Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 12:00
Opna breska 2014: Rickie Fowler og Charl Schwartzel slá í sama eftirlitsmann

Bill Davies er forseti the Vicars Cross golfklúbbsins, sem er í 30 mínútna fjarlægð frá Royal Liverpool golfklúbbnum (Hoylake) þar sem Opna breska 2014 fer fram. Í þessari viku tók hann að sér störf eins eftirlitsmanna á þessu risamóti. Þvílík skemmtun! Honum var úthlutuð 16. holan, sem er 577 yarda par-5 hola, lengsta brautin á vellinum. Með öllu þessu plássi sem leikmenn hafa til að vinna með þá skyldi maður ætla að Davies væri öruggur næstum hvar sem væri meðfram brautinni. En það er sko alls ekki rétt. Davies fékk boltann beint í lærið eftir högg frá Rickie Fowler á 1. mótsdegi. Davies sagði Fowler hafa verið meira áhugasamur um hvar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 10:00
LPGA: Laura Diaz efst e. 2. dag Marathon Classic

Marathon Classic mótið fer fram í Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvania, Ohio. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og stendur dagana 17.-19. júlí m.ö.o. lokahringurinn verður spilaður í kvöld. Fyrir lokahringinn er það hin 39 ára, fyrrum varafyrirliði liðs Bandaríkjanna í síðasta Solheim Cup, Laura Diaz, sem leiðir. Diaz er búin að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (62 69). Glæsilegt skor það!!! Díaz var næstum búin að taka þá ákvörðun að hætta í golfi til þess að geta verið meira heima með fjölskyldu sinni – en nú hefir hún ákveðið að reyna að gera hvorutveggja … vera í keppnisgolfi og góð mamma hinnar 4 ára Lily og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 09:00
Opna breska 2014: 3. hringur hafinn – Fylgist með á skortöflu hér! – Hápunktar 2. dags

Eftir 2. keppniesdag Opna breska er það enn norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, sem leiðir nú á 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Fjórum höggum á eftir honum í 2. sæti er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, á samtals 8 undir pari, 136 höggum (71 65). Sex kylfingar deila 3. sætinu, þ.á.m. Rickie Fowler á samtals 6 undir pari, 138 höggum, hver. Sögulegt á 2. hring er að Tom Watson slapp í gegnum niðurskurð, elstur allra 64 ára. Aðrir sem rétt komust í gegn eru Tiger, Luke Donald, Jordan Spieth, Jason Day og Thorbjörn Olesen. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna breska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá rástíma keppenda Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 08:00
GHR: Mæðginin Katrín Björg og Andri Már klúbbmeistarar 2014 – Úrslit

Meistaramót GHR fór fram dagana 9.-12. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 24. Klúbbmeistarar GHR 2014 eru mæðginin Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir og Andri Már Óskarsson. Þar með endurtóku þau mæðginin leikin frá árinu 2009, en þá urðu þau fyrst klúbbmeistarar GHR samtímis. Úrslit í meistaramóti GHR 2014 voru eftirfarandi: Börn 12 ára: 1 Almar Máni Þorsteinsson GHR 24 F 78 71 149 79 149 149 79 2 Jón Bragi Þórisson GHR 24 F 81 80 161 91 161 161 91 Drengjaflokkur 16 ára og yngri: 1 Daði Freyr Hermannsson GHR 12 F 42 41 83 13 101 96 83 280 70 Meistaraflokkur karla: 1 Andri Már Óskarsson GHR Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 22:00
GKB: „Skellum ekki í lás“ segir Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB

Það hefur rignt víða hressilega það sem af þessum mánuði og reyndar í allt sumar. Þessar aðstæður hafa haft mikil áhrif á golfiðkun landsmanna og Kiðjabergsvöllur hefur ekki farið varlhluta af því. Aðsóknin hefur verið mun minni en undanfarin ár og tekjur dregist saman. Það vill til að klúbburinn er nánast skuldlaus og því er hann betur í stakk búinn til að takast á við tekjumissinn. Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri GKB, segir að þetta mikla vatnsveður í sumar hafi sett mark sitt á reksturinn. „Það segir sig sjálft að fólk er ekki að koma og spila í grenjandi rigningu. Þó svo að völlurinn okkar taki vel við vatni, má Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 22:00
Opna breska 2014: Dustin Johnson í 2. sæti e. 2. dag og á besta skori mótsins!

