Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 29 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Mótaröð þeirra bestu (áður: Eimskipsmótaröðinni) með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson – 29 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Steinunn Olina Thorsteinsdottir, 2. júlí 1969 (54 ára) ;Brianne Jade Arthur, 2. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2023 | 13:30

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst spilaði loka- hringinn á British Masters á glæsilegum 69!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hefir nú lokið leik á British Masters. Hann lék lokahringinn á glæsilegum 69 höggum á Belfry og lauk því keppni á sléttu pari (76 69 74 69). Þvílíkt flottur!!! Guðmundur Ágúst deildi 39. sætinu með 9 öðrum, þ.e. varð T-39. Ljóst er að Guðmundur Ágúst hefir spilað betur í þessu móti en margir þekktir kylfingar, sem eru neðar en hann í sætisröðinni t.a.m. Edoardo Molinari og Ross Fisher. Það var hinn 24 ára nýliði, Daníel Hillier (f. 26. júlí 1998) frá Nýja-Sjálandi sem sigraði og var sigurskor hans 10 undir pari (72 71 69 66), en hann átti 2 högg á næstu menn, þá Gunner Wiebe frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 22:00

NGL: Axel lauk keppni T-15 á PGA Championship Landeryd Masters! Glæsilegt!!!

Axel Bóasson, GK,  lauk í dag keppni á móti Ecco Tour: PGA Championship Landeryd Masters. Mótið fór fram dagana 28. júní – 1.júlí 2023 og var keppnisstaður Vesterby Golf í Brokind, Svíþjóð. Mótið er á Ecco mótaröðinni, sem er hluti Nordic Golf League (skammt.: NGL). Axel lék á samtals á 1 undir pari, 283 höggum (73 70 69 71) og varð T-15. Glæsilegt!!! Sigurvegari mótsins varð Daninn Peter Launer Bæk, en hann lék á samtals 13 undir pari og átti heil 4 högg á næsta mann. Sjá má lokastöðuna á PGA Championship Landeryd Masters með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Axel Bóasson. Mynd: Golf 1


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 21:00

GSS: Hrefna Svanlaugsdóttir sigraði á 20 ára afmælismóti kvennamóts GSS!!!

Í dag voru tímamót því Kvennamót GSS var haldið í tuttugasta sinn. Síðustu tvo áratugi hefur mótið skipað sér sess meðal glæsilegustu golfmóta, sem sögur fara af. Allir þátttakendur hafa farið heim með glaðning, sem væri ekki hægt nema vegna þess að fyrirtæki og aðilar í samfélaginu hafa gegnum tíðina stutt dyggilega við mótahaldið. Mótið í ár var glæsilegt, líkt og mót sl. 20 ár hafa verið og vonandi verður kvennamót GSS á dagskrá næstu 20 ár og lengur!!!! Keppt var í einum opnum flokki og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari kvennamóts GSS 2023 er Hrefna Svanlaugsdóttir, GA, en hún var með 42 punkta. Jafnar í 2.- 4. sæti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 20:10

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á +2 á 3. hring British Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, spilaði í dag 3. hring á British Masters. Hann lék 3. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er því samtals búinn að spila á 3 yfir pari (76 69 74). Guðmundur Ágúst er T-67 þ.e. jafn 4 öðrum í 67. sæti. Í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun eru 6 kylfingar, sem allir hafa spilað á samtals 7 undir pari. Þetta eru þeir:  Guido Migliozzi; Joost Luiten; Niklas Nörgaard og heimamennirnir Oliver Wilson, James Morrison og Andy Sullivan. Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (26/2023)

Einn stuttur á ensku: “What did one golf ball say to the other..? See you round.”


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Júlíana Kristný Sigurðardóttir – 1. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Júlíana Kristný Sigurðardóttir, Júlíana Kristný er fædd 1. júlí 1998 og fagnar því 25 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Júlíana Kristný Sigurðardóttir (25 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Oddný Hrafnsdóttir., 1. júlí 1962 (61 árs); Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (38 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (37 ára); Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (36 árs); Bluessamband Reykjavíkur (37 ára); Sportstöðin Selfossi; Glingur Net; Hljómsveitin Allt Í Einu; Veiðifélag Bjarnareyinga (113 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 13:30

LET Access: Ragnhildur lauk keppni T-35 á Västerås Open

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tók þátt í móti vikunnar á LET Access, Västerås Open. Hún komst í gegnum niðurskurð og hafnaði í 35. sæti í mótinu, en sætinu deildi hún með 7 öðrum kylfingum Skor Ragnhildar var samtals 7 yfir pari, 223 höggum (72 74 77). Hin danska Puk Lyng Thomsen sigraði í mótinu á samtals. 8 undir pari og átti heil 4 högg á næsta keppanda. Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 12:00

EGA: Gunnlaugur Árni komst ekki g. niðurskurð á European Amateur meistaramótinu

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð á European Amateur Championship, en mótið fer fram dagana 28. júní – 1. júlí 2023 á Pärnu Bay Golf Links, í Eistlandi. Lassi Pekka Tilander hannaði völlinn ásamt Mick McShane – sem mótaði jarðveg golfvallarins. McShane hefur m.a. komið að slíkum verkefnum á Castle Course og Kingsbarns völlunum á St. Andrews golfsvæðinu á Skotlandi.  Völlurinn er par 72, og er um 6.200 metrar. Niðurskurður í mótinu miðaðist við samtals 9 undir pari, eftir 3 spilaða hringi. Gunnlaugur Árni lék engu að síður vel, var á 5 undir pari, 211 höggum og sérstaklega var 2. hringur hans glæsilegur (72 68 71). Verið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 22:00

Evróputúrinn: Stórglæsilegt golf hjá Guðmundi Ágúst á Belfry!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tekur þátt í British Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla. Mótið fer fram á The Belfry, í Sutton, Englandi, dagana 29. júní – 2. júlí 2023. Guðmundur komst í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 1 yfir pari. Guðmundur dansaði á niðurskurðarlínunni, en eftir fremur slakan 1. hring upp á 76 högg, sýndi Guðmundur Ágúst karakter og gerði það sem þurfti – spilaði á 69 glæsihöggum í dag og kom sér gegnum niðurskurð!!! Stórglæsilegur!!!! Í efsta sæti eftir 2 hringi eru reynsluboltarnir Justin Rose og Antoine Rozner, báðir á 6 undir pari. Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: