Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 20:00

LET: Guðrún Brá T-2 á Jabra Ladies Open þegar fresta þurfti 1. hring

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í Jabra Ladies Open, sem er samvinnuverkefni LET og LET Access mótaraðanna. Spilað er í Evian Resort GC, í Frakklandi, þar sem 5. risamót kvennagolfsins fer fram. Þegar 1. hring var frestað í dag var Guðrún Brá T-2, þ.e. deildi 2. sætinu eftir 9 spilaðar holur, sem er STÓRGLÆSILEGT!!! Guðrún Brá er búin að spila fyrri 9 á 3 undir pari; búin að fá 4 fugla og 1 skolla!!! Valdís Þóra náði að spila 12 holur og er sem stendur í 93. sæti á 5 yfir pari. Sjá má stöðuna á Jabra Ladies Open með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín T-10, Ólafur Björn T-26 og Andri úr leik í Danmörku

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson taka þátt í Jyske Bank  PGA meistaramótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni Mótið fer fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018. Í dag var 2. keppnisdagur og skorið niður og því miður komst Andri Þór ekki gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 1 yfir pari eða betra. Haraldur Franklín og Ólafur Björn, hins vegar komust léttilega gegnum niðurskurð en þeir voru jafnir í 2. sæti eftir 1. dag. Haraldur Franklín hefir samtals spilað á 6 undir pari, 138 höggum (66 72) og hefir staðið sig best íslensku keppendanna, er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 17:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á +3 e. 1. dag Swiss Challenge

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Swiss Challenge presented by Association Suisse de Golf Sempachersee. Mótið fer fram í Luzerne í Sviss á golfvelli Sempachersee golfklúbbsins. Axel lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 74 höggum – fékk 1 fugl, 2 skolla og 1 skramba. Efstur eftir 1. dag er Þjóðverjinn Marcel Schneider, en hann lék 1. hring á 8 undir pari, 63 höggum. Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Valgerður Oddsdóttir – 31. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins, Laufey Valgerður Oddsdóttir er fædd 31. maí 1958 og því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Laufey er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Laufeyju til hamingju með daginn hér Laufey Oddsdóttir, 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árni Sófusson, 31. maí 1946 (71 árs); Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (63 ár); Helga Rún Guðmundsdóttir, GL, 31. maí 1970 (48 ára); Janice Moodie, skosk, 31. maí 1973 (45 ára); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (44 ára); Alejandra Llaneza, 31. maí 1988 (30 ára STÓRAFMÆLI!!! Er frá Mexíkó, spilar á LPGA) …. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 08:45

Evróputúrinn: Fylgist m/Opna ítalska HÉR!

Í dag hefst keppni á Opna ítalska á Evróputúrnum. Spilað er á golfvelli Gardagolf CC í Brecia, Ítalíu. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gardagolf CC með því að  SMELLA HÉR:  Mótið stendur dagana 31. maí – 3. júní 2018. Meðal þátttakenda eru bræðurnir Edouardo og Francesco Molinari, Matteo Manassero, Lee Westwood, Adrian Otaegui, Martin Kaymer, Alex Norén, svo nokkurra góðra sé getið. Fylgjast má með stöðunni á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 08:00

LPGA: Ólafía fer út kl. 17:42 í dag á US Women´s Open risamótinu!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir fer út kl. 12:42 að staðartíma í Shoal Creek í Alabama (sem er kl. 17:42 hjá okkur hér á Íslandi, sem erum 5 tímum á undan). Ólafía er í ráshóp með þeim Minami Hiruta frá Japan og sænska áhugamanninum Linn Grant. Sem stendur er Ólafía Þórunn í 116. sæti stigalistans og væri frábært ef hún kæmist gegnum niðurskurð í þessu sterka móti, en það myndi aftur færa hana nær topp-100, sem hún þarf að vera í til þess að halda spilaréttindum sínum. US Women´s Open risamótið er 12. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á þessu keppnistímabili á LPGA. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín og Ólafur Björn T-2 á Jyske Bank mótinu!!!

Þrír íslenskir atvinnukylfingar: Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu keppni í dag á Jyske Bank PGA meistaramótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018. Eftir 1. dag eru þeir Haraldur Franklín og Ólafur Björn jafnir í 2. sæti ásamt Svíanum Jacob Glennemo, en þeir léku allir 1. hringinn á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum. Haraldur Franklín fékk hvorki fleiri né færri en 8 fugla og 1 skramba og Ólafur Björn fékk líka 8 fugla en 2 skolla. Stórglæsilegt hjá þeim báðum!!! Andri Þór fyrsta hringinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2018 | 17:00

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra keppa á Jabra Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, gL verða báðar á meðal keppenda á Jabra Ladies Open sem hefst í Frakklandi á á morgun, fimmtudaginn 30. maí 2018. Til þess að fylgjast með þeim og öðrum keppendum á skortöflu SMELLIÐ HÉR: Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET og LET Access mótaröðunum.  Mótið er einnig úrtökumót fyrir Evian risamótið, sem fram fer í september á þessum velli. Valdís Þóra hefur leik kl. 11:46 að íslenskum tíma á fimmtudaginn á 15. teig. og 7:06 á föstudaginn á 1. teig. Guðrún Brá hefur leik kl. 12:19 á 15. teig á fyrsta keppnisdeginum og 7:39 á föstudaginn á 1. teig. Ræst er út Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagins: Jason Wright ——-– 30. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Wright, GA. Jasonfæddist 30. maí 1987 og á því 31 árs afmæli!!! Hann er frá Durrington í Wiltshire, á Englandi en býr á Akureyri og er í Golfklúbbi Akureyrar. Jason er mikill Manchester United aðdáandi, en þess utan frábær kylfingur. Komast má á facebook síðu Jason Wright til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Jason Wright (31 árs – innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (71 árs); Sverrir Friðþjófsson, GR, 30. maí 1950 (68 ára); Þórir Gíslason kenndur við Burkna, 30. maí 1954 (64 ára); Michael Clayton, 30. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 53 ára í dag. Björg er fyrrverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar (2014) og einnig klúbbmeistari klúbbsins 2011. Auk þess hefir hún oftar en ekki hlotið sleggjuverðlaunin í kvennamótum og stendur sig yfirleitt vel eða sigrar í opnum mótum. T.a.m. sigraði Björg í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er í fimm orðum sagt: frábær kylfingur og góður félagi. Björg er gift og á 3 börn og 1 barnabarn. Sjá má viðtal Gofl 1 við afmæliskylfinginn og klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að SMELLA HÉR: Komast má Lesa meira