Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 23:59

LPGA: Óljóst hvort Ólafía nái niðurskurði

Það á ekki af Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur að ganga. Eftir frábæran fyrsta hring á US Women´s Open risamótinu, þar sem hún var í 25. sæti eftir daginn, fer allt niður á við 2. daginn. Á 2. hring lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 77 höggum og er því samtals á 5 yfir pari, 149 höggum (72 77). Á 2. hringnum fékk Ólafía 2 fugla og 7 skolla. US Women´s Open er 12. mótið sem hún tekur þátt í en hún hefir aðeins komist gegnum niðurskurð þrívegis á tímabilinu. Frekar ósennilegt er að Ólafía Þórunn komist gegnum niðurskurð sem miðaður er við 4 yfir pari og betra, en nokkrar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 23:00

Evróputúrinn: Kaymer efstur í hálfleik Opna ítalska

Það er þýski kylfingurinn Martin Kaymer, sem tekið hefir forystuna í hálfleik á Opna ítalska. Kaymer hefir spilað á samtals 11 undir pari, 131 höggi (66 63) og átti frábæran hring upp á 63 högg í dag, þar sem hann skilaði hreinu, þ.e. skollalausu skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum – en þar af fékk hann 5 fugla í röð á 13.-17. braut. Hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar eru á hæla Kaymer, þeir Danny Willett; Francesco Molinari; Graeme McDowell; Rafa Cabrera Bello og Thomas Pieters; allir á 10 undir pari. Spilað er á keppnisvelli Gardagolf CC  í Brecia og má sjá eldri kynningu Golf 1 á vellinum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 22:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-16 og Ólafur Björn T-34

Atvinnukylfingarnir  Haraldur Franklín Magnús GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG, komust í gegnum niðurskurð á Jyske bank PGA Championship, en  Andri Þór Björnsson, GR, sem einnig tók þátt í mótinu,  náði ekki niðurskurði, í þessu móti sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018 og lauk í dag. Haraldur Franklín lauk keppni á besta skorinu af Íslendingunum þremur; lék samtals á 5 undir pari, 211 höggum (66 72 73) og endaði T-16. Ólafur Björnt lauk keppni T-34; lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (66 75 74). Sigurvegari í mótinu varð sænski kylfingurinn Jacob Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel úr leik

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Swiss Challenge presented by Association Suisse de Golf Sempachersee. Mótið fer fram í Luzerne í Sviss á golfvelli Sempachersee golfklúbbsins. Axel lék samtals á 2 yfir pari, 144 höggum (74 70) og sérstaklega var 2. hringur hans flottur, sem spilaðist á 1 undir pari.   Því miður dugði það ekki til en niðurskurður var miðaður við skor upp á samtals 1 undir pari eða betra. Efstur eftir 2. dag er Þjóðverjinn Marcel Schneider, á frábærum 15 undir pari, 127 höggum (63 64). Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 20:00

LET: Hvorki Guðrún Brá né Valdís Þóra náðu niðurskurði í Evian

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í Jabra Ladies Open, sem er samvinnuverkefni LET og LET Access mótaraðanna. Spilað er í Evian Resort GC, í Frakklandi, þar sem 5. risamót kvennagolfsins fer fram. Þær báðar komust ekki í gegnum niðurskurð. Guðrún Brá var í frábærri stöðu eftir fyrri 9 1. dag var á 3 undir pari þá og lauk fyrri hring á 1 undir pari, 70 höggum.  Á seinni hring gekk hins vegar ekki eins vel, hann spilaðist á 79 höggum og Guðrún Brá 2 grátlegum höggum frá því að komast gegnum niðurskurð. Hjá Valdísi Þóru var þessu öfugt farið. Hún átti slakan 1. hring Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 18:00

Spiranac grip g. einelti

Félagsmiðladrottningin og kylfingurinn Paige Spiranac er að koma á markað takmörkuðu upplagi af  SuperStroke pútter gripum og rennur helmingur innkomunnar að sögn til Cybersmile Foundation. Spiranac er sendiherra hóps, sem hefir að markmiði að berjast við einelti og á netinu og vonast til þess að þetta framtak hennar vekji athygi á 7. „Stoppið einelti á netinu-deginum“, sem er þann 15. júní nk. Á gripinu eru mörg orð sem virka hvetjandi eins og: „ákveðni“, „jákvæðni“, „ást“, „heiðarleiki“, „hvatning“ og „virðing.“ Sjá má mynd af slíku gripi hér að neðan: Ekkert ósvipað concept og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er með!!! „Ég er mjög spennt fyrir því að vera í samstarfi með SuperStroke í þessu mikilvæga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 39 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (58 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (48 ára); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (41 árs) kólombísk á LPGA; Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (37 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (28 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 09:00

Tiger gerir lítið úr að bakmeiðslin séu að taka sig upp

Tiger Woods hefir flýtt sér að kveða niður orðróm um að bakmeiðsli hans séu að taka sig upp eftir að hann spilaði 1. hring á The Memorial á sléttu pari, 72 höggum. Tiger, 42 ára, var á 4 yfir pari eftir fyrstu 7 holurnar en barðist síðan eins og ljón og niðurstaðan var slétt par í lokin. Fyrrum nr. 1 – sem 5 sinnum hefir sigrað á The Memorial á Muirfield Village – viðurkenndi eftir á að hann hefði fundið fyrir stífleika í baki. En hann uppástóð að ekki væri ástæða til að vera með áhyggjur. „Ég var ekkert að ná góðum snúningi í dag, bakið var stíft, eins og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 23:59

LPGA: Ólafía byrjar vel á 2. risamótinu!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir byrjar vel á 2. risamóti kvennagolfsins, US Women´s Open, sem fram fer í Shoal Creek í Alabama. Hún lék 1. hringinn á sléttu pari, 72 höggum, fékk 2 fugla og því miður líka 1 skramba á par-3 13. holu vallar Shoal Creek Golf and Country Club. Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-25 af 156 keppendum, sem er stórglæsileg byrjun!!! Nú er bara að halda svona áfram og koma sér gegnum niðurskurð á morgun!!! Þrjár deila efsta sætinu: fremur óþekktur kylfingur frá S-Kóreu, Jeongeun Lee6, Sarah Jane Smith frá Ástralíu og Ariyja Jutanugarn frá Thaílandi, allar á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna á US Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 23:00

PGA: 3 efstir e. 1. dag Memorial

Það eru 3 kylfingar sem deila 1. sætinu á The Memorial, sem hófst í dag venju skv. í Dublin, Ohio. Þetta eru þeir Hideki Matsuyama frá Japan, Abraham Ancer frá Mexíkó og Joaquin Niemann frá Chile. Allir léku þessir kylfingar á 7 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Hideki Matsuyama.