Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (6)

Ung kona var í golftíma og hafði rétt byrjað að spila 1. hring sinn þegar hún var stungin af býflugu. Hún fann svo til að hún ákvað að fara heim, með viðkomu í klúbbhúsinu og fá læknisaðstoð. Golfkennarinn hennar sá að hún var að fara og spurði hana: „Þú ert komin aftur svona fljótt, hvað er að?“ „Ég var stungin af býflugu,“ svaraði konan. „Hvar?“ spurði kennarinn. „Milli 1. og 2. holu,“ var svarið. Golfkennarinn kinkaði koli og sagði: „Staðan þín er of gleið!„


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2018 | 18:00

Dýr á golfvöllum: Þrífótur

Það er mikið af krókódílum við og á TPC Louisiana golfvellinum, en mót vikunnar á PGA Tour, Zurich Classic fer einmitt fram þar. Einn krókódíllinn stendur skör framar en aðrir … og það jafnvel þó hann sé aðeins á 3 fótum: Þrífótur (eða Tripod upp á ensku).   Golfáhugamenn fá að fylgjast með Þrífót einu sinni á ári á þessu móti, en hann á það til að vappa yfir brautir þegar minnst varir og vekur alltaf mikla athygli. Hann hefir verið fastur liður á Zurich Classic allt frá árinu 2004, þegar TPC Louisiana opnaði. Aðeins Þrífótur veit hvernig hann missti hægri framlöpp sína, en menn geta sér til að það Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Otaegui og Wallace leiða í Kína – Hápunktar 3. dags

Adrian Otaegui frá Spáni og Englendingurinn Matt Wallace eru efstir og jafnir á Volvo China Open, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Otagui og Wallace hafa  spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum; Otaegui (68 69 67) og Wallace ( 65 70 69). Alexander Björk frá Svíþjóð (67), Julien Guerrier frá Frakklandi (68) og Jorge Campillo frá Spáni (68) deila 3. sætinu (í hornklofa er skor frá 3. hring). Mótið fer fram á Topwin Golf & CC í Pekíng, Kína. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Ríkharðsson – 28. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Ríkharðsson, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og á því 33 ára afmæli í dag. Þór er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Þór var fyrir ári á besta skorinu (71 glæsihöggi) í afmælismóti Golfklúbbs Sandgerðis, sem þá fagnaði 30 ára merkisafmæli sínu … en Þór er 1 ári eldri en klúbburinn!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið, hér fyrir neðan: Þór Ríkharðsson 28. apríl 1985 (33 ára afmæli – Innilega til hamingju Þór!!!) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Johannsson, f, 28. ágúst 1931 – d. 1. október 2011); Þorsteinn R. Þórsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía úr leik í Kaliforníu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék á parinu á öðrum keppnisdeginum á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu sem hófst fimmtudaginn 26. apríl. Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 149 höggum (77-72), en það dugði ekki til. Niðurskurður var miðaður við samtals 2 yfir pari eða betra. Við þetta færist Ólafía niður í 118. sæti á stigalista LPGA, en hún þarf að vera meðal 100 efstu til þess að halda spilarétti sínum á LPGA. Mótið er nýtt á keppnisdagskrá LPGA mótaraðarinn en leikið er á Merced Golf Club í Daly City í San Francisco. Til þess að sjá stöðuna á LPGA MEDIHEAL Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel úr leik

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, kepptii á Turkish Airlines Challenge mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Hann lék samtals á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (75 71) og bætti sig um 4 högg frá deginum áður. Axel náði ekki niðurskurði, sem miðaður var við samtals 4 undir pari, eða betra. Efstur fyrir lokahringinn er danski kylfingurinn Joachim Hansen á samtals 12 undir pari. Sjá má stöðuna á Turkish Airlines Challenge með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst og Haraldur hafa lokið keppni í Danmörku

Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hófu keppni í gær á Bravo Tours Open mótinu, en mótið er hluti Nordic Golf League. Mótið stóð dagana 25.-27. apríl og lauk því í dag. Það fór fram á Enjoy Resorts – Rømø Golf Links, í Danmörku. Guðmundur Ágúst lauk keppni T-43, en hann lék á samtals á 11 yfir pari, 227 höggum (75 76 76). Haraldur Franklín lauk keppni T-50, en hann lék samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (77 73 78). Andri Þór  komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Til þess að sjá lokastöðuna á Bravo Tours Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Borg Dóra Benediktsdóttir – 27. apríl 2018

Það er Borg Dóra Benediktsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Borg Dóra er fædd 27. apríl 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska Borg Dóru til hamingju með afmælið. Borg Dóra Benediktsdóttir · 20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Warren Kenneth Wood, 27. apríl 1887 – d. 27. október 1926; Leo Diegel, 27. apríl 1899 – d. 8. maí 1951; David K. Oakley, 27. apríl 1945 – d. 2. júlí 2006; Stefán Jóhannesson, 27. apríl 1962 (56 ára); Lilja Þorsteinsdóttir, 27. apríl 1969 (49 ára); Friðmey Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 05:00

LPGA: Ólafía á 77 e. 1. dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur nú þátt í 8. móti sínu á LPGA mótaröðinni. Það nefnist Mediheal Championship og fer fram í Daly City í Kaliforníu. Ólafía Þórunn lék 1. hring á 5 yfir pari, 77 höggum og er T-120 af 144 keppendum. Sem stendur er niðurskurður miðaður  við 1 yfir pari eða betra. Ólafía hefir aðeins komist tvívegis í gegnum niðurskurð það sem af er keppnistímabils og virðist vera í lægð sem stendur. Vonandi er að úr rætist!!! Til þess að sjá stöðuna á Mediheal Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2018 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á +3 e. 1. dag

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hóf í dag keppni á Turkish Airlines Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 2 fugla og 5 skolla. Axel er sem stendur T-124 þ.e. deilir 124. sætinu af alls 156 kylfingum. Skorið verður niður eftir 2. hring á morgun. Efstir eftir 1. dag eru 7 kylfingar, þ.á.m Kim Koivu frá Finnlandi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu,  en þeir hafa allir spilað 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Turkish Airlines Challenge með því að SMELLA HÉR: