Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: 3 íslenskir kylfingar úr leik á Master of the Monster

Þrír íslenskir atvinnukylfingar: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti á Nordic Golf League mótaröðinni, sem nefnist Master of the Monster. Fyrirkomulag mótsins var óhefðbundið að því leyti að 72 kylfingar hófu holukeppni og 36 komu áfram næsta dag og spiluðu holukeppni að nýju. Þeir 18 sem uppi stóðu hófu þá 6 riðla 3 manna úrslátta höggleikskeppni og komust bara 6 efstu áfram, sem spila til úrslita á morgun í hefðbundinni höggleikskeppni. Andri Þór og Haraldur Franklín féllu úr keppni eftir 72 manna holukeppnina en Guðmundur Ágúst stóð einn  eftir af Íslendingunum í 18 manna hópnum, en féll úr leik í 18 manna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2018 | 17:00

Evróptúrinn: Birgir keppir á meðal þeirra bestu

Birgir Leifur Hafþórsson er á meðal keppenda á Rocco Forte Open sem fram fer á Sikileyjum á Ítalíu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sem er sterkasta mótaröð Evrópu. Birgir hefur leik kl. 10:45 að íslenskum tíma. Hann er með Maarten Lafeber og Steven Tiley í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Alls hefur Birgir Leifur keppt á 63 mótum á Evrópumótaröðinni frá upphafi og er móti á Sikiley það 64 í röðinni. Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Gal ———— 9. maí 2018

Það er W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sandra er fædd 9. maí 1985 og á því 32 ára afmæli í dag! Foreldrar Söndru heita Jan og Alexandra Gal og er hún einkabarn þeirra. Sandra er mjög listhneigð og fæst við að mála myndir í frítíma sínum. Hún var við nám í University of Florida 2005-2007 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliðinu The Florida Gators. Sandra hefir 1 sinni sigrað á LPGA og finnst mörgum orðið tímabært að hún bæti öðrum sigri við, en hún hefir verið að standa sig mjög vel á mótum á 2015- 2018 tímabilunum og var m.a. í Solheim Cup liði Evrópu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2018 | 18:00

Paulina reið þegar DJ slær golfbolta innanhúss

Dustin Johnson (DJ) nr. 1 á heimlistanum er þegar farinn að æfa golf með eldri syni sínum, Tatum. En það hefir kostað svona hitt og þetta …. af innanstokksmunum, því þeir feðgar elska að spila golf inni. „Ég fer með hann út og við sláum bolta og við sláum líka bolti inni og brjótum svona hitt og þetta,“ sagði DJ í „For The Win“ í síðustu viku. En hvað finnst Paulinu Gretzky um þetta? „Ég passa mig á að spila ekki inni nema að hún sé ekki heima.“ „En hvað gerist þegar hún kemur heim?“ „Hún öskrar á mig.“ Sem betur fer segir DJ hafi ekkert mikilvægt brotnað, ef litið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Raphaël Jacquelin – 8. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Raphaël Jacquelin. Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og á því 44 ára afmæli í dag! Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi, fyrir 23 árum síðan 1995, eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var fyrir 10 árum, árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans á stigalista Evrópumótaraðarinnar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2018 | 12:00

Ryder bikarinn kemur heim til St. Albans

Ryder bikarinn í fortíð og nútíð hittust nú í vikunni í  St Albans, þegar Ryder Cup fyrirliði Evrópu 2018 fór í heimsókn í heimabæ upphafsmanns Ryder bikarins, Samuel Ryder. Heimabær Ryders er St. Albans. Hinn 47 ára Thomas Björn var að keppa á Golf Sixes mótinu í Centurion golfklúbbnum en gerði sér sérstaka ferð til St. Albans til þess að velta sér upp úr sögu Ryder bikarsins, áður en hann og lið Evrópu skrifa næsta kafla í golfsögunni og sögu Ryder bikarsins, þegar lið Björns mætir liði Bandaríkjanna á Le Golf National nk. september. Sögufrægi 17 þummlunga gull Ryder bikarinn var í för með Thomas sem byrjaði ferð sína til St. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 23:00

GHR: Brynja Sigurðardóttir, Sigríður Hannesdóttir og Ágústa Hugrún Bárudóttir sigruðu í Lancôme mótinu!!!

Hið árvissa Lancôme Open fór fram í gær, 6. maí 2018, á Strandarvelli – en þetta mót hefir líkt og 1. maí mót GHR markað upphaf golftímabilsins hjá mörgum kvenkylfingnum í gegnum áraraðir. Færri kvenkylfingar tóku þátt í mótinu en oft áður og einungis 21 kvenkylfingur lauk keppni, en því er eflaust köldu veðri um að kenna, en snjór lá yfir Strandarvelli deginum áður þegar 1. maí mótið átti að fara fram, sem frestað hafði verið til 5. maí. Nú varð enn að fresta því!!! Því nokkuð góð þátttaka miðað við aðstæður að 21 kvenkylfingur víðsvegar af landinu skuli hafa hittst á Hellu! Leikfyrirkomulag var líkt og undanfarin ár punktakeppni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 20:00

Tiger trúir því að sigur sé í nánd

Hinn 42 ára Tiger Woods trúir því að hann sé við það að fara að sigra á fyrsta PGA móti sínu í 5 ár … ef bara hann færi að pútta betur! Þau voru einfaldlega ekki að detta á Quail Hollow, þar sem Wells Fargo mótið fór fram. Tiger virðist hafa tekið framförum á Wells Fargo, en hann var m.a. með skor upp á 3 undir pari, 68 högg á 3. hring. Hann var hins vegar 9 höggum á eftir Jason Day fyrir lokahringinn og ekki að keppa til úrslita, en þessi 6. hringur hans á pari eða betra lofar góðu! „Ég er nálægt þessu,“ sagði Tiger. „Ég er að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 18:00

Guðrún Brá og Valdís Þóra keppa á úrtökumóti f. Opna bandaríska

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið. Keppt er á Buckinghamshire vellinum á Englandi 14. maí n.k. og verða leiknar 36 holur. Fjórir efstu kylfingarnir tryggja sér keppnisrétt á risamótinu sem fram fer í Shoal Creek í Alabama í Bandaríkjunum dagana 29. maí – 3. júní Alls eru 78 keppendur á þessu úrtökumóti. Valdís Þóra endaði í 3.-5. sæti á þessu móti í fyrra. Tveir efstu kylfingarnir í mótinu komust beint inn á Opna bandaríska. Valdís komst í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti til viðbótar – en þar náði hún ekki í gegn. Valdís Þóra Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Craig Wood ———– 7. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Craig Wood.  Hann fæddist 18. nóvember 1901 og dó í dag fyrir 50 árum og á því 50 ára dánarafmæli. Annar frægur sem á dánarafmæli í dag er enginn óþekktari en Seve Ballesteros, en hann dó í dag fyrir 7 árum og er sárt saknað. Craig Wood sigraði í 21 skipti á PGA Tour þar af á 2 risamótum; á Masters 1941 og Opna bandaríska sama ár. Wood var 2. sigurvegari á Masters til þess að deyja, en sá fyrsti var Horton Smith, sem dó 1963. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag (alvöru afmæli) eru : Kathy Ahern 7. maí 1949 – 6. júlí 1996; Lesa meira