Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 08:00

Hulda Clara varð í 5. sæti á Opna skoska og Andrea í 8. sæti!!

Dagana 4.-6. apríl kepptu þrír íslenskir kylfingar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur og lauk keppni því í gær. Keppt var á Monfieth vellinum í Skotlandi rétt við Dundee. Allir keppendurnir voru úr GKG:: Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Bergsdóttir. Heildarþátttakendur í mótinu voru 120 þar af voru 70 keppendur U16 þ.e. undir 16 ára aldri. Hulda Clara náði þeim glæsilega árangri að landa 9. sætinu af heildarþátttakendum þ.e. vera í meðal topp-10 í öllu mótinu og ef aðeins eru taldir U16, sem er sá flokkur sem hún keppti í varð hún í 5. sæti!!! Hún lék keppnishringina 3 á samtals 10 yfir pari, 229 höggum (84 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 04:00

Global Junior Golf: Ungu íslensku kylfingarnir 6 hafa lokið keppni á Spáni

Sex íslenskir kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Selfoss (GOS) tóku þátt á European Spring Junior mótinu, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni. Þetta voru þær: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Aron Emil Gunnarsson, GOS; Pétur Sigurdór Pálsson, GOS og Yngvi Marínó Gunnarsson, GOS. Mótið fór fram dagana 3.-6. apríl 2018 og lauk því í gær. Keppendur voru 58 í pilta- og 27 í stúlknaflokki. Mótsstaður var La Serena Golf Resort í Murcia, á Spáni. Best af íslensku keppendunum stóðu sig Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem náði 9. sætinu í stúlknaflokki og Aron Emil Gunnarsson, GOS, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 03:00

LET Access: Slæm byrjun hjá Guðrúnu Brá og Valdísi Þóru á Terre Blanche mótinu

 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili  og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hófu leik í gær á LET Access mótaröðinni. Mótið heitir Terre Blanche Ladies Open 2018 og fer fram á samnefndum velli í Tourrettes, Frakklandi. LET Access mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni. Valdís lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er í 73. sæti. Guðrún Brá lék á 8 yfir pari, 80 höggum og er í 105. sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir sem atvinnukylfingur en Valdís Þóra hóf atvinnumannaferil sinn á þessari mótaröð. Fyrsti keppnisdagurinn var eins og segir í gær föstudaginn 6. apríl og verða leiknar 54 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 02:00

Sigurður Blumenstein varð T-4 á Opna skoska!!!

Fjórir kylfingar frá Íslandi kepptu á Opna skoska meistaramótinu, sem fram fór á Montrose vellinum, dagana 4. -6. apríl 2018 og lauk því í gær. Keppendur á þessu móti voru 18 ára og yngri. GR-ingarnir Sigurður Bjarki Blumenstein og Viktor Ingi Einarsson voru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn. Sigurður Bjarki endaði jafn öðrum í 4. sæti, en hann átti góða möguleika á að vinna mótið. Því miður fékk hann fjóra skolla á síðustu fimm holunum og endaði á samtals 8 yfir pari. Sigurvegari mótsins var Patrick Schumecking frá Þýskalandi, en hann lék samtals á 6 yfir pari. Sigurður Bjarki var á  samtals 8 yfir pari, 221 höggi (77 69 75). Viktor Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 01:00

Masters 2018: Reed leiðir e. 2. dag

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed leiðir eftir 2. dag Masters risamótsins. Reed átti glæsilegan 2. hring upp á 6 undir pari, 66 högg. Samtals er Reed búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (69 66). Reed á 2 högg á Ástralann Marc Leishman, sem er í 2. sæti á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67). Einn í 3. sæti er svo Henrik Stenson á 5 undir pari og þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy deila 4. sætinu á 4 undir pari, hvor.  Justin Thomas og Dustin Johnson eru síðan T-6 báðir á samtals 3 undir pari. Tiger Woods og Phil Mickelson komust báðir í gegnum niðurskurð; Tiger Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 20:00

Masters 2018: Uppskrift að ekta Pimento ostasamloku á la Masters

Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, fyrir 5 árum, þ.e.2013 til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka 🙂 ) Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Sam Horsfield (33/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Svolítið er síðan að kynntir voru þeir hér á Golf 1 sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Robert Rock ——— 6. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Robert Rock. Rock er fæddur 6. apríl 1977 í Armitage, nálægt Lichfield í Staffordshire, Englandi og á því 41 árs afmæli í dag!!! Rock ólst upp og hlaut menntun sína nálægt Rugeley. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1998. Hann komst síðan á Evróputúrinn árið 2003 og hefir verið á þeim túr allt síðan þá og hefir sigrað tvívegis: Fyrsti sigurinn kom 12. júní 2011 en þá vann Rock BMW Italian Open og síðan vann hann aftur 29. janúar 2012 og í þetta sinn Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en þar átti hann 1 högg á sjálfan Rory McIlroy. Besti árangur Rock í risamótum er frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 12:00

Rory segir Spieth að vara sig!

Rory McIlroy hefir sagt Jordan Spieth að vera á varðbergi og líta í baksýnis spegilinn, eftir að hafa náð besta hring sínum á Masters. Rory er í blóðþyrsta varúlfagenginu sem eltir Spieth og reynir að ná upp forystunni, sem hann hefir. Ekki mest afslappandi staða að vera í, hvorki fyrir Rory og sérstaklega ekki Jordan Spieth! Síðustu 12 sigurvegarar Masters hafa allir verið meðal topp-10 við lok 1. hrings og Rory „scramblaði“ vel þ.e bjargaði sér oft fyrir horn og heldur í við Spieth, með hring upp á 69, sem setur hann í T-4 stöðu ásamt 6 öðrum, á eftir Jordan sem er efstur og Tony Finau og Matt Kuchar sem deila Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 07:00

Masters 2018: Garcia m/met á Firethorn

Sergio Garcia setti nýtt met í fjölda högga á Firethorn brautinni, en svo heitir par-5 15. braut Augusta National. Garcia kláraði að spila 15. brautina á heilum 13 höggum – setti m.a. 5 högg í vatnshindrun á brautinni!!! Fyrrum höggamet áttu landi hans Ignacio Garrido, Ben Crenshaw og Jumbo Ozaki, en af þeim síðastnefnda er líkalega komin nafngiftin júmbóhöggafjöldi yfir há skor í golfi. 🙂 Síðastnefndu 3 þurftu þó „aðeins“ 11 högg á Firethorn! Titilvörn Garcia er því öll í uppnámi eftir þetta atvik!!! Væntingar Sergio Garcia um að verða sá 4. í sögu Masters risamótsins til að sigra tvö ár í röð líklega foknar út í buskann. Á hinum Lesa meira