Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þorbergsson – 27. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Þorbergsson. Ólafur er fæddur 27. júní 1968 og fagnar því 55 ára afmæli í dag!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Catherine Lacoste, 27. júní 1945 (78 ára); David Leadbetter (bandarískur golfkennari) 27. júní 1952 (71 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2023 | 07:00

GA: Anna Jódís og Lelli sigruðu á Artic Open!

Á heimasíðu GA er eftirfarandi frétt og myndir af Artic Open 2023, sem lauk laugardaginn 25. júní sl.: Hinu árglega og geysivinsæla Arctic Open móti lauk formlega með stórglæsilegri kvöldskemmtun og verðlaunahófi á laugardagskvöldinu síðasta upp í golfskálanum á Jaðri. Í ár tóku 252 kylfingar þátt í mótinu og voru þeir gríðarlega heppnir með veðrið sem lék svo sannarlega við okkur þessa dagana. Miðnætursólin lét sjá sig báða keppnisdaga og var veðrið einnig með besta móti á laugardagskvöldinu. Mótið er það fjölmennasta frá upphafi og erum við hjá GA ánægð hversu gríðarlega vel tókst að halda utan um keppendur á meðan móti stóð. 42 erlendir kylfingar tóku þátt í mótinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur varð í 58. sæti á Open de Bretagne

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour): Open de Bretagne. Mótið fór fram 22.-25. júní 2023 á Golf Blue Green de Pléneuf Val André, í Pléneuf, Frakklandi. Haraldur lék á samtals 13 yfir pari, 293 höggum (69 73 74 77) og hafnaði í 58. sæti!!! Flottur!!! Sigurvegari varð Stuart Manley frá Wales, en hann lék á samtals 9 undir pari, 271 höggi (68 62 71 70). Sjá má lokastöðuna á Open de Bretagne með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 22:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst komst ekki g. niðurskurð á BMW Int. Open

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tók þátt í BMW International Open, sem fram dagana 22.-25. júní 2023 í Golfclub München Eichenried, í München, Þýskalandi. Guðmundur Ágúst komst því miður ekki gegnum niðurskurð, sem miðaðist við parið eða betur. Guðmundur Ágúst spilaði á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og varð T-99. Sigurvegari í mótinu varð Thristan Lawrence frá S-Afríku, á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á BMW International Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 21:30

KPMG Women’s PGA Championship 2023: Yin Ruoning sigraði!

Það var Yin Ruoning frá Kína sem stóð uppi sem sigurvegari á 2. kvenrisamótinu 2023; PGA Championship. Mótið fór fram á Lower Course á Baltusrol, í Springfield, New Jersey, dagana 22.-25. júní 2023. Sigurskor Ruoning var 8 undir pari, 276 högg (67 – 73 – 69 – 67). Fyrir sigurinn hlaut Ruoning $ 1,5 milljón (u.þ.b. 215 milljónir íslenskra króna). Yuka Saso frá Japan varð í 2. sæti á samtals 7 undir pari og 5 kylfingar deildu með sér 3. sætinu  á samtals 6 undir pari. Það voru þær Anna Nordqvist frá Svíþjóð; hin spænska Carlota Ciganda; Stephanie Meadow frá Englandi; Megan Khang frá Bandríkjunum og Xiyu Lin frá Kína. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 18:00

PGA: Keegan Bradley sigraði á Travelers

Bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley sigraði á Travelers meistaramótinu, móti vikunnar á PGA Tour. Mótið fór fram dagana 22.-25. júní 2023 á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut. Sigurskor Bradley var 23 undir pari, 257 högg (62 63 64 68). Fyrir sigurinn hlaut Bradley $3,6 milljónir og 500 FedEx stig – Munar í raun engu í verðlaunafé á PGA Tour og LIV í þessu móti – en á LIV golf mótaröðinni hlýtur sigurvegarinn $ 4 milljónir. Bradley átti heil 3 högg á þá Zac Blair og Brian Harman, sem deildu 2. sætinu á samtals 20 undir pari, hvor. Keegan Bradley er fæddur 7. júní 1986 og því 37 ára. Hann gerðist Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Helgudóttir og Rakel Garðarsdóttir – 26. júní 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Áslaug Helgudóttir og Rakel Garðarsdóttir. Áslaug er fædd 26. júní 1958 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Áslaugar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Áslaug Helgudóttir (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Rakel er fædd 26. júní 1963 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Rakel til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Rakel Garðarsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Rakel Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2023 | 23:00

Landslið Íslands í liðakeppnum EM 2023 valin

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokki á Evrópumótunum í liðakeppni 2023. Kvenna- og stúlknaliðin eru í efstu deild en karla- og piltalandsliðið eru í næstefstu deild. Landslið Íslands eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. Ólafur hefur jafnframt tilkynnt hvaða leikmenn verða fulltrúar Íslands á European Young Masters. Karla- og piltalið Íslands: Karla- og piltalið Íslands keppa á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí. Þjálfarar liðanna eru Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari liðanna. Eftirtaldir leikmenn skipa karlalið Íslands:  Birgir Björn Magnússon, GK Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Hlynur Bergsson, GKG Kristján Þór Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Masahiro Kawamura – 25. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er japanski kylfingurinn Masahiro Kawamura ((川村 昌弘).  Kawamura er fæddur 25. júní 1993 í Mie í Japan og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Hann á í beltinu 1 sigur á japönsku PGA mótaröðinni og 1 sigur á Asíutúrnum. Hann hefir nokkrum sinnum landað 2. sætinu t.a.m. í nóvember 2020, þegar hann krækti sér í 2. sætið á Aphrodite Hills Cyprus Showdown; einu höggi á eftir Robert MacIntyre.(en þetta er jafnframt besti árangur Kawamura á Evróputúrnum til þessa). Kawamura varð líka í 2. sæti nú í ár, 2023, á Magical Kenya Open. Í dag er Kawamura er nr. 296 á heimslistanum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2023 | 23:59

LET: Guðrún Brá 2 höggum frá niðurskurði í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda á Tipsport Czech Ladies Open, en mótið fer fram dagana 23.-25. júní 2023. Því miður komst hún ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni, en lokahringur mótsins verður spilaður á morgun, sunnudaginn 25. júní. Mótið er venju skv. þriggja hringja og spilaði Guðrún Brá fyrstu tvo hringina á 4 yfir pari, 148 höggum (75 73) og var hún 2 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, sem miðaðist við 2 yfir pari eða betra. Guðrún Brá varð T-79 af 132 keppendum. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Diksha Dagar frá Indlandi á samtals 10 undir pari. Mótið fer fram í Royal Beroun golfklúbbnum, sem Lesa meira