Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 20:45
Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sófusson —— 31. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Sófusson, GR. Árni er fæddur 31. maí 1946 og því 68 ára í dag. Hann hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og stendur sig yfirleitt vel! Árni er í Golfklúbbi Ásatúns (GÁS). Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Árni Sófusson (68 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (59 ára); Janice Moodie, skosk, 31. maí 1973 (41 árs); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (40 ára stórafmæli!!!) ….. og …… Helga Rún Guðmundsdóttir GL, 44 ára Laufey Oddsdótir (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 19:00
Einskipsmótaröðin 2014 (2): Arnór Ingi og Heiðar Davíð leiða fyrir lokahringinn á Hellu

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður léku kylfingar á Eimskipsmótaröðinni frábært golf á Strandarvelli í dag. Talsverður vindur og rigning gerði völlinn afar erfiðan viðureignar. Arnór Ingi Finnbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík eru efstir og jafnir fyrir loka hringinn á Egils Gull mótinu. Arnór Ingi lék í dag á 68 höggum í eða á tveimur undir pari, og var á næstbesta skori dagsins. Arnór Ingi lék í bandaríska háskólagolfinu með „The Crusaders“, golfliði Belmont Abbey. Heiðar Davíð sem leiddi eftir fyrsta hringinn lék í dag á 72 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis er í þriðja sæti, hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 18:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Fannar Ingi frábær! – Á besta skori á 2. degi á Hellu

Fannar Ingi Steingrímsson GHG lék hreint frábært golf á Hellu í dag. Þó nokkrir eigi eftir að ljúka hringjum sínum, 2 holur, þá er ljóst að Fannar Ingi er á besta skori dagsins 4 undir pari, 66 höggum!!! Hann var reyndar sá eini ásamt forystumanninum Arnóri Inga Finnbjörnssyni GR og GK-ingnum Henning Darra Þórðarsyni til þess að spila undir pari í dag. Fannar Ingi fékk glæsiörn á 10. braut og síðan 3 fugla og 1 skolla. Fannar Ingi er þekktur fyrir að eiga frábæra lokaspretti og er skemmst að minnast glæsiframmistöðu Fannars Inga á Íslandsbankamótaröðinni fyrir næstum nákvæmlega ári síðan, þ.e. 2. júní 2013, en þá lauk hann keppni á hreint ótrúlega, stórglæsilegu skori Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 17:39
Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind brillíant á Hellu!

Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur heldur forystu í kvennaflokki eftir tvo hringi á Egils Gull mótinu sem fram fer á Strandarvelli Hellu. Berglind lék í dag á 73 höggum eða á þremur höggum yfir pari, hún er samtals á 142 höggum, 2 högg yfir pari. Önnur er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 148 höggum, 8 högg yfir pari. Í þriðja sæti er Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili á 152 höggum, eða 12 högg yfir pari. Niðurskurður verður eftir hringinn í dag og komast áfram 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki. Ef keppendur eru jafnir í 63. sæti í karlaflokki eða 21. sæti í kvennaflokki Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 13:30
Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind með afgerandi forystu eftir fyrri 9 á 2. hring

Þegar búið er að spila helminginn af 2. hring (9 holur) á Egils Gull mótinu hefir Berglind Björnsdóttir, GR, tekið afgerandi forystu; á 7 högg á næsta keppanda, sem er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Berglind er sem stemdur á samtals sléttu pari en Anna Sólveig á samtals 7 yfir pari. Berglind er búin að spila yfirvegað – fékk fugl á par-4 7. brautina á Hellu og tvo skolla (á par-3 4. brautinni og par-4 9. brautinni). Það er fátt sem virðist getað stöðvað Berglindi á þessari stundu. Í 3. -4. sæti eru sem fyrr Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og nú einnig Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, sem var í 2. sæti; Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 12:15
Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Þórdís Geirs byrjar 2. hringinn vel!