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er sem stendur í 2. sæti eftir 2. dag Opna breska. Johnson er samtals búinn að spila á 8 undir pari 136 höggum (71 65). Hann á besta skor mótsins, 65 högg sem hann átti í dag á lýtalausum hring þar sem hann fékk 7 fugla á Royal Liverpool „Ég var virkilega ekki að setja niður nein löng pútt,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir besta hring mótisns til þessa. „Lengsta púttið sem ég setti niður var kannski 5-7 metra. Allt annað voru 2- 2 1/2 metra pútt.“ „Ég var að slá virkilega vel í dag og gæti ekki verið ánægðari með stöðun asem ég er í.“ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 21:30
Opna breska 2014: Els, Bubba, Webb og Westwood farnir heim – Els sló í áhorfanda

Ernie Els virtist algerlega sjokkeraður eftir slæmt spil sitt á Opna breska í ár. Hann byrjaði illa, hitti áhorfanda í kjálkann í fyrsta höggi sínu, en sá er búinn að jafna sig og meiðslin aðeins minniháttar. Samtals lék Els á 8 yfir pari, 152 höggum (79 73) eða á 20 högga verra skori en Rory McIlroy sem leiðir í hálfleik. Phil Mickelson (sem komst í gegnum niðurskurð á samtals sléttu pari, með skor upp á 74 70) var í holli með Els og reyndi að hressa upp á stemminguna hjá honum. „Hann var í sjokki,“ sagði Mickelson. „Ég reyndi að segja „Ekki hafa áhyggjur af þessu – ég er alltaf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 21:00
Leikir felldir niður á Íslandsmóti eldri kylfinga og Íslandsmóti unglinga

Mótsstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem fram fer á Korpúlfsstaðarvelli, tók þá ákvörðun í dag, að fella niður annan hring mótsins, þar sem völlurinn var orðinn óleikhæfur. Ræst verður út í fyrramálið samkvæmt rásröðun flokka sem sjá má í upplýsingum um mótið. ————- Mótsstjórn Íslandsmóts unglinga sem fram fer á Strandavelli, Hellu tók einnig ákvörðun um að fella út hring, þ.e. 1. hring mótsins, en leik var hætt fyrr í dag vegna veðurs. Átján kylfingar í flokki 15-16 ára flokki drengja höfðu lokið leik þegar mótinu var frestað fyrr í dag. Mótsstjórnin tók síðan ákvörðun um að ekki yrði reynt að hefja leik að nýju í dag og að fella daginn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 20:00
Opna breska 2014: Watson 64 ára sá elsti til að ná niðurskurði

Tom Watson, 64 ára, varð í dag sá elsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á Opna breska. Watson er samtals búinn að spila á 2 yfir pari í Hoylake, 146 höggum (73 73). Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari og Watson rétt slapp í gegn, eins og reyndar Tiger, sem átti slælegan hring upp á 77 högg í dag og var heppinn að komast gegnum niðurskurð (69 77). Reyndar voru 16 aðrir á samtals 2 yfir pari á 2. degi eins og Watson, auk Tiger voru það m.a. Luke Donald, Jordan Spieth og Jason Day. Sjá má stöðuna á Opna breska eftir 2. dag með því að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 19:00
24 tókst að ljúka leik á 35+ á 2. degi

Veðrið lék aðalhlutverk á Íslandsmóti 35 ára og eldri í Vestmannaeyjum í dag. Strax í morgun var ræsingu frestað vegna veðurs, fyrst til kl 12:00 og svo til kl 14:00. Kylfingar voru ræstir út á fyrsta og tíunda teig kl 14:00 en verður hafði lagast til muna frá því um morguninn. Allt gekk vel í fyrstu eða þangað til þokan tók öll völd á vellinum sem varð til þess að mótstjórn stöðvaði leik enda skyggni ekkert. Nokkur holl höfðu þegar klárað að spila, alls 24 kylfingar og stendur skor þeirra eftir daginn; þeir kylfingar sem áttu eftir að klára (72) hefja leik að nýju kl 7:00 í fyrramálið. Rástímar fyrir Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

