Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 40 ára afmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (55 ára); Keith Horne, 9. júní 1971 (52 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2023 | 16:00
LET: Lisa Petterson sigraði á Helsingborg Open

Það var heimakonan, Lisa Petterson, sem sigraði á Helsingborg Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna; Ladies European Tour (skammst.: LET). Mótið fór fram dagana 2.-4. júní 2023 í Allerum golfklúbbnum í Helsingborg í Svíþjóð. Sigurskor Petterson var 11 undir pari, 205 högg (70 68 67). Í 2. sæti varð hin spænska Ana Palaez Trivino, aðeins 1 höggi á eftir. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni; lék fyrstu 2 hringi mótsins á samtals 8 yfir pari 152 höggum (77 75). Niðurskurður miðaðist við 4 yfir pari, eða betra. Sjá má lokastöðuna á Helsingborg Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: John Restino og Susan Smith – 8. júní 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: John Restino og Susan Smith. Bæði eru fædd 8. júní 1963 og fagna því 60 ára merkisafmæli í dag. John Restino spilaði í 13 mótum á PGA Tour keppnistímabilið 2003. Þar af komst hann 5 sinnum í gegnum niðurskurð og vann sér inn $7,578 í verðlaunafé. Hann býr í Orlando Flórída. Susan Smith vann í 10 ár fyrir Sports Illustrated og stofnaði síðan eigið Golf fyrirtæki (Susan Smith Ventures) sem býður viðskiptavinum sínum lúxusferðir á Augusta National. Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Illugastaðir Kaffihús, 8. júní 1913 (110 ára); Valdimar Sigurgeirsson, 8. júní 1956 (67 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2023 | 18:00
LIV: DJ sigraði í Tulsa – Varner III í DC

Það var Dustin Johnsson (DJ), sem sigraði í LIV mótinu í Tulsa, eftir 3 manna bráðabana, sem auk hans voru í Cameron Smith og Branden Grace. Eftir hefðbundinn 54 holu leik voru þeir allir á samtals 17 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana og sigraði DJ á 3. holu bráðabanans Þetta er 1. sigur DJ í ár og 2. sigur hans á LIV mótaröðinni. Fyrir sigurinn hlaut hann hinn eftirsótta $ 4 milljón tékka (572 milljónir íslenskra króna). Mótið fór fram í Cedar Ridge CC, í Tulsa, Oklahoma, dagana 12.-14. maí 2023. _____________________________________________ Sjöunda mót LIV golfmótaraðarinnar fór fram í Trump National golfklúbbnum i Washington DC, dagana Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía M. Jónsdóttir. Stefanía er fædd 7. júní 1958 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Stefanía er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu til hamingju með daginn hér fyrir neðan Stefanía M. Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (77 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Steingrímur Walterson, GM, 7. júní 1971 (52 ára); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (44 ára); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (37 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2023 | 18:00
Stigamótaröðin 2023 (1): Ragnhildur og Sigurður Arnar sigruðu í Leirumótinu!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sigruðu á Leirumótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 2.-4. júní. Þetta var fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ 2023. Golfklúbbur Suðurnesja var framkvæmdaraðili mótsins – sem telur til stiga á heimslista áhugakylfinga en bæði áhugamenn og atvinnumenn höfðu keppnisrétt á þessu móti. Alls tóku 124 keppendur þátt sem er talsverð fjölgun frá því í fyrra, 92 karlar og 32 konur. Efstu kylfingar í kvennaflokki: Lokastaðan er hér: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, 225 högg (+9) (74-76-75). 2. Berglind Björnsdóttir, GR, 234 högg (+18) (74-79-81). 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 235 högg (+19) (76-80-79). 4.-5. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, 238 högg (+22) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Baldur Baldursson – 6. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Baldur Baldursson. Hann er fæddur 6. júní 1968 og á því 55 ára afmæli í dag. Baldur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Baldur Baldursson – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jock Hutchison (f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977); Ólafur Haukur Kárason, 6. júní 1958 (65 ára); Lárus Hrafn Lárusson, GR, 6. júní 1961 (62 ára) fgj. 18.3; Veigar Margeirsson, 6. júní 1972 (51 árs); Sjomenn Á Spáni Costablanca, 6. júní 1985 (38 ára); Prentsmiðjan Rúnir, 6. júní Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2023 | 18:00
LPGA: Rose Zhang sigraði á Mizuho Americas Open mótinu

Það var Rose Zhang sem sigraði á móti vikunnar á LPGA: Mizuho Americas Open. Zhang varð að hafa fyrir sigrinum því að loknu spili hefðbundins holufjölda var hún jöfn Jennifer Kupcho og varð að koma til bráðabana milli þeirra – báðar á samtals 9 undir pari, hvor. Zhang sigraði í bráðabananum. Rose Zhang er fædd 24. maí 2003 og því nýorðin 20 ára. Þetta er fyrsti sigur hennar á LPGA, en hún gerðist einmitt atvinnumaður í ár, 2023. Þar áður spilaði hún í tvö ár í bandaríska háskólagolfinu með liði Stanford University. Mótið fór fram í Liberty National golfvellinum í Jersey City í New Jersey, dagana 1.-4. júní 2023. Sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Marinó Örn Ólafsson – 5. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marinó Örn er fæddur 5. júní 1996 og því 27 ára í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Marinó Örn Ólafsson – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Katrín Baldvinsdóttir, 5. júní 1959 (64 ára); John Scott, 5. júní 1965 (58 ára); Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (53 ára); Dylan Frittelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (33 ára): Marinó Örn Ólafsson, 5. júní 1996 (27 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2023 | 23:59
PGA: Victor Hovland sigraði á The Memorial

Það var norski frændi okkar, Victor Hovland, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, The Memorial. Mótið fór að venju fram í Muirfield Village golfklúbbnum, í Dublin, Ohio, dagana 1.-4. júní 2023. Hovland og Denny McCarthy voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn höggafjölda, báðir höfðu spilað á samtals 7 undir pari og varð því að koma til bráðabana, þar sem Hovland hafði betur. Hovland er fæddur 18. september 1997 og því 25 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2019. Á atvinnumannsferli sínum hefir hann sigrað 8 sinnum og er þessi sigur 4 sigur hans á PGA Tour. Scottie Scheffler varð í 3. sæti á Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

