Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Vigdís Arnardóttir – 26. maí 2018

Það er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jóhanna Vigdís fæddist 26. maí 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóhönnu Vigdísar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Jóhanna Vigdís Arnardóttir (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason (64 ára); Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (59 ára); Hans Guðmundsson, 26. maí 1961 (56 ára); Jamie Spence, 26. maí 1963 (55 ára); Gunnar Hansson (47 ára); Herborg Arnarsdóttir, GR, 26. maí 1975 (43 ára); Andri Már Óskarsson, GHR, 26. maí 1991 (27 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 14:00
Evróputúrinn: Golfbolti Rory hittir áhanganda – Myndskeið

Það er ótrúlegt þegar horft er á golf í sjónvarpinu á stórmótum stærstu mótaraðanna hversu nálægt áhorfendur og áhangendur eru stundum brautunum – auðvitað til að sjá betur – …. og þ.a.l. í stórhættu að fá golfbolta í sig Stórstjörnur golfsins verða að vera nákvæmir ef golfboltinn á ekki að fara í áhorfendur. En stundum gerast slysin. Og svo var í dag þegar golfbolti Rory McIlroy slóst í hendi eins áhorfandans, konu, eftir bylmingshögg hans, á BMW PGA Championship mótinu á Wentworth, þar sem Rory er í forystu. Í aðalmyndaglugga má sjá Rory sökkva hálfpartinn inn í sig, þar sem hann situr á hækjum sér, þegar hann gerir sér grein Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 12:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir á 70 á 3. hring – Er T-14 – Stórglæsilegur!!!

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG tekur þátt í D+D REAL Czech Challenge og komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær. Í dag átti Birgir Leifur frábæran 3. hring upp á 2 undir pari, 70 högg. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 7 undir pari, 209 höggum (69 70 70). Efstur í mótinu eins og stendur er Minkyu Kim, frá S-Kóreu en hann er á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 66 69). Spilað er í Golf & Spa Kunětická hora, í Dříteč, Tékklandi. Til þess að sjá stöðuna á D+D mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 10:00
PGA: Rose efstur á 64 í Fort Worth

Það er Justin Rose sem leiðir í hálfleik í Fort Worth eftir stórglæsilegan hring upp á 64 högg. Samtlas er Rose á 10 undir pari, 130 höggum (66 64). Í 2. sæti er argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo, aðeins 1 höggi á eftir Rose á samtals 9 undir pari. Sjá má stöðuna að öðru leyti á Fort Worth Invitational með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. hrings Fort Worth Inv. með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 08:00
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-7

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR náði þeim glæsilega árangri að landa 7. sætinu í Pärnu Bay Golf Links Challenge í Eistlandi, sem fram fór dagana 23.-25. maí 2018. Guðmundur Ágúst lék keppnishringina þrjá á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 69 69) og deildi 7. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson,GKG tóku einnig þátt í mótinu, en komust ekki í gegnum niðurskurð. Sigurvegari í mótinu var Svíinn Martin Eriksson, en hann var í algjörum sérflokki lék á samtals 15 undir pari og átti heil 6 högg á þá tvo, sem næstir komu. Sjá má lokastöðuna í Pärnu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 22:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir brillerar – Axel úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Axel Bóasson, GK hófu báðir keppni í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, D+D REAL Czech Challenge. Birgir Leifur er búinn að spila glæsilegt golf, er á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og er T-16 í hálfleik. Þetta er hins vegar ekki búið að vera mót Axels, sem náði ekki niðurskurði; lék á 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) er T-133 af 153 keppendum. Til þess að ná niðurskurði þurfti að spila á samtals 1 undir pari eða betur. Efstur í hálfleik á D+D REAL Czech Challenge er franski kylfingurinn Thomas Linard, en hann hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 21:00
Evróputúrinn: Rory bestur á BMW á 2. degi

Rory McIlroy er efstur á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth á Englandi. Rory er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 132 höggum (67 65). Fast á hæla hans eru þó Frakkinn Sebastien Gros og Englendingurinn Sam Horsfield, báðir á samtals 6 undir pari, hvor eða aðeins 1 höggi á eftir Rory. Til þess að sjá stöðuna á Wentworth að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 20:00
LPGA: Ólafía náði ekki niðurskurði

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði ekki niðurskurði á LPGA Volvik Championship. Hún lék seinni hring sinn í mótinu á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 afar slæman skramba, sem segja má að hafi riðið baggamuninum, þ.e. 7 högg á par-4 8. holuna. Samtals lék Ólafía Þórunn á 2 yfir pari, 146 höggum (71 75) og það dugði ekki til. Ólafía Þórunn var 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð, en hann var miðaður við slétt par eða betra. Það versta er þó að hún fer úr 108. sæti stigalistans niður í 119. sætið, en hún verður að halda sér meðal efstu 100 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera Bello – 25. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 34 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012. Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 07:30
Rory heldur með Liverpool

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik í evrópsku Meistaradeildarinnar í Kíev, á morgun. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem Liverpool keppir til úrslita meðan Madrid-ingar eru að reyna við Evrópubikarinn í 3. skiptið í röð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2012 að enskt lið hefir verið að keppa til úrslita allt frá því að Chelsea sigraði svo eftirminnilega 2012. Þrátt fyrir að fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory sé mikill ManU aðdáandi viðurkennir hann fúslega að í þessum leik haldi hann með Liverpool. „Mér finnst frábært að breskt lið skuli vera í úrslitunum,“ sagði Rory m.a. „Og eins mikill ManU aðdáandi sem ég er og Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

