Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2023 | 18:00

GSÍ: Kristalsgolf kvenna fór fram í dag í Básum

Golfsamband Íslands (GSÍ) með Kristall, sem styrktaraðila,stóð fyrir kvennagolfdegi í Básum hjá GR, í dag, sunnudaginn 4. júní, milli kl. 12-15. PGA kennarar og afrekskylfingar fóru  yfir bæði stutta og langa spilið. Prófað var að pútta, chippa , spila stuttar holur og farið var á æfingasvæðið. Framtakið var frábær skemmtun. Golf 1 þykir kvennagolfdagurinn frábær og vonar að framhald verði á!!!! Sjá má myndskeið frá Kristalkvennagolfdeginum með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Básar. Mynd: Facebook


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 80 ára merkisafmæli í dag og Sandra Post er 75 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Haynie Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA. Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (22/2023)

„Ég spila alltaf á forgjöf,“ segir kona ein við vinkonu sína. „Hvernig ferðu að því?“ „Það er mjög einfalt, ég hætti þegar ég hef náð forgjöfinni. Stundum á tíundu holu, stundum þeirri fjórtándu.“


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2023 | 18:00

Unglingamótaröðin 2023 (1): Arnar Daði og Eva Fanney – bæði úr GKG – sigruðu í fl. 14 ára og yngri

Fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki 14 ára og yngri fór fram á Bakkakotsvelli dagana 27.-28. maí 2023. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var framkvæmdaraðili mótsins. Arnar Daði Svavarsson og Eva Fanney Matthíasardóttir, bæði úr GKG, stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Daði lék á 12 höggum undir pari samtals sem er frábær árangur en hann lék fyrri 18 holurnar á 63 höggum og á 65 höggum á síðari 18 holunum. Eva Fanney lék einnig á góðu skori en hún var á 76 og 73 höggum. Björn Breki Halldórsson, GKG, varð annar á +4 samtals og Hjalti Kristján Hjaltason, GM, varð þriðji á +5 samtals. Sara María Guðmundsdóttir, GM, varð önnnur á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson ——– 3. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og á því 33 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel var við nám og spilaði golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum, en hann útskrifaðist vorið 2015. Hann er Íslandsmeistari í höggleik 2011. Axel sigraði m.a. á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga 2011, 2013 og endurtók leikinn nú í ár í mikið styttu móti vegna veðurs. Hann varð stigameistari á Nordic Golf League í árið2017 og öðlaðist þar með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (33 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2023 | 18:00

NGL: Bjarki varð í 2. sæti á Gamle Fredrikstad Open – Stórglæsilegur!!!

Bjarki Pétursson GKG & GB, tók þátt í Gamle Fredrikstad Open, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst. hér: NGL) Mótið fór fram í Gamle Fredrikstad golfklúbbnum í Fredrikstad, Noregi, dagana 23.-25. maí 2023. Þar náði Bjarki besta árangri sínum á keppnistímabilinu 2. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur!!! Þetta var sjöunda mótið, sem Bjarki spilar í á keppnistímabilinu. Skor Bjarka var samtals 10 undir pari, 206 högg (67 66 73). Sigurvegari mótsins varð Oliver Gilberg frá Svíþjóð, sem átti 1 högg á Bjarka. Bjarki fór upp um heil 68 sæti á stigalistanum – situr nú í 23. sæti. FRÁBÆRT!!! Sjá stigalistann með því að SMELLA HÉR:  NGL hefir reynst mörgum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir – 2. júní 2023

Það er Alda  Jóhanna Gunnlaugsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Alda Jóhanna er fædd 2. júní 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Öldu Jóhönnu til hamingju með afmælið hér að neðan Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frúin Í Hamborg, 2. júní 1904 (119 ára); Charles Sifford; (f. 2. júní 1922 – d.  3. febrúar 2015)  ; John H. Schlee, (f. 2. júní 1939 – d. 2. júní 2000); Craig Robert Stadler, 2. júní 1953 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Will Wilcox, 2. júní 1986 (37 ára) ..… Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2023 | 18:00

LET: Guðrún Brá varð T-61 á Opna belgíska meistaramótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Opna belgíska meistaramótinu, sem er hluti af LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna. Mótið fór fram dagana 26.-28. maí 2023 í Naxhelet golfklúbbnum í Belgíu. Þetta var þriðja mótið sem Guðrún Brá spilaði í á 2023 keppnistímabili LET. Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (72 74 73). Sigurvegari mótsins varð þýski kylfingurinnPatricia Isabel Schmidt, en hún lék á samtals 11 undir pari, 205 höggum (71 68 66). Sjá má lokastöuna á Opna belgiske meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 44 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (63 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (53 ára); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (46 ára) kólombísk á LPGA; Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (42 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (35 ára) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (33 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2023 | 18:00

LPGA: Anannarukarn sigraði í Bank of Hope holukeppninni

Það var hin thaílenska Pajaree Anannarukarn, sem sigraði í Bank of Hope LPGA Match-play presented by MGM Rewards. Mótið fór fram dagana 24.-28. maí 2023 á Shadow Creek golfvellinum í Las Vegas, Nevada. Í lokaviðureigninni sigraði Pajaree, Ayöku Furue frá Japan 3&1. Fyrir sigurinn hlaut Pajaree $ 225.000,- (u.þ.b. 32,2 milljónir íslenskra króna) Leona Maguire frá Írlandi varð í 3. sæti. Pajaree Anannarukarn (sem kölluð er Meaw) er fædd 30. maí 1999 og því að verða 24 ára. Hún var í American School of Bankok menntaskólanum. Meaw gerðist atvinnumaður í golfi 2017 og hefir verið á LPGA frá árinu 2019. Þetta er 2. sigur hennar á LPGA, en í fyrra Lesa meira