Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal —— 14. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal. Blair O´Neal fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og er því 42 ára í dag . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar mögulegan: Hún var í U.S. Junior Ryder Cup Team Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2023 | 16:00
Golfgrín á laugardegi (19/2023)

Regluprófið fer fram í klúbbhúsinu. „Hversu margar kylfur má leikmaður vera með í pokanum ? spyr golfkennarinn. „Próftakinn lítur niður og þegir. „Þú þarft ekkert að vera kvíðinn. Segjum sem svo að besti vinur þinn hafi spurt þig þessarar spurningar – hverju myndirðu svara honum?“ Próftakinn brosir: „Þegiðu heimski hundur, hvað kemur þér við hvað ég er með margar kylfur í helvítis pokanum mínum!„
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Caroline Hedwall – 13. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Caroline Hedwall. Caroline er fædd 13. maí 1989 í Täby, Svíþjóð og á því 34 ára afmæli í dag! Hún spilar bæði á LET og LPGA og býr í Löddeköpinge, Svíþjóð. Caroline byrjaði að spila golf 8 ára og fékk golfstyrk við Oklahoma State University árið 2008. Hún er dóttir Yvonne og Claes Hedwall og á tvíburasystur, Jacqueline, sem einnig spilaði í bandaríska háskólgolfinu þ.e. með kvennagolfliði Louisiana State University. Caroline telst vera Íslandsvinur því í Oklahoma State kynntist hún Eygló Myrru Óskarsdóttur og eru þær báðar vinkonur, en Eygló Myrra var einnig við nám í Oklahoma State og spilaði með háskólaliðinu. Hedwall átti mjög farsælan áhugamannaferil; Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 26 ára afmæli í dag!!! Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Birgir Björn Magnússon að fara að slá aðhöggið á 15. braut fyrir erni. Hann lauk hringnum með skor upp á 64 högg og varð Íslandsmeistari 14 ára og yngri, 8. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2023 | 18:00
LPGA: Lið Thaílands sigraði í Hanwha Lifeplus Int. Crown

Hanwha Lifeplus International Crown mótið fór fram á TPC Harding Park í San Francisco dagana 4.-7. maí 2023. Mótið er óhefðbundið LPGA mót, þar sem um er að ræða fjórmenningsspil og kylfingum skipt niður eftir ríkisfangi. Það var sveit Thaílands, með þeim Atthayu Thitikul; Patty Tavatanakit og systrunum Moriyu og Ariyu Jutanugarn innanborðs, sem sigraði. Fyrir sigurinn skiptu þær með sér $ 500.000,- Í 2. sæti varð sveit Ástralíu og í 3. sæti sveit Bandaríkjanna. Sjá má úrslit á Hanwha Lifeplus International Crown með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir – 11. maí 2023

Það er Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður GK sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðbjörg Erna er fædd 11. maí 1975 og á því 48 ára afmæli í dag!!! Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar eru: Aðalheiður Jörgensen, 11. maí 1956 (67 ára); Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, 11. maí 1962 (61 árs); Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Andrew Bonhomme (ástralskur kylfingur), 11. maí 1972 (51 árs); Michael Jancey „Briny“ Baird, 11. maí 1972 (51 árs); Ji Hyun Suh, 11. maí 1975 (48 ára); Juvic Pagunsan, 11. maí 1978 (45 ára); Ashleigh Ann Simon, 11. maí 1989 (34 ára); Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2023 | 18:00
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst náði ekki niðurskurði í Róm

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tók þátt í DS Automobiles Italian Open. Mótið fór fram dagana 4.-7. maí 2023 í Marco Simone GC, í Rom, Ítalíu. Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringina á 12 yfir pari (76 78) og var heilum 10 höggum frá því að ná niðurskurði en til þess að ná niðurskurði þurfti að spila fyrstu tvo hringi á 2 yfir pari eða betur. Sigurvegari mótsins varð Pólverjinn Adrian Meronk en hann lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (68 68 66 69). Sjá má lokastöðuna á DS Automobiles Italian Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Tómas Freyr Aðalsteinsson – 10. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Tómas Freyr Aðalsteinsson. Tómas Freyr er fæddur 10. maí 1983 og á því 40 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Tómas Freys til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Tómas Freyr Aðalsteinsson – 40 ára- Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, (10. maí 1927-10. júlí 2008); Sævar Gestur Jónsson, 10. maí 1955 (68 ára); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (59 ára); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (56 árs); Gunnar Þór Jóhannsson, GS, 10. maí 1982 (41 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2023 | 18:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur varð í 25. sæti á UAE Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í UAE Challenge, sem fór fram dagana 4.-7. maí 2023. Mótsstaður var Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Haraldur lék á samtals 4 undir pari, 284 höggum (74 69 73 68) og varð í 25. sæti sem er glæsilegur árangur!!! Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Maximilian Rottluff, en hann lék á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðuna á UAE Challenge með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: John Mahaffey – 9. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er John (Drayton) Mahaffey. Hann er fæddur 9. maí 1948 og fagnar því 75 ára afmæli í dag. Mahaffey gerðist atvinnumaður í golfi 1971 og sigraði 16 sinnum á atvinnumannsferli sínum; þar af 10 sinnum á PGA Tour og á einu risamóti, þ.e. PGA Championship árið 1978. Mahaffey býr ásamt eiginkonu sinni Elizabeth í Houston, Texas nálægt „The Woodlands“ og á 2 uppkomin börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937); Betty Jameson, (9. maí 1919 – 7. febrúar 2009 – Hún var einn af stofnendum LPGA); Sam Adams 9. maí 1946 (77 ára); John Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

