám við HÍ eða HR næsta haust. Aðalfréttagluggi: Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 09:00
Masters 2018: Champions Dinner matseðlar undanfarinna ára

Í fyrradag fór fram Champions Dinner, sem komin er 66 ára hefð fyrir. Sú veislumáltíð hefir verið haldin allt frá árinu 1952 og var það Ben Hogan sem hóf þessa skemmtilegu venju. Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“ „The Champions Dinner“ fór s.l. þriðjudagskvöld og var Sergio Garcia frá Spáni, sigurvegari The Masters 2017, formlega boðin innganga í klúbbinn. Sigurvegari síðasta árs fær að setja saman Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 07:00
Masters 2018: Brautirnar 18 á Augusta

Í dag hefst Masters risamótið, sem í hugum margra markar nýtt golfkeppnistímabil. A.m.k. er farið að stytta allverulega í að hægt sé að fara í golf daglega!!! Hér fer upprifun á brautunum 18 á Augusta National, en þær bera flestallar nöfn á blómum eða trjám: 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18 metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer í örlítinn „dogleg“ til hægri. 2. braut (Pink Dogwood), 575 yardar,(526 metrar) par-5: Trén til vinstri eru dauðagildra – Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2018

Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 51 árs afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Þess mætti loks geta í þessari stuttu samantekt að Unnar er mjög hæfileikaríkur ljósmyndari s.s. m.a. margir kylfingar hafa fengið að njóta. Komast má á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 14:00
Masters 2018: Garcia m/humar

Hin árlegi Masters Club Champions Dinner fór fram í gær, þriðjudaginn 3. apríl 2018. Líkt og venja er býður sigurvegari síðasta árs á Masters, öðrum Masters sigurvegurum til matarveislu. Spenningur er ár hvert hvernig matseðlill sigurvegara síðasta árs lítur út. Í forrétt var Sergio Garcia með nokkuð sem nefndist „Internatioanl salad“ en í því var eitthvað frá öllum heimsálfum. Í aðalrétt var spænskur humar og í desert ís og kaka, sem eiginkona Garcia, Angela á heiðurinn af. Einfalt en flott hjá Sergio Garcia! Aðalfréttagluggi: Matseðill Sergio Garcia á Masters Champions Dinner 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

