Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 09:00
Gleðilegt sumar 2018!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og tvö mót á dagskrá: 19.04.18 GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf 1 Innanfélagsmót 19.04.18 GS Opna Sumarmót GS Texas scramble 1 Almennt Í fyrra voru engin golfmót á dagskrá vegna veðurs, hvassviðris, rigningar og slyddu og reyndar snjókomu á Bolungarvík. Það er af sem áður var. Vonandi er að golfsumarið 2018 verði öllum gott og skemmtilegt. Golf 1 óskar öllum kylfingum eftirminnilegs golfsumars með mörgum yndislegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!!! Aðalfréttagluggi: Þjóðarblóm Íslendinga – Holtasóley.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Þórey Petra. Þórey er fædd 18. apríl 1997 og á því 21 árs afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Þóreyjar Petru hér að neðan Þórey Petra 21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (63 árs, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (62 ára – var á PGA); Jóhanna Þorleifsdóttir , GKS, 18. apríl 1961 (57 ára); Ian Doig, 18. apríl 1961 (57 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (57 ára); Ragnar Ólafsson, f. 18. apríl 1976 (42 ára) …. og ….. List Án Landa-mæra Listahátíð, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2018 | 08:00
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á morgun í LA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir spilar næst á Hugel-JTBC mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Los Angeles og hefst það á morgun 19. apríl. Mótið er 72 holur og er niðurskurður eftir 2. keppnisdag. Mótið er það sjöunda hjá Ólafíu Þórunni á þessu ári. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls sex til þessa. Besti árangur hennar er 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór á Hawaii. Texti: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 20:00
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar í Minnesota luku keppni T-6 í Iowa

Rúnar Arnórsson, GK og félagar hans í Minnesota háskólanum tóku þátt í Hawkeye Invitational, sem fram fór dagana 13.-14. apríl sl. á Finkbine golfvellinum, í Iowa City, Iowa. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Rúnar varð T-26 í einstaklingskeppninni lék keppnishringina tvo á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (70 81). Lið Rúnars, í Minnesota háskóla lauk keppni T-6 í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Hawkeye Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Rúnars og Minnesota er Big Ten Championship, sem fram fer dagana 27.-29. apríl n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 18:00
Hvað var í sigurpoka Jon Rahm?

Eftirfarandi verkfæri voru í poka Jon Rahm þegar hann sigraði á Opna spænska: Dræver: TaylorMade M4 9.5° með Aldila Tour Green 70TX skafti. 3 tré: TaylorMade M3 16° með Aldila Tour Green 70TX. 2 járn: TaylorMade P790 með Project X 6.5 skafti. Járn (4-PW): TaylorMade P750 með Project X 6.5 sköftum. Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind 51°, 55° og Hi-Toe 60° með Project X 6.5 skafti. Pútter: TaylorMade Spider Tour Red. Bolti: TaylorMade TP5x.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2017

Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 29 ára afmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eyjólfur Kristjánsson, 17. apríl 1961 (57 ára); Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (56 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (52 ára); John Gallacher 17. apríl 1981 (37 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 10:00
Andrea lauk keppni T-9 á Írlandi

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR) og Andrea Bergsdóttir (GKG) tóku þátt Opna írska meistaramótinu fyrir keppendur 18 ára og yngri. Keppt var á Roganstown Golf Club rétt utan við Dublin. Keppendur voru alls 114 á þessu móti sem er í háum styrkleikaflokki í þessum aldursflokki. Sjá má lokastöðu keppenda í mótinu með því að SMELLA HÉR: Að loknum öðrum keppnisdegi komust 50 efstu keppendurnir í gegnum niðurskurðinn. Keppt var í einstaklings – og liðakeppni á þessu móti. Andrea náði góðum árangri og lauk keppni T-9 eða í 9.-13. sæti. Hún lék samtals á 13 yfir pari, 226 höggum (74-77-75). Kajsa Arwefall frá Svíþjóð sigraði á samtals 4 yfir pari. Andrea er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur nýliði ársins!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Eastern Kentucky University (EKU) var valin Ohio Valley Conference nýliði ársins, á samkomu í gær í The Shoals á Robert Trent Jones Golf Trail í Muscle Shoals, Alabama. Ragnhildur var einnig valin í 6 manna All-OVC Newcomer Team, sem er lið samsett af bestu nýliðunum. Ragnhildur er 2. kylfingurinn við Eastern Kentucky University til þess að vinna nýliðaverðlaunin. Ragnhildur er með 77.79 högga meðaltal, sem er það 15. besta í OVC. Ragnhildi hefir átt glæsilega byrjun í bandaríska háskólagolfinu; varð 10 sinnum meðal 10 efstu, þar af 3 sinnum meðal efstu 5. Aðalmyndagluggi: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og EKU nýliði ársins á OVC. Mynd: EKU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 18:00
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State lönduðu 1. sætinu í Indiana!!!

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Boilermaker Invitational. Mótið fór fram 14.-15. apríl og lauk í gær. Mótsstaður var Kampen golfvöllurinn, í Lafayette, Indiana og gestgjafi Purdue háskóli. Þátttakendur voru 93 frá 17 háskólum. Mótið var stytt í 2 hringja mót vegna veðurs. Bjarki og Gísli luku báðir keppni T-12 sem er stórglæsilegur árangur!!!! – Þeir léku hringina tvo á 1 yfir pari, 145 höggum: Bjarki (72 73) og Gísli (71 74). Golflið Kent State sigraði í mótinu!!!! Sjá má lokastöðuna í Boilermaker Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Bjarki og Gísli verður 21. apríl n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2018

Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 18 ára afmæli í dag. Hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2014. Komast má á facebook síðu Inga Rúnar hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG (f. 16. apríl 2000 – 17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bjössi Garðars, GS, 16. april 1962 (56 ára); Oli Magnusson, 16. apríl 1970 (48 ára); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (34 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (33 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

