Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 22:00
LET: Valdís Þóra náði niðurskurði!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL og á LET, náði niðurskurði á Lalla Meryem Cup í Marokkó, en mótið er mót vikunnar á LET, sterkustu kvenmótaröð Evrópu. Valdís Þóra hefir spilað á samtals 150 höggum (71 79) og er í 44. -53. sætinu í mótinu. Það er 2. hringurinn upp á 7 yfir pari, 79 högg sem er þess valdandi að Valdís hrapar niður skortöfluna, en hún spilaði 1. hringinn á glæsilegum 1 undir pari, 71 höggi og var í 4. sæti eftir 1. dag. Á 2. hring fékk Valdís Þóra 1 fugl, 6 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Engu að síður náði hún niðurskurði, sem er frábært og nú Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 20:00
Evróputúrinn: Quiros efstur í Marokkó – Hápunktar 2. dags

Það er spænski kylfingurinn Alvaro Quiros, sem er efstur í hálfleik á Trophée Hassan II mótinu í Marokkó. Quiros er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum (67 70). Í 2. sæti á hæla Quiros er ástralski kylfingurinn Andrew Dodt á samtals 6 undir pari (70 68). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sævar Jónsson golfkennari – 20. apríl 2018

Það er Árni Sævar Jónsson, golfkennari, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árni er fæddur 20. apríl 1943 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Árni er einn af okkar albestu golfkennurum en hann hefir kennt mörgum kylfingnum í gegnum tíðina, einkum á Akureyri en líka hjá GKJ (nú GM) þegar hann var í Mosfellsbæ um tíma. Á síðustu árum hefir Árni einkum kennt á Dalvík og eftir að hann kom þangað lét árangurinn ekki á sér standa en telpnasveit GHD hafnaði í 1. sæti í sveitakeppni GSÍ 2011, sem hafði aldrei áður gerst. Telpnasveit GHD 2011, með Árna Jónsson sem þjálfara, eru fyrstu (og sem stendur einu) Íslandsmeistarar sem GHD Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 12:00
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar í 3. sæti á OVC Championship

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Ohio Valley Conference Championship, dagana 16.-18. apríl sl. Mótið fór fram á The Schoolmaster golfvellinum at the Shoals, í Muscle Shoals, Alabama. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Ragnhildur varð T-10, lék hringina 3 á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (78 78 76). Eastern Kentucky, lið Ragnhildar varð í 3. sæti í liðakeppninni í mótinu. Til þess að sjá lokastöðuna á Ohio Valley Conference Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 11:00
3 kylfingar úr Forskoti við æfingar á Spáni

Þrír atvinnukylfingar frá Íslandi hafa æft að undanförnu á hinum frábæra golfvelli Real Club Golf de Sevilla á Spáni. Kylfingarnir eru allir hluti af Forskot – afrekssjóði, og er Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ með í för. Kylfingarnir sem um ræðir eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Axel Bóasson (GK) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR). Þau hafa æft stutta spilið af krafti og leikið við bestu aðstæður á frábærum velli. Axel keppir í lok apríl á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, en þá verður leikið í Tyrklandi. Guðmundur Ágúst keppir í lok apríl í Tönder í Danmörku á Nordic Tour atvinnumótaröðinni – ásamt Andra Björnssyni og Haraldi Franklín en þeir eru allir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 10:00
LPGA: Ólafía á +4 e. 1. dag í Kaliforníu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf keppni í gær á Hugel-JTBC LA Open, sem er 7. mótið, sem hún tekur þátt í, á þessu keppnistímabili á LPGA mótaröðinni í ár, þ.e. sterkustu mótaröð heims!!! Ólafía Þórunn lék 1. hring á 4 yfir pari, 75 höggum og er T-96 af 144 keppendum. Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 2 fugla, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Hún verður að eiga býsna góðan hring í dag til þess að komast í gegnum niðurskurð, sem þessa stundina er miðaður við 2 yfir pari eða betra. Sem stendur er Ólafía Þórunn í 113. sæti stigalistans, en hún þarf að vera í 100. sæti til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 08:00
LET: Valdís Þóra T-5 á Lalla Meryem e. 1. dag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir byrjaði vel á Lalla Meryem Cup á LET Evrópumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó. Íslandsmeistarinn 2017 lék á einu höggi undir pari eða 71 höggi og er T-5, eða jöfn 7 öðrum í 5. sæti. Nicole Garcia frá Suður-Afríku er efst á 4 undir pari, 68 höggum. Sjá má stöðuna á Lalla Meryem með því að SMELLA HÉR: Fyrsti keppnisdagurinn var í gær, Sumardaginn fyrsta, 19. apríl og verða leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum. Úrslitin ráðast því sunnudaginn 22. apríl. Mótið í Marokkó er sjötta mótið á þessu tímabili á LET Evrópumótaröðinni og hefur Valdís Þóra keppt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 20:00
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar luku keppni í 11. sæti á Old Waverly

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette háskólanum tóku þátt í Old Waverly mótinu. Mótið fór fram dagana 14.-15. apríl s.l. í Old Waverly GC, á West Point, Mississippi. Björn Óskar lék á 14 yfir pari, 230 höggum (82 77 71) og varð T-51. The Ragin Cajuns luku keppni í 11. sæti. Næsta mót Björns Óskars og The Ragin Cajun er 22. apríl nk. í Destin, Flórída.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 18:00
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og félagar T-5 í Conneticut

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany tóku þátt í Hartford Women´s Invitational, dagana 14.-15. apríl sl. Mótið fór fram í Tumble Brook CC í Bloomfield, Conneticut. Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum. Aðeins var spilaður einn hringur og lék Helga Kristín á 83 höggum og varð T-39. Lið Helgu Kristínar Albany hafnaði jafnt í 5. sæti mótsins. Næsta mót Helga Kristínar og Albany er 20. apríl n.k. en það er MAAC svæðismótið. Aðalfréttagluggi: Helga Kristín Einarsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany. Helga Kristín er lengst t.v.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Matteo Manassero – 19. apríl 2018

Það er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem er afmæliskylfingur dagins. Manasero er fæddur 19. apríl 1993 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Manassero spilar á Evrópumótaröðinni. Golf 1 hefir kynnt afmæliskylfing dagsins í 4 greinum, sem rifja má upp með því að smella á eftirfarandi: MANASSERO 1; MANASSERO 2; MANASSERO 3; MANASSERO 4; MANSSERO 5. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elías Magnússon, GK, 19. apríl 1939, (79 ára); Páll Sævar Guðjónsson, 19. apríl 1970 (48 ára); Valtýr Auðbergsson, 19. apríl 1976 (42 ára); Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun, 19. apríl 1994 (24 ára); Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

