Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryndís María Ragnarsdóttir – 4. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Bryndís María Ragnarsdóttir. Hún er fædd 4. maí 1995 og á því 23 ára afmæli í dag. Bryndís er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Bryndísar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Bryndís María Ragnarsdóttir, GK – 23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Ross „Sandy“ Somerville, f. 4. maí 1903 – d. 17. maí 1991; Betsy Rawls, 4. maí 1928 (90 ára STÓRAFMÆLI!!!); Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, GK, 4. maí 1959 (59 ára); Jyoti Randhawa, 4. maí 1972 (46 ára – Indverskur); Rory McIlroy, 4. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 12:00

Betsy Rawls 90 ára

Elizabeth Earle „Betsy“ Rawls fæddist í Spartansburg, í S-Karólínu, í dag fyrir 90 árum, þ.e. 4. maí 1928, og ólst upp í Arlington, Texas. Hún var í University of Texas. Betsy var mjög óvanaleg af afrekskylfingi að vera, en hún hóf að spila golf fremur seint eða 17 ára. Hún sigraði í Texas Amateur 1949 og 1959. Hún sigraði einnig  á Trans-National mótinu 1949 og á  Broadmoor Invitational 1950. Árið 1950, varð hún í 2. sæti á U.S. Women’s Open as an amateur. Árið 1951 gerðist Rawls atvinnukylfingur og hóf keppni á LPGA. Hún vann strax mót á nýliðaári sínu þar, þ.e. Sacramento Women’s Invitational Open. Alls sigraði Rawls í 55 LPGA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 06:00

Ólafía og Cheyenne í Dallas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þessa vikuna þátt í Volunteers of America (oft stytt í VOA) LPGA Texas Classic mótinu. Skólasystir hennar og liðsfélagi úr Wake Forest, frænka Tigers, Cheyenne Woods, tekur einnig þátt í mótinu. Þær vinkonurnar brugðu sér á 12.000 sæta leikvang „The Dallas Cowboys“ ruðningsboltaliðs Dallas. Á Twitter síðu Cheyenne stendur: „It’s great to be back in Texas for @VOATexasLPGA! Thank you @dallascowboys for having us at @thestarinfrisco“ (Lausleg þýðing: „Það er frábært að vera aftur í Texas á @VOATexasLPGA! Takk fyrir @dallascowboys að taka á móti okkur í  @thestarinfrisco (leikvangur Dallas Cowboys).) Alltaf gaman þegar þær vinkonur hittast!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 23:59

PGA: Peterson efstur á Wells Fargo – Hápunktar 1. dags

Það er John Peterson sem tekið hefir forystu á PGA Tour móti vikunnar, Wells Fargo. Að venju fer mótið fram í Charlotte, N-Karólínu. Peterson lék á 6 undir pari, 65 höggum. Fimm kylfingar deila 2. sætinu, allir 2 höggum á eftir Peterson, á 67 höggum,  en það eru: Tyrrell Hatton frá Englandi og Bandríkjamennirnir Peter Malnati, Johnson Wagner, Keith Mitchell og Kyle Stanley. Enn öðru höggi á eftir er hópur 10 kylfinga, sem spilaði á 68, en þeirra á meðal er Rory McIlory. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 22:00

Evróputúrinn: Golf Sixes mótið fer fram um helgina!

Hið mjög svo nýstárlega mót Golf Sixes fer fram í 2. skiptið nú um helgina, en að venju etja kappni 16 tveggja manna lið. Fyrri daginn er liðunum skipt í 4 riðla og halda 2 efstu lið úr hverjum riðli áfram næsta dag, þar sem fram fer hefðbundin 8 liða útsláttakeppni; síðan 4 liða undanúrslit og síðan keppt um 1. og 3. sætið. Spilað er með Greensome leikfyrirkomulagi, þ.e. báðir leikmenn liðs slá teighögg síðan er betri boltinn valinn og síðan slá leikmenn til skiptis. Fyrri daginn eru spilaðar 6 holur og 1 stig gefið fyrir hverja holu sem vinnst. Að loknum 6 holum eru liðunum gefin eftirfarandi stig: 3 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 21:00

Nordic Golf League: Haraldur náði niðurskurði á Willis Towers Watson Masters!

GR-ingarnir og atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús taka þátt í Willis Towers Watson Masters mótinu. Mótið fer fram í Langesø Golf, í Morud, 15 km norðvestur af Óðisvéum í Danmörku. Leikfyrirkomulag mótsins er Modified Stableford þannig að albatross gefur 8 stig, örn 5 stig, fugl gefur 2 stig, par gefur ekkert stig, skolli er -1 og skrambi -3. Haraldur er með 7 stig eftir tvo keppnisdaga og komst hann  einn íslensku kylfinganna gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 30 efstu kylfinga mótsins. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Lokahringur mótsins fer fram á morgun.


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 20:00

LPGA: Ólafía hóf ekki keppni í Texas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf ekki leik í Volunteers of America LPGA Texas Classic mótinu vegna óveðurs. Voru öll skor dagsins, þ.e. sú 1 klukkustund og 9 mínútur sem spilað var, strokuð út. Mun keppni því hefjast föstudagsmorguninn (í Texas). Ótrúlega mikill vindur var í Old American golfklúbbnum, í The Colony,  þar sem mótið fer fram í Texas og náðu sumar vindhviður 30 mílum á klukkustund þ.e. 48 km/klst. Golfboltarnir meira en hreyfðust á flöt og fuku um stundum meira en 5 metra. Aðstæður voru gríðarlega erfiðar og mun Ólafía því ekki hefja keppni, eins og segir, fyrr en föstudagsmorguninn í Texas.


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel og Birgir á +3 1. dag

Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hófu í dag leik á Challenge de España, en það er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Báðir léku á 3 yfir pari, 75 höggum og eru jafnir í 97. sæti þ.e. T-97 ásamt 13 öðrum kylfingum. Bæði Axel og Birgir voru með ansi skrautlegt skorkort; Axel fékk 6 fugla, 3 skolla og 3 tvöfalda skolla; Birgir var með 5 fugla, 4 skolla og 2 tvöfalda skolla. Efstur eftir 1. dag er Cormac Sharvin frá Norður-Írlandi, en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum, skilaði glæsilegu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum. Sjá má stöðuna í Challenge de España með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freydís Eiríksdóttir – 3. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Freydís Eiríksdóttir, GKG. Freydís er fædd 3. maí 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu Freydísar hér að neðan Freydís Eiríksdóttir – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (84 ára); Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (70 ára STÓRAMÆLI!!!); Jóhanna Leópoldsdóttir, 3. maí 1956 (62 ára); Jóhann Friðbjörnsson, 3. maí 1959 (59 ára);  CrossFit Hafnarfjordur (44 ára); Leikfélag Hólmavíkur (37 ára); Steina List …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 10:00

LPGA: Ólafía hefur keppni í dag!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur keppni í kvöld á Volunteers of America LPGA Texas Classic. Mótið fer fram á The Colony í Texas. Í ráshóp Ólafíu Þórunnar eru Brianna Do (sjá má kynningu á Do með því að SMELLA HÉR:) og Lauren Coughlin (sjá má kynningu á Coughlin með því að SMELLA HÉR:) Þetta er 9. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni á þessu keppnistímabili, en hún hefir aðeins komist í gegnum niðurskurð í 2 skipti, það sem af er. Vonandi er að Ólafíu gangi sem allra best í kvöld og morgun og hún komist gegnum niðurskurðinn í þetta sinn!!! Hún er dottin niður í 120. sætið á stigalista LPGA, en Lesa meira