Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Valgerður Oddsdóttir – 31. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins, Laufey Valgerður Oddsdóttir er fædd 31. maí 1958 og því 65 ára merkisafmæli í dag!!! Laufey er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Laufeyju til hamingju með daginn hér Laufey Oddsdóttir, 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árni Sófusson, 31. maí 1946 (77 ára); Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (68 ára); Helga Rún Guðmundsdóttir, GL, 31. maí 1970 (53 ára); Janice Moodie, skosk, 31. maí 1973 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (49 ára); Alejandra Llaneza, 31. maí 1988 (35 ára – Er frá Mexíkó, spilar á LPGA) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2023 | 18:00
Evróputúrinn: Larrazabal sigraði á KLM Open

Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal, sem sigraði á KLM Open, móti vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram dagana 25.-28. maí í Bernadus Golf, í Cromvoirt, Hollandi. Sigurskor Larrazabal var 13 undir pari, 275 högg (66 73 67 69). Hann átti 2 högg á landa sinn, Adrian Otagui, sem varð í 2. sæti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var meðal keppenda, en komst því miður ekki gegnum niðurskurð; lék á samtals 6 yfir pari (71 79) og munaði töluverðu að hann kæmist gegnum niðurskurð eða 5 höggum; en niðurskurður miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betra eftir 2 spilaða hringi. Sjá má lokastöðuna á KLM Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jason Wright – 30. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Wright, GA. Jason fæddist 30. maí 1987 og á því 36 ára afmæli!!! Hann er frá Durrington í Wiltshire, á Englandi en býr á Akureyri og er í Golfklúbbi Akureyrar. Jason er mikill Manchester United aðdáandi, en þess utan frábær kylfingur. Komast má á facebook síðu Jason Wright til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Jason Wright – 36 ára – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (76 árs); Sverrir Friðþjófsson, GR, 30. maí 1950 (73 ára); Þórir Gíslason kenndur við Burkna, 30. maí 1954 (69 ára); Michael Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2023 | 18:00
PGA: Emiliano Grillo sigraði á Charles Schwab Challenge

Það var Emiliano Grillo sem sigraði á Charles Schwab Challenge. Mótið fór fram í Colonial Country Club, í Forth Worth, Texas, dagana 25.-28. maí 2023. Grillo var jafn Adam Schenk eftir hefðbundið 72 holu spil (báðir á samtals 8 undir pari) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Grillo hafði betur. Þriðja sætinu deildu þeir Scottie Scheffler og Harry Hall, á samtals 7 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 58 ára í dag. Björg er fyrrverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar (2014) og einnig klúbbmeistari klúbbsins 2011. Auk þess hefir hún oftar en ekki hlotið sleggjuverðlaunin í kvennamótum og stendur sig yfirleitt vel eða sigrar í opnum mótum. T.a.m. sigraði Björg í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er í fimm orðum sagt: frábær kylfingur og góður félagi. Björg er gift og á 3 börn og 1 barnabarn. Sjá má viðtal Gofl 1 við afmæliskylfinginn og klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að SMELLA HÉR: Komast má Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2023 | 23:59
Unglingamótaröðin 2023 (1): Böðvar, Helga, Eva og Markús sigruðu á Hlíðavelli

Fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki fór fram á Hlíðavell hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 26.-28. maí. Á Hlíðavelli var keppt í tveimur elstu aldursflokkunum, 17-21 árs og 15-16 ára. Fella þurfti niður 2. umferð í flokki 17-21 árs vegna veðurs og voru því leiknar 36 holur en ekki 54 holur. Systkynin Helga Signý og Böðvar Bragi Pálsbörn, sem keppa fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, sigruðu í 17-21 árs flokknum eftir spennandi keppni. Elsa Maren Steinarsdóttir, frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, varð önnur í og Heiða Rakel Rafnsdóttir, frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð þriðja. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, lék frábært golf á lokahringnum, 66 höggum eða -6, og bætti hann sig um Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Böðvar Bragi Pálsson og Páll Pálsson – 28. maí 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Páll Pálsson og Böðvar Bragi Pálsson. Páll Pálsson er fæddur 28. maí 1953 og á því 70 ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með merkisafmælið! Böðvar Bragi er fæddur 28. maí 2003 og á því 20 ára afmæli í dag. Hann sigraði í fyrsta sinn í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og hefur staðið sig vel í stórum opnum mótum. Böðvar Bragi Pálsson, GR (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bob Shearer, 28. maí 1948 (70 ára STÓRAFMÆLI); Shelley Hamlin, 28. maí 1949 (74 ára); Anne-Mette Stokvad Kokholm , GOB 28. maí 1950 (73 ára); Jóhanna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2023 | 20:00
Golfgrín á laugardegi (21/2023)

Það gerðist á 16. teig. Boltinn flýgur út fyrir völlinn og splundrar framrúðuna á bíl, sem hringsólast á veginum og lendir á skólabíl. Sá lendir út af götunni og dúndrast inn í gluggarúðu stórmarkaðar. Byggingin hrynur síðan að hluta og grefur tugi manna undir rústunum. Algjörlega lost stamar kylfingurinn: „Hvernig gat þetta gerst?“ Liðsfélagi hans svarar: „Þú varst ekki með nógu gott grip með þumalfingrinum!“
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sam Snead ———- 27. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma …. Sam Snead. Sam fæddist 27. maí 1912 og hefði því orðið 111 ára í dag. Hann dó 23. maí 2002 þ.e. fyrir rúmu 21 ári. Sam Snead vann 82 mót á PGA Tour þ.á.m. risamót 7 sinnum. Hins vegar tókst honum aldrei að sigra á Opna bandaríska þó hann hafi landað 2. sætinu 4 sinnum. Á sínum tíma var Snead uppnefndur „Slammin Sammy“ vegna mikillar högglengdar sinnar. Snead er höfundar margra gullperlna í orðatiltækjum, er tengdust golfi t.a.m. „Hafðu tölu á krónum og aurum, haltu þér frá whiskey og gefðu aldrei pútt.“ Hann var vígður í frægðarhöll kylfinga 1974. Loks hlaut Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hans Guðmundsson – 26. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Hans Guðmundsson. Hans Guðmundsson fv. lögreglumaður, handboltaskytta með FH og rútubílaeigandi er fæddur 26. maí 1961 og á því 62 ára afmæli í dag. Hans er í Golfklúbbnum Oddi (GO). Komast má á facebook síðu Hans til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Hans Guðmundsson – 62 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason, 26. maí 1954; Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (64 ára); Jamie Spence, 26. maí 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jóhanna Vigdís Arnardóttir, 26. maí 1968 (55 ára); Gunnar Hansson, 26. maí 1971 (52 ára);; Herborg Arnarsdóttir, 26. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

