Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2023 | 20:00

Stigamótaröðin 2023 (2): Hulda Clara sigraði í kvennaflokki í Mosóbikarnum!

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði í Mosóbikarnum sem fram fór á Hlíðavelli dagana 16.-18. júní. Mótið var annað mótið á stigamótaröð GSÍ á þessu ári. Hulda Clara og Saga Traustadóttir, GKG, léku frábært golf og voru jafnar á höggi undir pari eftir 54 holur. Hulda Clara stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, varð þriðja á +1 . 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 215 högg (-1) (71-69-75). 2. Saga Traustadóttir, GKG, 215 högg (-1) (70-68-77). *Hulda Clara sigraði eftir bráðabana. 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 217 högg (+1) (72-73-72). Smelltu hér fyrir lokastöðu og úrslit í Mosóbikarnum: Leikfyrirkomulag mótsins var höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2023 | 18:00

Stigamótaröð 2023 (2): Birgir Björn sigraði!!!

Birgir Björn Magnússon, GK, sigraði í Mosóbikarnum sem fram fór á Hlíðavelli dagana 16.-18. júní. Mótið var annað mótið á stigamótaröð GSÍ á þessu ári. Birgir Björn lék hringina þrjá á 11 höggum undir pari sem er frábært skor en alls léku 20 aðrir leikmenn samtals á pari vallar eða betur á þessu móti. Það er óhætt að fullyrða að aldrei áður hafi jafnmargir leikmenn leikið samtals undir pari á þremur keppnishringjum af öftustu teigum á stigamótaröð GSÍ. Jóhannes Guðmundsson, GR, varð annar á -8 samtals og Axel Bóasson, GK, varð þriðji á sama skori eða -8. 1. Birgir Björn Magnússon, GK 205 högg (-11) (67-68-70). 2.-3. Jóhannes Guðmundsson, GR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sæberg ——– 18. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Sæberg . Árni er er fæddur 18. júní 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Árni Sæberg (25 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (83 ára); Valgerður Kristín Olgeirsdóttir, 18. júní 1955 (68 ára); Auðun Helgason (49 ára); Árni Sæberg, 18. júní 1998 (25 ára STÓRAFMÆLI!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (24/2023)

Kylfingur slær fullkomið teighögg á miðja braut. Þegar hann nálgast boltann kemur kona frá nærliggjandi braut og setur sig í stöðu til að slá boltann. „Fyrirgefðu,“ öskrar kylfingurinn reiðilega, „Þetta er boltinn minn!“ „Nei, hann er minn!“ svarar konan ákveðin. „Taktu bara upp boltann og þú munt finna nafnið mitt á honum!“ segir kylfingurinn og stendur fast á sínu. Konan tekur boltann upp, lítur stuttlega á hann og segir undrandi við manninn: „Hvernig komst nafnið þitt á boltann minn?„


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (85 ára); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (79 ára); Iceland Ísland (79 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (79 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (73 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2023 | 07:00

Gleðilegan 17. júní 2023!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 212 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í dag fyrir ári síðan var  gul veðurviðvörun um allt land; spáð rigningu og stormi, en þó voru 24 mót á dagskrá á mótaskránni, sem flestum var aflýst Í hitteðfyrra (2021) voru í boði 7 mót; 13 voru í boði (2020) og 12 árið 2019. Í dag er rigningaveður hér Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson –—- 16. júní 2023

Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 53 ára afmæli í dag!!! Mickelson er nú nr. 84 á heimslistanum og stendur sig mun betur þar en fyrrum aðalkeppinautur hans Tiger, sem er í dag nr. 1080 Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 43 slíkum mótum og nálgast óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Championship (2005). Mickelson er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2023 | 18:00

Perla Sol varð í 29. sæti á Annika Invitational Europe mótinu

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR keppti á Annika Invitational Europe, dagana 12.-15. júní 2023. Perlu Sól var boðin þátttakan vegna góðrar stöðu hennar á heimslistanum, en hún er m.a. Íslandsmeistari og Evrópumeistari unglinga. Mótið fór fram á velli golfklúbbs Halmstad í samnefndri borg í Svíþjóð. Perla Sól lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 75 78). Hún varð í 29. sæti í mótinu. Glæsileg!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margaret Ives Abbott – 15. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er hin bandaríska Margaret Ives Abbott. Margaret var fædd 15. júní 1878 og eru því 145 ár frá fæðingardegi hennar í dag. Ives Abbott lést 10. júní 1955. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn til þess að taka gullið í golfi á Ólympíuleikum, en það var aldamótaárið 1900 og Margaret þá aðeins 22 ára. Hún spilaði 9 holu hring á 47 höggum. Samkeppendur hennar virtust hafa misskilið keppnina eitthvað en þeir mættu á m.a. í hælaháum skóm! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Salthúsmarkaður Seyðisfirði 15. júní 1970 (53 ára); Rakel Þorbergsdóttir, 15. júní 1971 (52 ára); Justin Charles Garrett Leonard, 15. júní 1972 (51 árs); Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2023 | 18:00

GO: Golfklúbburinn Oddur 30 ára í dag

Golfklúbburinn Oddur fagnar 30 ára afmæli í dag. Hann var stofnaður 14. júní 1993. Á heimasíðu klúbbsins segir: „Hugmyndin að stofnun GO var að gefa félögum í Golfklúbbi Oddfellowa (GOF) möguleika á að taka þátt í starfi GSÍ og ekki síður að opna Urriðavöll fyrir golfáhugamönnum. Urriðavöllur er 18 holu, par 71 og óhætt er að fullyrða að völlurinn er með glæsilegri golfvöllum landsins. Auk Urriðavallar býður svæðið upp á 9 holu par 3 völl sem heitir Ljúflingur. Á svæðinu er einnig stórt og gott æfingasvæði (básar), púttvellir og vippgrín til æfinga.“ Golf 1 óskar stjórn klúbbsins og meðlimum hans innilega til hamingju með afmælið!!! Í aðalmyndaglugga: Par-3 13. brautin Lesa meira