Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2018 | 08:00

PGA: Arnarpútt Na högg 4. dags AT&T

Það var Kevin Na sem átti högg lokahringsins á AT&T Byron Nelson mótsins. Þetta var 83 feta (u.þ.b. 27 metra) langt pútt, sem kom á par-5 14. holu Trinity Forest golfvallarins í Dallas, Texas. Ótrúlega flott!!! Sjá má arnarpútt Na með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2018 | 01:00

PGA: Wise sigraði á AT&T

Það var bandaríski kylfingurinn Aaron Wise, sem sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu, móti vikunnar á PGA Tour. Wise lék á samtals 23 undir pari, 261 höggi (65 63 68 65). Wise er ungur og fremur óþekktur kylfingur og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Wise er aðeins 21 árs. Þetta er fyrsti sigur Wise á PGA Tour, en hann varð í 2. sæti á Wells Fargo mótinu fyrir 2 vikum og hlaut þá stærsta launatékka, fyrir 2. sætið, sem hann hafði fengið í golfinu til þessa eða  $677,600. Í 2. sæti varð Ástralinn Marc Leishman, sem búinn var að vera í forystu allt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2018 | 20:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-9 í Svíþjóð

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, tóku þátt í Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu, . Leikið var á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni. Guðmundur Ágúst var sá eini af íslensku keppendunum, sem komst í gegnum niðurskurð. Hann lauk keppni í 9. sæti; lék samtals á 7 undir pari, 206 höggum (67 71 68). Glæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Otaegui sigurvegari Belgian Knockout

Það var spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, sem stóð uppi sem sigurvegari á Belgian Knockout í dag. Í fjórðungsúrslitunum hóf Otaegui daginn á því að sigra landa sinn Jorge Campillo og komst því í undanúrslit. Þar sigraði Otaegui, Skotann David Drysdale og því ljóst að hann væri að keppa til úrslita við Frakkann Benjamin Herbert. Þá viðureign vann Otaegui og stóð því uppi sem sigurvegari! Til þess að sjá hápunkta lokadags Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Belgian Knockout með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bylgja Dís Erlingsdóttir – 20. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Bylgja Dís Erlingsdóttir, GSG. Bylgja Dís er fædd 20. maí 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið Bylgja Dís Erlingsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dave Hill, 20. maí 1937- d. 27. september 2011 (bróðir Mike Hill, f. 27. janúar 1939) Vann Harry Vardon skjöldinn ´69; Geir Jónsson, 20. maí 1964 (54 ára); Liselotte Neumann, 20. maí 1966 (52 árs); David Smail, 20. maí 1970 (48 ára); Hilmar Ingi, 20. maí 1975 (43 ára); Þórunn Ósk Haraldsdóttir, 20. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 23:00

PGA: Leishman og Wise deila forystunni AT&T – Hápunktar 3. dags

Þeir Marc Leishman, frá Ástralíu og bandaríski kylfingurinn Aron Wise deila forystunni fyrir lokahring AT&T Byron Nelson Championship, sem fram fer í Trinity Forest golfklúbbnum í Dallas, Texas. Báðir hafa spila á samtals 17 undir pari, hvor, Leishman (61 66 69) og Wise (65 63 68). Í þriðja sæti eru þeir Kevin Na og Matt Jones, höggi á eftir, báðir á 16 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: 3 Frakkar og 2 Spánverjar í 8 manna úrslitum Belgian Knockout

Í dag hófst útsláttakeppnin í Belgian Knockout, en mótið fer fram í Rinkven International GC í Antwerpen í Belgíu. Eftir hefðbundna 2 daga höggleikskeppni hófu efstu 64 útslátta höggleikskeppni í dag, á 3. keppnisdegi. Fyrst kepptu 32 liðstvenndir þannig að eftir 9 holu höggleik stóðu aðeins þeir 32 eftir sem voru á betra skori en andstæðingurinn. Það sama endurtók sig með þá 32 sem eftir stóðu, þeir spiluðu í 16 manna liðstvenndum enn á ný 9 holu höggleik þannig að eftir stóðu 16, sem aftur spiluðu 9 holu höggleik, þannig að eftir stóðu eftirfarandi 8, sem keppa til úrslita í Belgian Knockout á morgun. Þetta eru þeir David Drysdale frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ingjaldur Valdimarsson. Ingjaldur er fæddur 19. maí 1961 og því 57 ára í dag. Ingjaldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Ingjaldur Gjalli Valdimarsson (57 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vilborg Ingvaldsdottir, 19. maí 1952 (66 ára); Michael Dean Standly 19. maí 1964 (54 árs); KJ Choi 19. maí 1970 (48 ára); Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (48 ára); Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum, 19. maí 1993 (25 ára); Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, 19. maí 1994 (24 árs) ….. og …….. Fatasíða Á Akureyri Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 14:00

Fyrsti og síðasti ásinn!

Hinn 93 ára Ben Bender frá Ohio hefir spilað golf í meira en 65 ár. Í sl. mánuði var hann að spila á Green Valley golfvellinum í Zanesville í Ohio þegar …. hann fór holu í höggi. Þegar hann hafði slegið og horft í forundran á eftir bolta sínum fara beint ofan í holu fór mjöðmin að þjaka hann, en vegna þrálátra verkja í henni hafði hann ákveðið að þetta yrði síðasti golfhringurinn. „Guð vissi“ sagði hann í viðtali við The Zanesville Times Recorder .. að þetta yrði síðasti hringur hans og því gaf hann honum ás! Við ásinn notaði Bender 5-tré. Þetta er fyrsti og síðasti ásinn á feril Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 12:00

Fékk ás og sagði já!

Jeff Scholtz hafði ákveðið að biðja kærustu sinnar, Hayley Milbourn á  17. holu Austur-vallar Baltimore Country Club þar til að… hún fór holu í höggi á 13. holu vallarins. Þá varð hann að vera snar í snúningum …. og bera upp bónorðið fyrr en ætlað var …. og hún sagði já!!! Spurning hvað er meira spennandi að fá ás … eða bónorð frá manni, sem maður elskar? Hayley Milbourn, 29 ára, frá Baltimore, Maryland. og Jeff Scholtz, 31 ára, frá  Darien, Conneticut hafa nú nóg að segja barnabörnum sínum, þegar þar að kemur, um daginn sem afi bað ömmu 🙂 Hayley og Jeff búa í New York en höfðu ferðast Lesa meira