Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 13:00

LET Access: Valdís Þóra 1 höggi frá að ná niðurskurði

Valdís Þóra Jónsdóttir , GL, tók þátt í Pilsen Golf Challenge í Tékklandi, en mótið er á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (71 77) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð. Niðurskurður miðaðist við 5 yfir par. Í efsta sæti eftir 3 hringi er Melody Bourdy systir franska kylfingsins Grégory Bourdy, en systkinin leika bæði á Evrópumótaröðum. Næsta LET Access mót Valdísar Þóru er eftir viku. Til þess að sjá stöðuna í Pilsen Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 12:00

Champions Tour: Monty efstur e. 1. dag á US Senior Open

Colin Montgomerie (Monty) lýsti því yfir fyrir US Senior Open risamótið á bandarísku PGA Öldungamótaröðinni að hann teldi Bernhard Langer líklegastan sigurvegara mótsins. Eitthvað verður Monty að endurskoða þessa afstöðu sína. Hann sjálfur er í forystu eftir 18 holur, lék á 6 undir pari, 65 höggum á Oak Tree National þar sem mótið fer fram. Monty fékk fugla á 14.-16. holu, en hann hóf leik á 10. teig og var á 33 höggum seinni 9. Hann var síðan með fugla á 6.-8 á fyrri 9 og átti fínan hring þrátt fyrir óþægilegan hita og raka. „Þetta var lykillinn að hringnum, fuglarnir 3 í röð á fyrri 9 þ.e. seinni 9 hjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 10:15

PGA: Hápunktar 1. dags á John Deere Classic

Það eru þeir Brian Harman, Zach Johnson og Rory Sabbatini, sem leiða eftir 1. dag á John Deere Classic á TPC Deere Run golfvellinum í Illinois í Bandaríkjunum, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour. Allir spiluðu þeir á glæsilegum 63 höggum, líkt og Golf 1 greindi frá í gær og enginn sem náði að fara fram úr þeim eða jafna við þá. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á John Deere Classic  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 10:00

„Afsakaðu elskan… en ég er farinn… til að spila í Opna breska“

Indverski kylfingurinn Anirban Lahiri fékk 2. boð sitt á ferlinum til að spila í Opna breska. Tilkynningin um það kom nokkuð óvænt en Lahiri var á brúðkaupsferðalagi á Madagaskar, nýkvæntur og aðeins búinn að eyða 2 dögum á hitabeltiseyjunni með sinni heittelskuðu. Nr. 85 á heimslistanum, þ.e. Lahiri hikaði ekki andartak eftir að boðið kom og dreif sig á mótsstað, Royal Liverpool til æfinga. „Ég vil spila afslappað í næstu viku en líf mitt hefir verið stressað frá giftingunni (seint í maí) og það hafa verið allskonar útréttingar í hausnum á mér eins og að fá vegabrefsáritun, gistingu og bókun flugs, sagði Lahiri í viðtali við blaðamann Asíutúrsins. „Ég er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 09:00

Azinger: Golf Tiger hefir versnað við sveiflubreytingar hans

Paul Azinger sagði á blaðamannafundi  ESPN í gær, sem haldinn var í tengslum við Opna breska, að sér sýndist sem golfleikur Tiger hafi versnað vegna allra sveiflubreytinganna, sem hann hefir gert. Azinger hefir sigrað á PGA Championship risamótinu (1993), er fyrrum Ryder bikars fyrirliði Bandaríkjanna og lék m.a. með Tiger í einni Ryder bikarskeppni, en er nú golfskýrandi fyrir ESPN. Alls hefir Tiger gert fjórar meiriháttar sveiflubreytingar með 3 ólíkum sveifluþjálfurum á ferli sínum, í hvert sinn með það að markmiði að verða betri. Tiger hefir tilkynnt um  þátttöku  í Opna breska, sem fram fer 17.-20. júlí n.k. en þetta er fyrsta risamótið sem hann tekur þátt í frá því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 07:30

GA: Lárus Ingi og Ólavía Klara Akureyrarmeistarar 14 ára og yngri

Þriðjudaginn 8. júlí 2014 lauk Akureyrarmóti hjá krökkum 14 ára og yngri. Stóðu krakkarnir sig virkilega vel og spiluðu glæsilegt golf. Akureyrarmeistari stúlkna 14 ára og yngri er Ólavía Klara Einarsdóttir og Akureyrarmeistari stráka 14 ára og yngri er Lárus Ingi Antonsson. Golf 1 óskar þeim og krökkunum, sem tóku þátt í mótinu til hamingju með flott spil og flottan árangur!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 20:45

Moe hefði orðið 85 í dag!

Murray Irwin „Moe“ Norman, fæddist 10. júlí 1929 og  dó saddur lífdaga 4. september 2004. Moe hefði orðið 85 ára í dag! En hver er Moe Norman? Hvað vita íslenskir kylfingar um þennan kanadíska snilling golfíþróttarinnar? Golf 1 hefir reynt að halda minningu Moe á lofti og má hér rifja upp líf þessa einstaka manns með því að skoða eldri greinar Golf 1 um Moe. Smellið á tenglana hér að neðan: MOE NORMAN NR. 1 MOE NORMAN NR. 2 MOE NORMAN NR. 3 MOE NORMAN NR. 4 MOE NORMAN NR. 5 MOE NORMAN NR. 6 MOE NORMAN NR. 7 MOE NORMAN NR. 8


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 20:15

PGA: Harman, Johnson og Sabbatini taka forystu á John Deere Classic snemma dags

Zach Johnson, Brian Harman og Rory Sabbatini hafa tekið forystu á móti vikunnar á PGA Tour, John Deere Classic, sem hófst í dag. Allir léku þeir á 8 undir pari, 63 höggum. Til þess að fylgjast með stöðunni á John Deere ClassicSMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði og er góður kylfingur. Hann varð m.a. klúbbmeistari GMS 2012 og varð í 2. sæti á meistaramótinu, sem hanntók þátt í 2013! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan… Margeir Ingi Rúnarsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 –  d. 4. september 2004 (hefði orðið 85 ára í dag!;   Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (49 ára) ….. og ……   Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 19:45

Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag á Opna skoska

Rory McIlroy átti glæsilega byrjun á Opna skoska, lék á 7 undir pari, 64 höggum! Hann er í efsta sæti á Royal Aberdeen golfvellinum þar sem mótið fer fram en fast á hæla honum eru Ricardo Gonzales og Svíinn Kristoffer Broberg. Broberg og Gonzales eru búnir að spila á 6 undir pari, 65 höggum, hvor. Í 5. sæti enn öðru höggi á eftir er hópur 4 kylfinga: Luke Donald, Richard Bland og heimamennirnir Marc Warren og David Drysdale. Einn í 4. sæti á 5 undir pari, 66 höggum er Michael Hoey. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Opna skoska eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að Lesa meira