Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2018 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen lauk keppni í Kentucky

Eva Karen Björnsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, University of Louisiana at Monroe (ULM) tóku þátt í Murray State Jan Weaver Invite mótinu. Mótið átti að fara fram dagana 6.-7. apríl, en hætt var við keppni seinni daginn vegna snjókomu. Mótsstaður var Miller Memorial golfvöllurinn í Murray, Kentucky. Þátttakendur voru 92 frá 14 háskólum. Eva Karen, sem  keppti sem einstaklingur lauk keppni T-54 þ.e. í sama sæti og eftir 2 spilaða hringi, á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (76 82), þar sem 3. hringur var felldur niður. Næsta mót Evu Karenar fer fram 14. apríl nk.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins Hörður Hinrik Arnarson.  Hörður er í Golfklúbbnum Keili, golfkennari og forstöðumaður golfferða Heimsferða. Hörður fæddist 9. apríl 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og á því 51 árs afmæli í dag. Hörður byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978 vegna þess að foreldrar hans, Örn og Bjarney, fóru út á golfvöll og hann fylgdi þeim. Hörður var á tímabili aðstoðarmaður landsliðsþjálfara í golfi og hefir ásamt Magnúsi Bigirssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur kennt þúsundum Íslendinga golf í Portúgal og á Spáni, einkum á Matalascañas og Costa Ballena. Hörður er kvæntur og á 3 börn og eitt fósturbarn: Dag, Einar Örn, Tinnu Alexíu og Söru Margréti. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2018 | 06:00

Masters 2018: Patrick Reed sigraði!!!

Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sem stóð uppi sem sigurvegari á Masters, fyrsta risamóti ársins. Sigurskor Reed var 15 undir pari, 273 högg (69 66 67 71). Fyrir sigurinn á Masters hlaut Reed € 1,615,403. Reed er sá fyrsti frá árinu 2011, sem er utan topp-20 á heimslistanum til þess að sigra á Masters, en hann var fyrir risamótið í 24. sæti heimslistans – Nú eftir helgina færist hann upp um 13 sæti og er kominn í 11. sætið og bankar því á dyrnar á topp-10. Patrick Reed fæddist 5. ágúst 1990 í San Antonio, Texas og því 27 ára.  Hann er vel kunnugur vellinum á Augusta National, því hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2018

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2018 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli við keppni í Texas

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State hófu leik í gær á Aggie Invitational mótinu. Mótið fer fram í Traditions Club, í Bryan, Texas, dagana 7.-8. apríl 2018 og lýkur því seinna í dag. Þátttakendur er 78 frá 14 háskólum. Bjarki hefir spilað á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (75 73) en Gísli á 13 yfir pari, 157 höggum (81 76). Ekki er ljóst í hvaða sætum þeir eru eftir fyrstu tvo hringina því keppni var frestað vegna myrkurs. Sjá má stöðuna á Aggie Invitational með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2018 | 01:30

Súkkulaðigolfkúlu Mastersleikur Golf 1 og Mosfellsbakarís

Golf 1 og Mosfellsbakarí efna hér til einfalds leiks í tilefni af Masters risamótinu. Segið okkur á facebook síðu Golf 1 hver sigrar á Masters risamótinu 2018. Aðeins má geta einu sinni. Dregið verður úr réttum svörum, sem borist hafa fyrir kl. 12:00 á sunnudaginn nk. 3 aðilar, sem geta rétt upp á sigurvegara Masters risamótsins 2018, hljóta 1 pakka af súkkulaði golfkúlum frá Hafliða Ragnarssyni, konditor.  Golfkúlurnar verða sendar heim til sigurvegaranna. Súkkulaði golfkúlur Hafliða Ragnarssonar konditors eru algert sælgæti og tilvalin tækifærisgjöf fyrir kylfinga!!! Takið endilega þátt í einföldum og skemmtilegum leik!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2018 | 01:00

Masters 2018: Reed í forystu f. lokahringinn

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed heldur forystu sinni á Masters risamótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður seinna í dag. Hann á 3 högg á þann sem næstur kemur en það er Rory McIlroy og stefnir því í einvígi þeirra á milli. Reed er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (69 66 67). Stóra spurningin er hvort Reed fatast flugið og  Rory tekst að ná upp 3 höggum, en Rory er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (69 71 65). Rory átti stórglæsilegan hring upp á 7 undir pari, 65 högg í dag; hring þar sem hann fékk einn glæsiörn á par-5 8. brautinni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 23:00

LET Access: Guðrún Brá og Valdís Þóra úr leik í Terre Blanche mótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru úr leik á Terre Blanche Ladies Open 2018, en mótið er mót á LET Access mótaröðinni og fer fram á samnefndum velli í Tourrettes, Frakklandi. Aðeins munaði 1 höggi að Valdís Þóra kæmist í gegnum niðurskurð, en hún lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (77 74), en niðurskurður var miðaður við samtals 6 yfir pari eða betra eftir 2 hringi.  Valdís Þóra bætti sig eins og sjá má um 3 högg milli hringja! Aðeins meira vantaði upp á að Guðrún Brá næði niðurskurði, en hún var hins vegar að keppa í 1. móti sínu á LET Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 37 ára í dag. Suzann er ja kannski er það vel við hæfi í dag, nr. 37 á Rolex-heimslista kvenna og hefir hæst náð að vera í 2. sæti 2011 og 2013, en tókst aldrei að vera nr. 1. Suzann erþekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 22 titil þ.e.: 15 á LPGA, 7 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Cristie Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen við keppni í Kentucky

Eva Karen Björnsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, University of Louisiana at Monroe (ULM) keppa á Murray State Jan Weaver Invite mótinu. Mótið fer fram dagana 6.-7. apríl og lýkur í dag. Mótsstaður er Miller Memorial golfvöllurinn í Murray, Kentucky. Þátttakendur eru 92 frá 14 háskólum. Eva Karen keppir að þessu sinni sem einstaklingur en hún er T-54 eftir 2 spilaða hringi, á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (76 82). Til þess að sjá stöðuna og fylgjast með gengi Evu Karenar í dag SMELLIÐ HÉR: