Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 18:00
Þórdís Geirs fór holu í höggi!

Þórdís Geirsdóttir í Golfklúbbnum Keili er stödd á Spáni, nánar tiltekið í Alicante, í góðra golffélaga hópi. Þann 10. maí sl. fór hún holu í höggi!!! Ásinn kom á par-3 14. holu Levante vallarins í Meliá Villaitana – Sjá má glæsilegan völlinn holu fyrir holu með því að SMELLA HÉR: Levante völlurinn er par-72, 6576 metra og 14. holan er 85 m af rauðum og 102 m af gulum. Golf 1 óskar Þórdísi innilega til hamingju með draumahöggið!!! Í aðalfréttaglugga: Þórdís Geirs, GK.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Elsa Björk Knútsdóttir – 12. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Elsa Björk Knútsdóttir. Elsa Björk er fædd 12. maí 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Elsu Björk hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn Elsa Björk Knútsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið1!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jenetta Bárðardóttir, 12. maí 1949 (69 ára); Amy Benz, 12. maí 1962 (56 árs); Steven Conran, 12. maí 1966 (52 ára); Andrew Coltart, 12. maí 1970 (48 ára); Mike Malizia, 12. maí 1970 (48 ára); Jim Furyk 12. maí 1970 (48 ára); Mike Weir 12. maí 1970 (48 ára); Guðrún Gerður Steindórsdóttir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 10:00
Dagur í lífi Rickie Fowler

Nýjasta auglýsing Puma ber heitið „Smart life“ Rickie Fowler er með auglýsingasamning við Puma og er hann því í aðalhlutverki í auglýsingunni. Auglýsingin á að sýna dag í lífi Rickie, með áherslu á smart líferni hans, smart hús, bíl og kylfur m.a. Hann sést m.a. á golfvellinum með golfkennaranum Claude Harmon III. Reyndar hefur „smart“ líkt og flestir vita aðra þýðingu á ensku en á íslensku og þýðir ekki „töff“ eða „flottur“ eins og á íslensku heldur „klókur“ eða „vitur“. Hvað sem því líður má sjá Smart Life auglýsingu Puma með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir – 11. maí 2018

Það er Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður GK sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðbjörg Erna er fædd 11. maí 1975 og á því 43 ára afmæli í dag!!! Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir (43 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar eru: Aðalheiður Jörgensen, 11. maí 1956 (62 ára); Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, 11. maí 1962 (56 ára); Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (55 ára); Andrew Bonhomme (ástralskur kylfingur), 11. maí 1972 (46 árs); Michael Jancey „Briny“ Baird, 11. maí 1972 (46 ára); Ji Hyun Suh, 11. maí 1975 (43 ára); Juvic Pagunsan, 11. maí 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Ashleigh Ann Simon, 11. maí 1989 (26 ára); Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2018 | 11:00
Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í gær keppni á Rocco Forte Open, sem er hluti Evrópumótaraðarinnar. Mótið fer fram dagana 10.-13. maí 2018 í Agrigento á Sikiley. Birgir Leifur lék á 72 höggum í gær og 76 höggum í dag eða samtals á 6 yfir pari, 148 höggum. Þó margir eigi eftir að ljúka 2. hring á Rocco Forte er ljóst að Birgir Leifur nær ekki niðurskurði, en hann er sem stendur í 126. sæti og niðurskurður miðaður við 1 yfir pari eða betra. Fylgjast má með gangi mála á Rocco Forte með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2018 | 09:00
PGA: 6 efstir á Players e. 1. dag

Það eru þeir Dustin Johnson (DJ), Webb Simpson, Alex Norén, Chesson Haddley, Matt Kuchar og Patrick Cantlay, sem deila efsta sætinu á The Players 2018 mótinu sem hófst í gær. Allir framangreindu hafa spilað á 6 undir pari, 66 höggum. Í 7. sæti er annar 6 kylfinga hópur þar sem m.a. er í Steve Stricker, en ekki hefir sést til hans lengi. Sjá má stöðuna að öðru leyti á The Players með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á The Players með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Tómas Freyr Aðalsteinsson – 10. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Tómas Freyr Aðalsteinsson. Tómas Freyr er fæddur 10. maí 1983 og á því 35 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Tómas Freys til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Tómas Freyr Aðalsteinsson – 35 ára- Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, (10. maí 1927-10. júlí 2008); Sævar Gestur Jónsson, 10. maí 1955 (63 ára); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (54 ára); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (51 árs); Gunnar Þór Jóhannsson, GS, 10. maí 1982 (36 ára); Darry Lloyd, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2018 | 12:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á +6 á Opna portúgalska

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, hóf í dag keppni á 56°Open de Portugal@Morgado Golf Resort. Spilað er á Morgado golfstaðnum, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur. Axel lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum. Hann fékk 2 fugla, 4 skolla og 2 skramba. Sjá má stöðuna á 56°Open de Portugal@Morgado Golf Resort með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2018 | 10:00
LPGA: Ný liðakeppni næsta sumar

The Ladies Professional Golf Association (LPGA) og The Dow Chemical Company (Dow) tilkynntu í dag um nýja liðakeppni á LPGA mótaröðinni, sem fram mun fara í Great Lakes Bay Region í Michigan næsta sumar. Nýja mótið mun fara fram í Midland Country Club og standa frá 17.-20. júlí 2019. Ný keppnisfyrirkomulög virðast vera vinsæl á stóru mótaröðunum sem stendur. Skemmst er að minnast GolfSixes á Evróputúrnum. The Dow Great Lakes Bay Invitational eins og mótið heitir mun vera með keppnisfyrirkomulag sem er óhefðbundið. Þetta er 72 holu höggleikskeppni þar sem 72 tveggja manna lið keppa bæði í fjórmenningi og fjórbolta og verðlaunaféð er býsna hátt fyrir kvenmótaröð eða $2 milljónir. Miðaverð inn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2018 | 20:00
PGA: Tiger, Mickelson og Fowler saman í ráshóp á Players

The Players, oft nefnt 5. risamót karlagolfsins, hefst á morgun. Einn ráshópur öðrum fremur vekur sérstaka athygli en það er ráshópur Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler. Á blaðamannafundi tók Tiger þátt í skemmtilegri orðræðu þar sem stjörnurnar gömlu, hann og Phil voru að munnhöggvast öðrum til skemmtunar. „Ég veit ekki, en ég held að hann vilji keppa við mig,“ sagði Phil m.a. „Hversu oft höfum við sigrað á túrnum?“ svaraði Tiger kerskni Phil, en Tiger hefir sigrað 79 sinnum meðan að Phil hefir „aðeins“ unnið 43 sinnum. Og einn lukkunar pamfíll fær að spila með þeim … Rickie Fowler. Það er sjaldan sem Rickie, einn af vinsælustu Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