Þórdís Geirs í Golfklúbbnum Keili er búin að eiga draumabyrjun á 2. hring Egils Gulls mótsins á Hellu. Þórdís er komin í 2 undir pari; fékk fugl á par-3 4. holu Strandarvallar og síðan annan fugl á par-4 6. holunni. Þórdís lék 1. hring á 13 yfir pari, en er nú búin að vinna sig upp í samtals skor upp á 11 yfir pari og er sem stendur í 7. sæti af kvenkylfingunum 23 í mótinu. Baráttujaxl á ferðinni þar sem Þórdís er – glæsilegt hjá henni og vonandi að afgangur hringsins verði jafngóður! Til þess að sjá stöðuna á Egils Gull mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 12:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (2): 2. dagur
Nú í morgun voru fyrstu ræstir út á 2. hring 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins. Eftir 1. dag leiða klúbbmeistari kvenna í GR 2013 Berglind Björnsdóttir og Heiðar Davíð Bragason, GHD… en fast á hæla þeirra koma Sara Margrét Hinriksdóttir, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK í kvennaflokki og þrír kylfingar í karlaflokki, sem allir voru aðeins 1 höggi á eftir Heiðar Davíð þ.e. þeir: Árni Freyr Hallgrímsson, GR; Hákon Harðarson, GR og Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ. E.t.v. má segja að staðan eftir 1. hring hafi komið á óvart a.m.k. í karlaflokki, en þetta sýnir bara hversu mikil breidd er meðal þeirra bestu á Íslandi í dag! Það verður spennandi að fylgjast Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 10:45
Phil Mickelson sætir rannsókn vegna innherjaviðskipta

Um alla golffréttamiðla þessa stundina eru fréttir um að kylfingurinn vinsæli Phil Mickelson sæti nú rannsókn ásamt tveimur öðrum William „Billy“ Walters sem er þekktur veðmálaspekúlant og Carl Icahn fjárfestis, vegna ólögmætra innherjaviðskipta í tveimur ótengdum verðbréfaviðskiptum. Að svo komnu sætir málið rannsókn FBI og embættis Eftirlits með verðbréfaviðskiptum (ens. Securities and Exchange Commissioner) en enginn af ofangreindum aðilum hefir verið kærður fyrir brot. Lögmaður Mickelson, Glenn Cohen, vísar því reyndar á bug í Wall Street Journal að skjólstæðingur sinn sé eitthvert sérlegt andlag rannsóknarinnar. Þess mætti geta á milljarðamæringurinn Carl Icahn, 78 ára, á að baki 50 ára flekklausan feril á Wall Street og þetta er í fyrsta sinn sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 10:30
Evróputúrinn: Dubuisson, Quiros og Pepperell leiða í hálfleik á Nordea Masters – Hápunktar 2. dags

Þeir Victor Dubuisson frá Frakklandi, Alvaro Quiros frá Spáni og Eddie Pepperell frá Englandi eru í forystu í hálfleik á Nordea Masters í Malmö í Svíþjóð, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Þeir þrír eru allir búnir að spila á samtals á 6 undir pari, 138 höggum; Dubuisson (69 69); Quiros (71 67) og Pepperell (66 72). Til þess að fylgjast með skori á skortöflu en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 09:00
LPGA: Jennifer Johnson leiðir e. 1. dag Shoprite Classic

Bandaríski kylfingurinn Jennifer Johnson leiðir eftir 1. dag Shoprite Classic, sem hófst í gær á Bay golfvelli, Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey. Það er ástralska golfdrottningin Karrie Webb, sem á titil að verja. Jennifer lék á 9 undir pari, 62 glæsihöggum en hún jafnaði vallametið á Bay golfvellinum. Á hringnum fékk Jennifer 10 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti er japanska stúlkan Haru Nomura, 1 höggi á eftir Jennifer og í 3. sæti er Christina Kim enn öðru höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shoprite Classic mótsins SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

