Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og félagar í Kent State í 1. sæti á MAC Championship

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State sigruðu á MAC Championship. Mótið fór fram dagana 27.-29. apríl 2018 í Sycamore Hills golfklúbbnum, í Fort Wayne, Indiana. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Bjarki varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem er stórglæsilegt!!! Hann var með silfurskor upp á 8 yfir pari, 296 högg (70 78 77 71). Gísli varð T-14 á 18 yfir pari, 306 höggum (76 77 76 77). Lið Kent State sigraði, eins og segir, sem er frábær endir á keppnistímabilinu. Til þess að sjá lokastöðuna á MAC Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 12:13

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar luku keppni í 14. sæti á Big Ten Champ.

Rúnar Arnórsson og félagar í University of Minnesota tóku þátt í Big Ten Championship, sem fram fór dagana 26.-29. apríl sl Mótið fór fram í The Baltimore Country Club, í Maryland. Rúnar lauk keppni T-47 og var með skor upp á 14 yfir pari, 224 höggum (77 68 79) í einstaklingskeppninni af 70 þátttakendum. Rúnar var á besta skori liðs Minnesota. Lið University of Minnesota lauk keppni í 14. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku. Til þess að sjá lokastöðuna á Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 11:30

203 kylfingar keppa í 3 mótum 1. maí 2018!

Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 8 mánuðir til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist. 1. maí fagnar landsmönnum hér fyrir sunnan með sólskini og 3-4° hita og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag. Það eru a.m.k. 203 (196 + 6 + 1 ) kylfingar, sem munu munda kylfuna í 3 mótum í dag: 196 eru skráðir til keppni í „1. maí mót GM og Ecco“ þar af 31 kvenkylfingur. 6 eru skráðir í 1. maí mót GBO þ.e. Golfklúbbs Bolungarvíkur, þar af enginn kvenkylfingur. 1 eru skráður í 1. maí mótið einsmanns Texas Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2018 | 18:00

Ólafía: „Þarf að minnka væntingarnar“

„Á fyrstu sjö mótunum á þessu ári hafa hlutirnir gengið upp og niður hjá mér. Stundum hefur þetta verið mjög erfitt. Við höfum verið að skoða þetta utanfrá og reynt að greina hlutina. Ég er á sama stað og í fyrra á LPGA mótaröðinni. Ástandið er því ekkert alvarlegt og vonandi hef ég lært eitthvað á undanförnum vikum,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við golf.is. Ólafía hefur nú leikið í 8 mótum á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili og komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur þeirra. Íþróttamaður ársins 2017 segir að stærsta verkefnið sé að ná betri tökum á hugarfarinu og stjórna væntingunum. „Tæknilega er ég í ágætum málum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elín Guðmunds- dóttir og Ólöf Agnes Arnardóttir- 30. apríl 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Elín Guðmundsdóttir og Ólöf Agnes Arnardóttir. Elín er fædd 30. apríl 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Elínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elín Guðmundsdóttir  – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Ólöf Agnes Arnardóttir. Ólöf Agnes er fædd 30. apríl 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Ólöf Agnes er í Golfklúbbnum Oddi. Hún spilaði í fyrsta sinn í meistaraflokk í meistaramóti GO 2017 og náði þar þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu. Flottur kylfingur hún Ólöf Agnes!!! Ólöf Agnes Arnardóttir – Innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2018 | 12:00

Frægir kylfingar: Cheryl Ladd spilar eins og engill

Cheryl Ladd er einn af upprunalegum englum Charlies.  Flestir af yngri lesendunum kannast kannski ekki við hana heldur aðeins nýrri útgáfuna af “Charlies Angels” með þeim Drew Barrymore, Cameron Diaz og Lucy Liu í aðalhlutverkum. Við sem eldri erum munum hins vegar eftir upprunalegum englum Charlies; Jaclyn Smith, Heather Locklear og Cheryl Ladd. En Cheryl Ladd hefir ekki aðeins leikið engil, hún spilar líka golf eins og engill. Cheryl hefir spilað golf í 35 ár, segist hafa byrjað í golfi árið 1983. Hún hefir verið dugleg að taka þátt í Pro-Am mótum stjarnanna og hefir m.a. spilað á Pro-Am mótinu á Pebble Beach. Eins er Cheryl dugleg að taka þátt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2018 | 09:00

PGA: Piercy & Horschel sigvegarar Zurich Classic

Bandarísku kylfingarnir Billy Horschel og Scott Piercy sigruðu á Zurich Classic of New Orleans, á TPC Louisiana, í Avondale, Louisiana. Samanlagt sigurskor þeirra var 22 undir pari, 266 högg (65 73 61 67). Að sigurlaunum hlutu þeir $1.036.000 og 400 FedEx stig. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Horschel & Piercy urðu Jason Dufner og Pat Perez á samtals 21 undir pari (66 72 61 68). Til þess að sjá lokastöðuna á  Zurich Classic of New Orleans SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings  Zurich Classic of New Orleans SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2018 | 07:00

Siðareglur golfsins

Nú þegar golfvertíðin íslenska er innan seilingar er ekki úr vegi að rifja upp siðareglur golfsins. Sjá má eldra en alveg ágætt myndskeið þar sem írski kylfingurinn Pádraig Harrington fer yfir siðareglurnar. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2018 | 07:00

Evróputúrinn: Alexander Björk sigraði á Volvo China Open

Sænski kylfingurinn Alexander Björk sigraði á Volvo China Open. Sigurskor Björk var 18 undir pari, 270 högg (66 72 67 65). Fyrir sigurinn hlaut Björk € 433,333. Í 2. sæti varð Adrian Otaegui frá Spáni, sem var búinn að vera í forystu mestallt mótið, en hann lauk keppni á samtals 17 undir pari, 1 höggi á eftir Björk. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Geirsson – 29. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Geirsson. Hann er fæddur 29. apríl 1993 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Gauti er í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ). Komast má á facebook síðu Gauta hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gauti Geirsson – 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Lawrence Miller, 29. apríl 1947 (71 árs); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (46 ára); Jóhannes Óli Ragnarsson, 29. apríl 1982 (36 ára) Lesa meira