Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2023 | 21:00

LIV: Brooks Koepka sigraði í Orlando og Talor Gooch í Adelaide og Singapore

Þann 31. mars – 2. apríl 2023 fór fram LIV golfmót á Orange County National í Orlando – Sigurvegari þar varð Brooks Koepka.  Koepka varð þar með sá fyrsti til þess að sigra tvívegis á LIV golfmóti, en hann sigraði í fyrra skiptið í fyrra á LIV Jeddah. Fyrir sigurinn nú hlaut Koepka $ 4 milljónir (u.þ.b. 572 milljónir íslenskra króna). ——————————- Talor Gooch jafnaði síðan við Koepka en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á næsta LIV golfmótinu í The Grange golfklúbbnum í Adelaide, Ástralíu, sem fram fór 21.-23. apríl 2023 og endurtók síðan leikinn í Singapore, viku síðar í Sentosa golfklúbbnum í Singpore (28.-30. apríl 2023) og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2023

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2023 | 23:59

PGA: Tony Finau sigraði á Opna mexíkanska

Mexico Open at Vidanta (Opna mexíkanska) fór fram í Vidanta Vallarta, í Mexíkó dagana 27.-30. apríl 2023. Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Tony Finau. Sigurskor Finau var 24 undir pari (65 64 65 66). Hann átti heil 3 högg á þann sem varð í 2. sæti Spánverjann Jon Rahm. Finau er fæddur 14. september 1989 og því 33 ára. Hann er kvæntur Alaynu og saman eiga þau 3 börn. Sigurinn var  6. sigur Finau á PGA Tour og eins á Finau einn sigur í beltinu á Korn Ferry Tour. Sjá má lokastöðuna á Opna mexíkanska með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Elín Guðmundsdóttir og Ólöf Agnes Arnardóttir- 30. apríl 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Elín Guðmundsdóttir og Ólöf Agnes Arnardóttir. Elín er fædd 30. apríl 1958 og á því 65 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Elínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elín Guðmundsdóttir – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Ólöf Agnes Arnardóttir. Ólöf Agnes er fædd 30. apríl 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Ólöf Agnes er í Golfklúbbnum Oddi. Hún spilaði í fyrsta sinn í meistaraflokk í meistaramóti GO 2017 og náði þar þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu. Flottur kylfingur hún Ólöf Agnes!!! Ólöf Agnes Arnardóttir – Innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (17/2023)

Þrjár vinkonur spila saman golfhring á yndislega fallegum og heitum sumardegi. Við  7. holu sjá þær nakinn mann liggjandi í sólinni við hliðina á flötinni, rétt eins og Guð skapaði hann í allri sinni dýrð. Hann er steinsofandi en hefir breittdagblaði yfir höfuð sér sem vörn gegn sólinni. Fyrsti kvenkylfingurinn nálgast nakta manninn, horfir vandlega á hann og segir: „Maður minn er þetta ekki!“ Besta vinkona hennar stígur upp, horfir á manninn og svarar: „Já, það er rétt hjá þér, Þetta er ekki maðurinn þinn!“ Að lokum lítur þriðji kylfingurinn líka á nakta manninn og segir: „Þetta er enginn héðan úr klúbbnum!!!!“


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Geirsson – 29. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Geirsson. Hann er fæddur 29. apríl 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Gauti er í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ). Komast má á facebook síðu Gauta hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gauti Geirsson – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Lawrence Miller, 29. apríl 1947 (76 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (51 árs); Jóhannes Óli Ragnarsson, 29. apríl 1982 (41 árs); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Ríkharðsson – 28. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Ríkharðsson, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og á því 38 ára afmæli í dag. Þór er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Þór var fyrir ári á besta skorinu (71 glæsihöggi) í afmælismóti Golfklúbbs Sandgerðis, sem þá fagnaði 30 ára merkisafmæli sínu … en Þór er 1 ári eldri en klúbburinn!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið, hér fyrir neðan: Þór Ríkharðsson, á 30 ára afmælismóti GSG, 24. apríl 2016. Mynd: Golf 1 Þór Ríkharðsson 28. apríl 1985 (38 ára afmæli – Innilega til hamingju Þór!!!) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2023 | 18:00

LPGA: Lilia Vu sigraði á The Chevron Championship e. bráðabana v/ Angel Yin

Fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu, The Chevron Championship, fór fram dagana 20.-23. apríl 2023 í The Club at Carlton Woods í The Woodlands, Texas. Sigurvegari mótsins varð hin bandaríska Lilia Vu. (Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Vu með því að SMELLA HÉR) Eftir hefðbundið 72 holu spil var Vu jöfn vinkonu Ólafíu Þórunnar, Angel Yin, báðar á samtals 10 undir pari, hvor. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Vu betur. Fyrir sigurinn hlaut Vu $765,000 (u.þ.b. 109 milljónir íslenskra króna).  Í 3. sæti varð síðan Nelly Korda á samtals 9 undir pari. Sjá má lokastöðuna á The Chevron Championship með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Borg Dóra Benediktsdóttir – 27. apríl 2023

Það er Borg Dóra Benediktsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Borg Dóra er fædd 27. apríl 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska Borg Dóru til hamingju með afmælið. Borg Dóra Benediktsdóttir · 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Warren Kenneth Wood, 27. apríl 1887 – d. 27. október 1926; Leo Diegel, 27. apríl 1899 – d. 8. maí 1951; David K. Oakley, 27. apríl 1945 – d. 2. júlí 2006; Stefán Jóhannesson, 27. apríl 1962 (61 árs); Lilja Þorsteinsdóttir, 27. apríl 1969 (54 ára); Friðmey Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023: Ben Griffin (18/50)

Ben Griffin fæddist í Chapel Hill í Norður- Karólínu 6. maí 1996 og er því 27 ára. Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of N-Carolina -Chapel Hill. Eftir útskrift 2018 gerðist Griffin atvinnumaður í golfi. Hann er einhleypur og býr á St. Simons eyju. Vegna góðrar frammistöðu á Korn Ferry 2022-2023 (var meðal efstu 50) er hann nú komin á PGA Tour.