Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 12:00
GÞ: Benedikt á besta skorinu á Black Sand Open

45 luku keppni á Black Sand Open hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar 5. maí sl. þar af 5 kvenkylfingar. Leikfyrirkomulag var hefðbundið; keppt í höggleik og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppninni. Á besta skori Black Sand Open var Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbnum Keili. Hann lék Þorlákshafnarvöll á 1 yfir pari, 72 höggum. Í efstu 3 sætunum í punktakeppninni urðu: 1. sæti Elmar Ingi Sighvatsson, GVS, 37 punktar; 2. sæti Anton Freyr Karlsson, GV, 36 punktar og 3. sæti Svanur Jónsson, GÞ, 35 punktar. Heildarúrslit í höggleiknum voru eftirfarandi: 1 Benedikt Sveinsson GK 1 F 35 37 72 1 72 72 1 2 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 10:00
GBO: Baldur Ingi sigraði á 1. maí mótinu

Þann 1. maí sl. fór fram fyrsta golfmót sumarsins á Syðridalsvelli þeirra Bolvíkinga. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og voru þátttakendur 7. Baldur Ingi Jónasson úr Golfklúbbi Ísafjarðar sigraði með 36 punkta (19 á fyrri og 17 á seinni 9). Heildarúrslit urðu eftirfarandi: 1 Baldur Ingi Jónasson GÍ 6 F 19 17 36 36 36 2 Wirot Khiansanthia GBO 8 F 18 17 35 35 35 3 Vilhjálmur V Matthíasson GÍ 16 F 14 18 32 32 32 4 Kristinn Þórir Kristjánsson GÍ 6 F 14 16 30 30 30 5 Guðbjörn Salmar Jóhannsson GÍ 11 F 14 16 30 30 30 6 Unnsteinn Sigurjónsson GBO 8 F 16 11 27 27 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 08:00
GK: Guðbjartur og Arnaldur taka við af Bjarna á Hvaleyrarvelli

Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri Hvaleyrarvallar lét af störfum í lok apríl. Bjarni mun áfram veita Golfklúbbnum Keili faglega ráðgjöf. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Arnaldur Freyr Birgisson munu taka við sem vallarstjórar en þeir hafa unnið með Bjarna s.l. ár á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis. Bjarni er einn reynslumesti gras- og golfvallasérfræðingur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Skagamaðurinn er 37 ára gamall en þrátt fyrir þá staðreynd er hann með 22 ára reynslu í faginu. Bjarni byrjaði ungur að vinna á Garðavelli á Akranesi. Bjarni hefur bætt jafnt og þétt við þekkingu sína í faginu og hefur hann lokið M.Sc. gráðu í grasvallatæknifræði frá Cranfield háskóla á Englandi. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 23:59
PGA: Day sigraði á Wells Fargo

Það var ástralski kylfingurinn Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour – Wells Fargo Championship. Mótið fór að venju fram í Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte, Norður-Karólínu. Sigurskor Day var 12 undir pari, 272 högg (69 67 67 69). Í 2. sæti urðu Nick Watney og Aron Wise, 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari, hvor og einn í 4. sæti varð Bryson DeChambeau á samtals 8 undir pari. Þrír deildu síðan 5. sætinu: Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Peter Uihlein og Englendingurinn Paul Casey, allir á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: Til Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 22:00
LET Access: Guðrún Brá lauk keppni í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í VP Bank Ladies Open, sem var mót vikunnar á LET Access. Hún lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (71 72 76) og varð T-49 Frábært hjá Guðrúnu Brá að komast gegnum niðurskurð, en þetta er með fyrstu skiptum sem hún spilar á LET Access!!! Spilað var í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams í Sviss. Sigurvegari mótsins varð Noemi Jimenez frá Spáni, en hún lék á 12 undir pari, 204 höggum (69 69 66) Sjá má lokastöðuna á VP Bank Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 20:00
Evróputúrinn: Írar sigruðu í Golf Sixes

Það var lið Íra, skipað þeim Paul Dunne og Gavin Moynihan, sem sigraði í Golf Sixes 2018, sem fram fór dagana 5.- 6. maí 2018 í Centurion golfklúbbnum, í St Albans, Englandi. Úrslitaleikurinn að þessu sinni var milli liðs Írlands og liðs Frakka, skipað þeim Mike-Lorenzo Vera og Romain Wattel. Leikurinn um 3. sætið var milli liðs Suður-Kóreu, skipað þeim Soomin Lee og Jeunghun Wang og liðs Ástrala, skiðað þeim Sam Brazel og Wade Ormsby – Lið Suður-Kóreu vann lið Ástrala, 3-0. Áður hafði lið Suður-Kóreu haft betur gegn liði Thaílands 2-1 og Ástralar unnu liðið Konur England 2-0 í fjórðungsúrslitunum. Sjá má hápunkta lokadags Golf Sixes með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 18:00
LPGA: Ólafía varð T-32 á Texas Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á VOA LPGA Texas Classic mótinu T-32, þ.e. jöfn 13 öðrum í 32. sæti. VOA LPGA Texas Classic mótið, fór fram 5.-6. maí 2018, en var stytt í 36 holu mót vegna veðurs. Átta högga sveifla var milli hringja hjá Ólafíu Þórunni – Hún spilaði fyrri hring sinn á glæsilegum 5 undir pari, 66 höggum en seinni hring sinn á 3 yfir pari, 74 höggum og var því samtals á 2 undir pari. Ólafía spilaði hringina hins vegar sleitulaust, þ.e. lauk við að spila næstum 2 hringi á einum degi öfugt við flesta aðra keppendur – átti aðeins eftir 1 holu óspilaði eftir fyrri Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2018

Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ingveldur Ingvarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (72 ára); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (62 ára); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 23:00
LPGA: Ólafía á +1 eftir 9 holur 2. hrings Texas Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er sem stendur að spila 2. hring á VOA LPGA Texas Classic mótinu. Eftir 9 holur á 2. hring er Ólafía á 1 yfir pari, búin að fá 2 skolla (á 1. og 2. holu) og 1 fugl (á 3. holu) en halda jöfnu eftir það. Hins vegar hefir Ólafía aðeins færst niður skortöfluna er sem stendur T-8. Áfram svona Ólafía …. bara 9 holur eftir!!! Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 22:00
LPGA: Mögnuð Ólafía T-3 eftir fyrri dag Texas Classic!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var aldeilis hreint stórglæsileg á 1. hring VOA LPGA Texas Classic!!! Hún lék hringinn á 5 undir pari, 66 höggum og er í 3. sæti fyrir lokarhringinn!!! Æðisleg!!! Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 1 örn, 5 fugla og 2 skolla. Aðeins Jenny Shin og Sung Yun Park frá S-Kóreu léku einu höggi betur en Ólafía Þórunn, sem deilir 3. sætinu með Moriyu Jutanugarn frá Thaílandi. Til þess að sjá stöðuna í VOA LPGA Texas Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

