Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 12:00
GKG Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba 2023 í fl. 16 ára og yngri drengja

Íslandsmót golfklúbba 2023 í flokki 16 ára og yngri fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbb Hellu dagana 21. – 22. júní 2023. Alls tóku 6 drengjalið þátt. Í drengjaflokki var keppt í einum riðli og leikin ein umferð í riðlinum þar sem öll liðin mætast innbyrðis. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar stóð uppi sem sigurvegari og er Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í drengjaflokki 16 ára og yngri. Golfklúbbur Akureyrar varð í öðru sæti og Golfklúbburinn Keilir í því þriðja. Texti og mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2023 | 22:00
Andrea og Sara kepptu á Opna breska kvenáhugamannsmótinu

Andrea Bergsdóttir, GKG og Hills GC og Sara Kristinsdóttir, GM, tóku þátt í The Womens Amateur Championship. Mótið fór fram á The Prince´s í Englandi, dagana 13.-18. júní 2023. Líkt og hjá körlunum voru fyrst spilaðir tveir höggleikshringir og síðan var skorið niður og þær sem eftir stóðu kepptu í holukeppnishluta mótsins, þangað til sigurvegarinn einn stóð eftir. Keppendur voru 143 og þær sem voru T62 héldu áfram í holukeppnina Andrea náði þeim glæsilega árangri að komast genum höggleikshkutann; lék á samtals 145 höggum (70 75) og varð T-17!!!!! Stórglæsileg!!! Söru gekk hins vegar ekki eins vel komst ekki í holukeppnishlutann og fer mótið væntanlega í reynslubankann hjá henni. Andrea Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2023 | 18:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð T-19 í Tékklandi

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í Kaskáda Golf Challenge, sem fram fór dagana 15.-18. júní í Kaskáda Golf Resort, í Brno, Tékklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour). Í mótinu var Haraldur lengi vel meðal efstu 10, en endaði jafn 3 öðrum í 19. sæti. Glæsilegur!!! Skor Haraldar var 3 undir pari, 281 högg (70 72 67 72). Sigurvegari mótsins var Ítalinn Lorenzo Scalise, sem lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (64 68 70 70). Sjá má lokastöðuna á Kaskáda Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Rúdolfsson – 22. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Rudolfsson. Axel er fæddur 22. júní 1963 og á því 60 ára merkisafmæli. Axel er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Axel Rudolfsson 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kristinn J. Gíslason, GR, 22. júní 1952 (71 árs); Símon Sigurbjörnsson, 22. júní 1958 (65 ára); Gauti Grétarsson, 22. júní 1960 (63 ára); Axel Rudolfsson, GR, 22. júní 1963 (55 ára); Daníel Helgason, 22. júní 1964 (59 ára); Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (47 ára); Notað Ekki Nýtt Ísland (42 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2023 | 08:00
María Högnadóttir fór holu í höggi

María Högnadóttir, GK var við keppni á Íslandsmóti golfklúbba 14 ára og yngri, í sameiginlegri sveit GK og Setbergs, á Selsvelli á Flúðum, þegar hún sló draumahöggið!!! Ásinn kom á 5. braut Selsvallar. Golf 1 óskar María innilega til hamingju með ásinn!!! Í aðalmyndaglugga: María Högnadóttir, GK. Mynd: Svavar Geir Svavarsson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín María Þorsteinsdóttir – 21. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín María Þorsteinsdóttir, GM. Kristín María er fædd 21. júní 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristín María Þorsteinsdóttir – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (56 árs); Matt Kuchar 21. júní 1978 (45 ára); Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 21. júní 1970 (53 ára); William McGirt 21. júní 1979 (44 ára); Ferðamálasamtök Vestfjarða 21. júní 1983 (40 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Bluessamband Vestfjarða, 21. júní 1984 (39 ára); Bae Sang-moon, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Glenna Collett Vare og Hafþór Barði Birgisson – 20. júní 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru Glenna Collett Vare og Hafþór Barði Birgisson. Glenna Collett Vare var fædd 20. júní 1903 og á því 120 ára fæðingarafmæli í dag. Hún lést 3. febrúar 1989. Hún var m.a. í bandaríska liðinu sem sigraði fyrstu Curtis Cup keppnina í Wentworth 1932. Hún hlaut inngöngu í heimsfrægðarhöll kylfinga 1975. Þegar Glenna var 81 árs var hún enn með 15 í forgjöf. Hafþór Barði Birgisson er fæddur 20. júní 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hafþór Barði Birgisson – 50 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2023 | 08:00
Opna bandaríska 2023: Wyndham Clark sigraði!

Það var bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark, sem sigraði á Opna bandaríska risamótinu 2023!!! Rickie Fowler tókst því miður ekki að tryggja sér fyrsta risatitil sinn. Clark tryggði sér hins vegar sinn fyrsta risatitil og hlaut $ 3,6 milljónir fyrir!!! En hver er þessi Clark kunna sumir að spyrja? Með því að SMELLA HÉR má sjá eldri kynningu Golf 1 á kappanum. Sigurskor Clark var 10 undir pari, 270 högg (64 67 69 70). Í 2. sæti varð Rory McIlroy á samtals 9 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti varð Scottie Scheffler (samtals á 7 undir pari) og í 4. sætinu var síðan Cameron Smith á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2023 | 19:00
LPGA: Leona Maguire sigraði á Meijer LPGA Classic

Það var hin írska Leona Maguire sem sigraði á Meijer LPGA Classic for Simply Give mótinu. Mótið fór fram í Belmont, Michigan, dagana 15.-18. júní 2023. Sigurskor Leonu var 21 undir pari, 267 högg (69 65 69 64). Hún átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti hina thaílensku, Ariyu Jutanugarn, sem lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (73 64 66 66). Hin kínverska Xiyu Lin og Amy Yang fra S-Kóreu deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna í Meijer mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ai Miyazato – 19. júní 2023

Það er japanski kylfingurinn Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍) sem er afmæliskylfingur dagsins. Ai fæddist á kvenfrelsisdaginn í Higashi, Okinawa í Japan, 19. júní 1985 og á því 38 ára afmæli í dag. Hún gerðist atvinnukylfingur 2004 og tilkynnti á 2017 að hún væri hætt í keppnisgolfi. Á ferli sínum sigraði Ai í 25 mótum sem atvinnumaður þar af í 9 á LPGA. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjofn Bjornsdottir 19. júní 1957 (66 ára); Daniel Silva, 19. júní 1966 (57 ára); Haukur Ingi Jónsson 19. júní 1967 (56 árs); Bílnet Gunnar Ásgeirsson 19. júní 1970 (53 ára); Matthías P. Einarsson 19. júní 1974 (49 ára); Sturlaugur H Böðvarsson 19. júní Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

