Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 23:00

Íslandsmót golfklúbba 2023: GKG Íslandsmeistarar í stelpuflokki 14 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 14 ára og yngri fór fram dagana 21.-23. júní og var leikið á Selsvelli hjá Golfklúbbnum á Flúðum. Alls tóku 7 stúlknalið þátt. Keppnin hófst á að liðin léku 18 holu höggleik þar sem þrjú bestu skor liðsins töldu. Raðað var í riðla eftir stöðunni úr höggleiknum. Þá skiptist keppnin í holukeppnis og texas scramble fyrirkomulag eftir því í hvaða sæti lið lenti. Úrslit úr höggleik má sjá hér fyrir STÚLKUR. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar sigraði og er Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í stúlknaflokki 14 ára og yngri. Golfklúbbur Akureyrar varð í öðru sæti og Golfklúbbur Mosfellsbæjar í því þriðja. Mynd og texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 22:00

Íslandsmót golfklúbba 2023: GKG Íslandsmeistarar í strákaflokki 14 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 14 ára og yngri fór fram dagana 21.-23. júní og var leikið á Selsvelli hjá Golfklúbbnum á Flúðum. Alls tóku 14 lið þátt í drengjaflokki. Fyrst voru spilaður höggleikur, þar sem 3 bestu skor liðs töldu. Eftir það var raðað í riðla eftir stöðunni úr höggleiknu. GKG er Íslandsmeistari golfklúbba í strákaflokki 14 ára og yngri – GK varð í 2. sæti og GA í 3. sæti.   Sjá má úrslitin í höggleikshluta keppninnar með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (25/2023)

Einn stuttur á ensku: Why couldn’t Cinderella play golf? Answer: Because she always runs away from the ball!  


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 18:00

Enginn íslensku strákanna 4 komst í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fór dagana 18.-24. júní 2023. Þetta voru þeir Kristófer Orri Þórðarson, GKG; Hlynur Bergsson, GKG; Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG og Aron Emil Gunnarsson ,GOS. Spilað var á tveimur völlum: annars vegar Hillside og hins vegar Southport & Ainsdale völlunum, sem eru skammt frá borginni Liverpool á Englandi. Þátttakendur í mótinu voru 289. Fyrstu tvo dagana var leikinn höggleikur og síðan skorið niður. Skemmst er frá því að segja að enginn íslensku keppendanna komst í gegnum niðurskurð og þ.a.l. í holukeppnishlutann, sem tók við. Aðeins 85 efstu spiluðu holukeppnina. Best af Íslendingunu stóð Kristófer Orri sig, en hann varð T-156 eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir, fyrsti kvenatvinnukylfingur okkar Íslendinga, sem spilaði á LET. Ólöf María er fædd í dag,  24. júní 1976 og á því 47 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólöf María Jónsdóttir (47 ára– Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (92 ára); Golfistas de Chile (89 ára); Juli Inkster, 24. júní 1960 (63 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (59 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (51 árs); Louise Friberg, 24. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 21:00

LET: Guðrún Brá náði ekki niðurskurði á Amundi German Masters

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti sl. viku á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET). Mótið, Amundi German Masters,  fór fram dagana 15.-18. júní 2023 í Golf & Country Club Seddiner See. Guðrún Brá komst ekki í gegnum niðurskurð lék fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 7 yfir pari (79 72).  Til þess að ná niðurskurði varð að spila hringina tvo á samtals 4 yfir pari eða betur. Sigurvegari mótsins varð Kristyna Napoleaova. Hún var að hafa fyrir sigrinum, því eftir hefðbundið spil var hún jöfn hinni ensku Cöru Gainer, báðar höfðu spilað keppnishringina fjóra á samtals 14 undir pari, hvor. Það varð því að koma til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 20:00

Íslandsmót golfklúbba 2023: GM-ingar Íslandsmeistarar í stúlknaflokki 21 árs og yngri

Stúlknasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) varð Íslandsmeistari í flokki 21 árs og yngri. Mótið fór fram á 20.-22. júní 2023 á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss. í stúlknaflokki voru alls 6 lið og keppt í einum riðli, þar sem öll lið léku innbyrðis. Í öðru sæti varð stúlknasveit Golfklúbbs Kópavogs (GKG) og Garðabæjar og sveit Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) í fjórða sæti. Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum léku tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni. Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarastúlknasveit GM á Íslandmóti golfklúbba 2023. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 18:00

Íslandsmót golfklúbba 2023: GR Íslandsmeistarar í fl. 21 árs og yngri pilta

Það er piltasveit Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) 21 árs og yngri, sem varð Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba 2023. Mótsstaður var Svarfhólsvöllur á Selfossi og fór mótið fram dagana 20.-22. júní 2023. Veðrið lék ekki við keppendur, rigning og rok. Piltasveit GR hafði betur gegn piltasveit Golfklúbbs Akureyrar (GA) 2&1. Golfklúbburinn Keilir (GK) landaði 3. sætinu í viðureign um bronsið við Golfklúbb Suðurnesja 2&1. Spilaður var höggleikur á 1. keppnisdegi og þar eftir raðað í riðla eftir úrslitum EFstu liðin úr A og B riðli léku um Íslandsmeistaratitilinn, liðin í 2. sæti í A og B riðli um bronsið; liðin í 3. sæti í A og B léku um 5 sætið. C Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Colin Montgomerie – 23. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Colin Montgomerie. Hann er fæddur 23. júní 1963 og er því 60 ára í dag. Monty eins og hann er oft kallaður á metið i því að vera efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar 8 ár, þar af 7 ár í röð þ.e. á árunum 1993-1999. Monty hefir unnið samtals 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 31 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem kemur honum í 4. sæti yfir þá sem unnið hafa flesta titla á þeirri mótaröð. Monty er einn þeirra sem aldrei hefir unnið risamótstitil og olli það nokkrum deilum þegar hann var þrátt fyrir það tekinn í frægðarhöll kylfinga 2013. Á móti kemur að Ryder Cup ferill Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 14:00

Íslandsmót golfklúbba 2023: GKG Íslandsmeistarar í telpnaflokki 16 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2023 í flokki 16 ára og yngri fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbb Hellu dagana 21. – 22. júní. Í stúlknaflokki var keppt í einum riðli og leikin ein umferð í riðlinum þar sem öll liðin mættust innbyrðis. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði og er því Íslandsmeistari golfklúbba í stúlknaflokki 16 ára og yngri árið 2023. Golfklúbbur Reykjavíkur varð í öðru sæti og Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í þriðja sæti, Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarasveit GKG á Íslandsmóti golfklúbbi 2023.