Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku keppni á NCAA

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State luku í dag keppni á NCAA mótinu. Mótið fer fram í Karsten Creek í Stillwater, Oklahoma dagana 25.-30.maí 2018, en skorið var niður eftir 4 höggleikshringi og efstu 8 lið fá að halda áfram í höggleikskeppni síðustu 2 keppnisdagana þ.e. 29. og 30. maí. Bjarki, Gísli og félagar duttu út eftir 4 hringi af höggleik, en aðeins 8 efstu lið héldu áfram í þeim hluta. Bjarki lék höggleikshlutann á samtals 7 yfir pari, 295 höggum ( 76 74 70 75) og varð T-37 af XX keppendum. Gísli lék höggleikshlutann á samtals 16 yfir pari, 305 höggum (82 73 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Böðvar Bragi Pálsson og Gunnar Bergmann Gunnarsson – 28. maí 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gunnar Bergmann Gunnarsson og  Böðvar Bragi Pálsson. Gunnar er fæddur 28. maí 1957 og á því 61 ára afmæli í dag. Hann er í Golklúbbnum Keili og mun verja afmælisdeginum við golfleik. Gunnar er kvæntur Öglu Hreiðarsdóttur og eiga þau Karenu, Þóreyju og Gunnar Bergmann yngri. Komast má á facebook síðu Gunnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnar Bergmann Gunnarsson, GK (61 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Böðvar Bragi er fæddur 28. maí 2003 og því 15 ára í dag. Hann sigraði í fyrsta sinn í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og hefur staðið sig vel í stórum opnum mótum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sam Snead ———- 27. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma …. Sam Snead. Sam fæddist 27. maí 1912 og hefði því orðið 106 ára í dag. Hann dó 23. maí 2002 þ.e. fyrir rúmum 16 árum. Sam Snead vann 82 mót á PGA Tour þ.á.m. risamót 7 sinnum. Hins vegar tókst honum aldrei að sigra á Opna bandaríska þó hann hafi landað 2. sætinu 4 sinnum. Á sínum tíma var Snead uppnefndur „Slammin Sammy“ vegna mikillar högglengdar sinnar. Snead er höfundar margra gullperlna í orðatiltækjum, er tengdust golfi t.a.m. „Hafðu tölu á krónum og aurum, haltu þér frá whiskey og gefðu aldrei pútt.“ Hann var vígður í frægðarhöll kylfinga 1974. Loks hlaut Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Molinari sigraði!!!

Það var ítalski kylfingurinn Francesco Molinari sem hafði betur gegn fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Molinari lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (70 67 66 68). Rory varð í 2. sæti á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 65 71 70). Til þess að sjá lokastöðuna á BMW PGA Championship í Wentworth að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 66 – lauk keppni T-7!!!! Glæsilegur!!!

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG tók þátt í D+D REAL Czech Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Í dag átti Birgir Leifur stórglæsilegan lokahring upp á 6 undir pari, 66 högg. Samtals lék Birgir Leifur  á 13 undir pari, 275 höggum (69 70 70 66).  Lokahringinn spilaði Birgir Leifur á stórglæsilegum 6 undir pari; fékk 7 fugla og 1 skolla!!! Sigurvegari mótsins varð Minkyu Kim, frá S-Kóreu en hann var í sérflokki; lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 66 69 66). Í 2. sæti var Svíinn Sebastian Söderberg á 17 undir pari og síðan voru 4 kylfingar jafnir í 3. sæti á 14 undir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 12:00

LEK: Fyrsta mótinu í Leirunni frestað

Mótastjórn og vallarnefnd á Hólmsvelli ákváðu í sameiningu að fresta fyrsta mótinu á Öldungamótaröðinni, á vegum LEK, sem átti að fara fram í dag, 27. maí 2018. Ástæða frestunarinnar var að völlurinn er blautur eftir rigningar og mun ekki þorna fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Mat mótastjórnar og vallarnefndar var sú að völlurinn væri óleikhæfur. Fyrirhugað er að halda mótið  9. júní n.k., en tilkynnt verður ákveðið um nýja dagsetningu mótsins á morgun, mánudag. Þeir kylfingar, sem höfðu skráð sig og greitt mótgjald, fá bakfærslu á morgun. Aðalmyndagluggi: Hólmsvöllur í Leiru. Mynd: GS


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 10:00

Tiger vill að PGA Tour leyfi stuttbuxur

Á Evróputúrnum er kylfingum leyft að vera í stuttbuxum í mótum og the PGA of America leyfir stuttbuxur á æfinga- hringjum fyrir PGA Championship. Tiger var í beinni í vídeó-i fyrir Bridgestone Golf og sagði m.a aðspurður hvað sér fyndist um að stuttbuxur yrðu leyfðar á PGA Tour: „Ég myndi elska það. Við spilum í einhverju heitusta veðurfari á jörðinni. Við eltum venjulega sólina og mikið af mótum okkar fara fram að sumri til og síðan yfir vetrartíman fara margir af strákunum til S-Afríku eða Ástralíu þar sem er sumar.“ „Það myndi vera fínt að fá að klæðast stuttbuxum. Jafnvel ég með mínar litlu kjúklingaleggi, ég vildi gjarnan fá að vera í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 04:00

PGA: Rose enn efstur f. lokahringinn á Fort Worth Inv.

Enski kylfingurinn Justin Rose er enn í forystu eftir 54 holu spil á Fort Worth Invitational, móti vikunnar á PGA tour. Samtals hefir Rose spilað á 14 undir pari, 196 höggum (66 64 66). Hann á 4 högg á þá sem deila 2. sæti, þá Emiliano Grillo og Brooks Koepka, sem báðir eru á 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Fort Worth Inv. SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Fort Worth Inv. SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (7)

Best að birta þennan bara á ensku: „Dear Abby, I’ve never written to you before, but I really need your advice. I have suspected for some time now that my wife has been cheating on me. The usual signs. Phone rings but if I answer, the caller hangs up. My wife has been going out with „the girls“ a lot recently although when I ask their names she always says, „Just some friends from work, you don’t know them.“ I always try to stay awake to look out for her coming home, but I usually fall asleep. Anyway, I have never approached the subject with my wife. I think deep Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: McIlroy og Molinari í efsta sæti f. lokahringinn

Það eru þeir Rory McIlroy og Francesco Molinari, sem deila efsta sætinu á BMW PGA Championship fyrir lokahring mótsins. Báðir hafa þeir spilað á samtals 13 undir pari, 203 höggum, hvor; McIlroy (67 65 71) og Molinari (70 67 66). Þriðja sætinu deila þeir Sam Horsfield, Alex Norén, Ross Fisher og Branden Grace; allir 4 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: