Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2018 | 17:00

Gísli náði einn íslensku keppandanna niðurskurði á St. Andrews Links Trophy

Gísli Sveinbergsson, GK var sá eini af íslensku keppendunum þremur, sem náði niðurskurði á St. Andrews Links Trophy. Þrír íslenskir kylfingar þeir Aron Snær Júlíusson, GKG; Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, hófu keppni í gær á  St. Andrews Links Trophy, en mótið fer fram í vöggu golfsins á St. Andrews, dagana 8.-10. júní 2018. Leikinn var New Course (par-71) fyrri daginn og Old Course (par-72) síðari daginn. Gísli lék annan hringinn á Old Course á 1 yfir pari, 73 höggum og var því samtals á 1 undir pari, 142 höggum (69 73). Bjarki stórbætti leik sinn á 2. hring, lék á frábærum 3 undir pari 69 höggum, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 35 ára afmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (35 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Keith Horne, 9. júní 1971 (47 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2018 | 20:00

LET Access: Guðrún Brá m/ás í Finnlandi!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK fór holu í höggi í móti á LET Access ,Viaplay Ladies Finnish Open, sem fram fer 7.-9. júní 2018. LET Access er næsta sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu og með því að fá ás á móti á þeirri mótaröð, má segja að Guðrún Brá hafi gert þetta með stæl, en ásinn er 1. ás Guðrúnar Brá!!! Mótið fer fram á velli Messilä Golf í Finnlandi og kom ás Guðrúnar Brá á par-3 15 holu vallarins, sem er 202 yardar eða 185 metrar. Þetta er 1. ás Guðrúnar Brá. Golf 1 óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2018 | 17:00

Gísli T-7 á St. Andrews Links Trophy e. 1. dag

Þrír íslenskir kylfingar þeir Aron Snær Júlíusson, GKG; Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK taka þátt í St. Andrews Links Trophy, en mótið fer fram í vöggu golfsins á St. Andrews, dagana 8.-10. júní 2018. Gísli  átti frábæran 1. hring, lék New Course á 69 glæsihöggum, þ.e. 3 undir pari og er T-7 e. 1. dag. Aron Snær er T-47, en hann lék 1. hringinn á sléttu pari, 72 höggum. Bjarki lék á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-113 eftir 1. hring. Sjá má stöðuna eftir 1. hring á St. Andrews Links Trophy með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kathryn Imrie —— 8. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er skoski kylfingurinn Kathryn Christine Marshall, sem tók upp ættarnafnið Imrie þegar hún gifti sig. Hún er fædd 8. júní 1967 og á því 51 árs afmæli í dag. Kathryn átti mjög farsælan áhugamannsferil; árin 1981 og 1985 var hún skoskur skólameistari (ens.: Scottish Schools’ champion); árin 1983-85 var hún skoskur unglingameistari (ens.: Scottish Youth’s champion) og árið 1983 var hún skoskur unglingameistari í holukeppni og meistari í höggleik (ens.: the Scottish Junior Open Strokeplay Champio) árin 1985, 1986 og 1987. Kathryn var hluti af Curtis Cup liðinu 1990. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með the University of Arizona, þar sem hún var All-American, 1989. Kathryn gerðist atvinnumaður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2018 | 23:59

PGA: Seamus Power efstur á St. Jude Classic – Hápunktar 1. dags

Eftir 1. dag er Írinn Seamus Power í efsta sæti á móti vikunnar á PGA Tour, FedEx St. Jude Classic. Power lék 1. hring á glæsilegum 65 höggum. Power er nú ekki þekktasta nafnið á PGA Tour og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti er hvorki fleiri né færri en 11 kylfingar, þ.ám. stór nöfn eins og Phil Mickelson og Steve Stricker, sem allir léku á 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á St Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2018 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel +1 e. 1. dag

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK tekur þátt í KPMG Trophy, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Spilað er á L´Empereur GC&C, í Ways, Belgíu. Hann lék 1. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-108. Á hringnum fékk Axel 3 fugla og 4 skolla. Til þess að sjá stöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2018 | 18:00

Berglind og Guðrún Brá v/keppni í Finnlandi

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hófu í dag keppni á Viaplay Ladies Finnish Open. Mótið fer fram 7.-9. júní 2018 á Messilä Golf svæðinu, sem er í Hollola, Finnlandi. Þátttakendur eru 132. Guðrún Brá lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-22. Þetta var ekki dagur Berglindar en hún lék á 9 yfir pari, 81 höggi og er T-98. Skorið verður niður eftir morgundaginn. Til þess að sjá stöðuna á Viaplay Ladies Finnish Openeftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Lengden efstur e. 1. dag í Austurríki

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Shot Clock Masters, sem fram fer á Diamond CC, í Atzenbrügg, nálægt Vín í Austurríki. Eftir 1. dag er Oscar Lengden frá Svíþjóð í 1. sæti en hann lék 1. hring á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum. Þrír kylfingar deila 2. sætinu, 1 höggi á eftir Lengden: spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez, Tapio Pulkkanen frá Finnlandi og Peter Hanson frá Svíþjóð. Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 1. dag Shot Clock Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dag á Shot Clock Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía M. Jónsdóttir. Stefanía er fædd 7. júní 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!!  Stefanía er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu til hamingju með daginn hér fyrir neðan Stefanía M. Jónsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (72 ára);  Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (55 ára); Steingrímur Walterson, GM, 7. júní 1971 (47 ára);  Hilary Lunke, 7. júní 1979 (39 ára); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (32 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira