Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 23:00
GÞ: Albatross hjá Eyþóri!

Sá ótrúlegi árangur náðist sl. sunnudag 3. júní 2018 í móti Golfklúbbs Borgarstarfsmanna á Þorláksvelli að fyrsti albatrosinn, sem vitað er um, rataði í holu. Kylfingurinn, sem átti það frækna afrek var Eyþór K. Einarsson, GKG. Hann þurfti aðeins 2 högg á par-5 6. braut Þorláksvallar. Sjötta braut Þorláksvallar er 447 metra löng. Golf 1 óskar Eyþóri til hamingju með albatrossinn flotta!!! Mynd: GÞ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 22:00
Rúnar í 9. sæti á sterku móti á Írlandi

Þrír kylfingar úr Keili kepptu á East of Ireland Amateur Open meistaramótinu. Mótiðv ar tvískipt en keppt er í undir 21 árs flokki – samhliða mótinu sem er fyrir alla aldurshópa. Rúnar Arnórsson náði frábærum árangri og lék á -8 undir pari. Hann lék hringina fjóra á (70-70-71-69). Rúnar endaði í 9. sæti en leiknar voru 36 holur á lokahringnum. Henning Darri Þórðarson lék á +2 samtals og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í almenna flokknum. Hann lék á +2 samtals (75-71). Vikar Jónasson er úr leik en hann lék á +8 samtals (77-75) og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sjá má lokastöðuna á East of Ireland Amateur Open með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 20:00
Í hvaða golfklúbbum er barna- og unglingastarfið blómlegast?

Sl. helgi fóru fram mót á unglingamótaröðunum þ.e. Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Keppt var í 8 fl0kkum á hvorri mótaröð og aðeins í 1 flokki voru engir þátttakendur þ.e. í flokki 19-21 árs stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni. Hér á eftir verða birtar niðurstöður lauslegrar könnunar á því, hvaða golfklúbbar stóðu sig best, en það gefur smá innsýn í hvaða klúbbar eru að standa sig best í barna- og unglingastarfinu. Fyrst var kannað hvernig gullpeningar dreifðust á klúbbana. Eftirfarandi klúbbar tóku gullpeninga: Gull: 1 Golfklúbbur Reykjavíkur 5 2 Golfklúbburinn Keilir 3 3 Golfklúbbur Selfoss 3 4 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2 5 Golfkúbbur Akureyrar 1 6 Golfklúbbur Ísafjarðar 1 7 Golfklúbbur Mosfellsbæjar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Baldur Baldursson – 6. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Baldur Baldursson. Hann er fæddur 6. júní 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Baldur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið!!! Baldur Baldursson – Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: ; Jock Hutchison (f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977); Ólafur Haukur Kárason, 6. júní 1958 (59 ára); Lárus Hrafn Lárusson, GR, 6. júní 1961 (57 ára) fgj. 18.3; Veigar Margeirsson, 6. júní 1972 (46 ára); Sjomenn Á Spáni Costablanca, 6. júní 1985 (33 ára); Prentsmiðjan Rúnir, 6. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 07:00
Guðrún sigraði á U15 Sussex Girls Championship

Það eru fleiri Íslendingar en Ólafía Þórunn, sem eru að slá í gegn erlendis. Guðrún Nolan tók þátt í U15 Sussex Girls Championships og gerði sér lítið fyrir og sigraði!! Guðrún átti skor upp á frábær 77 högg!!! Mótið fór fram á Hollingbury Park golfvellinum, í Brighton, Englandi. Golf 1 óskar Guðrúnu til hamingju með sigurinn!!! Þess mætti geta að Guðrún er barnabarn Aðalheiðar Jörgensen, í GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Marinó Örn Ólafsson – 5. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marínó Örn fæddist í 5. júní 1996 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Marinó Örn Ólafsson – Innilega til hamingju með 22 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Katrín Baldvinsdóttir, 5. júní 1959 (59 ára); John Scott, 5. júní 1965 (53 ára); Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (48 ára); Dylan Frittelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (28 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 12:00
Áskorendamótaröðin 2018 (2): Birna Rut sigraði í stelpuflokki

Annað mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 2. júní s.l. Eldri flokkarnir 14 ára og yngri og 15-18 ára léku 18 holur og var lykkjan „Landið“ spiluð. Þátttakendur í flokki 14 ára og yngri stelpna voru 8. Í stelpuflokki sigraði Birna Rut Snorradóttir úr Golfklúbbi Akureyrar (GA). Birna Rut lék Korpuna best í stelpuflokki á flottum 100 höggum!!! Helstu úrslit í stelpuflokki á 2. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2018 voru eftirfarandi: 1. Birna Rut Snorradóttir GA – 100 högg 2. Ester Amíra Ægisdóttir GK – 102 högg 3.-4. Auður Bergrún Snorradóttir GA – 110 högg 3.-4. Kara Líf Antonsdóttir GA – 110 högg
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 11:00
Áskorendamótaröðin 2018 (2): Gunnar Kári sigraði í fl. 14 ára og yngri stráka

Annað mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 2. júní s.l. Eldri flokkarnir 14 ára og yngri og 15-18 ára léku 18 holur og var lykkjan „Landið“ spiluð. Þátttakendur í flokki 14 ára og yngri stráka voru 18. Í strákaflokki sigraði Gunnar Kári Bragason úr Golfklúbbi Selfoss (GOS). Gunnar Kári lék Korpuna á 86 glæsihöggum!!! Helstu úrslit í strákaflokki á 2. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2018 voru eftirfarandi: 1. Gunnar Kári Bragason GOS – 86 – högg 2. Heiðar Steinn Gíslason NK – 89 högg 3. Magnús Ingi Hlynsson GKG – 90 högg
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 10:00
Áskorendamótaröðin 2018 (2): Vala Guðrún sigraði í fl. 15-18 ára stúlkna

Annað mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 2. júní s.l. Eldri flokkarnir 14 ára og yngri og 15-18 ára léku 18 holur og var lykkjan „Landið“ spiluð. Í flokki 15-18 ára stúlkna var Vala Guðrún Dolan Jónsdóttir, úr Golfklúbbi Selfoss eini keppandinn. Hún tók því gullið á 107 höggum. Frábært hjá Völu Guðrúnu að taka þátt!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 09:00
Áskorendamótaröðin 2018 (2): Sævar Atli og Atli Fannar sigruðu í fl. 15-18 ára

Annað mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 2. júní s.l. Eldri flokkarnir 14 ára og yngri og 15-18 ára léku 18 holur og var lykkjan „Landið“ spiluð. Í flokki 15-18 ára pilta var jafnt með tveimur GK-ingur Sævari Atla Veigssyni og Atla Fannari Johansen, en báðir spiluðu Korpuna á 96 glæsihöggum!!! Leitt er að ekki fleiri taka þátt í þeirri! frábærri mótaröð, sem Áskorendamótaröðin er. En Sævar Atli og Atli Fannar stóðu sig vel!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

