Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2014 | 02:00

Rory vann 2. risatitilinn í ár – nú í Kentucky – Myndskeið

Rory McIlroy vann í kvöld 2. risatitil sinn í ár og þann 4 allt í allt þegar hann sigraði á US PGA Championship risamótinu á Valhalla golfvellinum í Kentucky. Samtals lék Rory á 16 undir pari (66 67 67 68) og átti 1 högg á Phil Mickelson, sem varð í 2. sæti. Þriðja sætinu deildu síðan þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler, báðir á samtals 14 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship í ár SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá Rory veita Wanamaker bikarnum viðtöku í 2. sinn (og reyndar bjarga honum frá falli)  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 22:00

GA: Lárus Þór og Helga sigruðu í hjóna- og paramóti Golfskálans og GA

Hjóna- og paramót Golfskálans og GA fór fram á Jaðrinum 8. og 9. ágúst s.l. Leikinn var höggleikur báða dagana með betri bolta fyrirkomulagi fyrri daginn og Greensome seinni daginn. Helstu úrslit eru eftirfarandi:                                                                 8. ágúst                         9. ágúst                   1. sæti Lárus Þór Svanlaugsson og Helga Harðardóttir                       Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 21:00

Sveitakeppni GSÍ: Úrslit í 3.-5. deild karla

Keppni í 3. deild karla fór að þessu sinni fram á Svarfhólsvelli á Selfossi.  Það eru Golfklúbbur Hveragerðis (GHG) og heimamenn í Golfklúbbi Selfoss (GOS), sem spila í 2. deild að ári liðnu. Úrslit í Sveitakeppni GSÍ 2014 í 3. deild karla var eftirfarandi:  1. sæti GHG 2. sæti  GOS 3. sæti GHD 4. sæti GH 5. sæti GÍ 6. sæti GVG Golfklúbburinn Oddur (GO sem varð í 7. sæti) og  Golfklúbbur Öndverðarnes (GÖ, sem varð í 8. sæti ) leika í 4.deild að ári. Í 4. deild karla í Sveitakeppni GSÍ var að þessu sinni leikið á Vatnsleysuströnd á Kálfatjarnarvelli. Úrslit í Sveitakeppni GSÍ 2014 í 4. deild karla Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 20:30

Sveitakeppni GSÍ: Sveit GSS sigraði í 2. deild kvenna!

Það voru heimakonurnar í sveit Golfklúbbs Sauðárkróks (GSS) sem sigruðu á Hlíðarendavelli í 2. deild kvenna í dag. Í sigursveit GSS voru eftirfarandi: Árný Lilja Árnadóttir Dagbjört Rós Hermundsdóttir Ragnheiður Matthíasdóttir Sigríður Elín Þórðardóttir Liðsstjóri: Hlynur Þór Haraldsson Úrslitaleikurinn var leikinn við sveit Golfklúbbs Selfoss (GOS) og í stuttu máli unnu liðsmenn GSS alla leiki sína eða 3-0. Í fjórmenningnum sigruðu þær Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS og Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS  þær Olgu Lísu Garðarsdóttur, GOS og Öldu Sigurðardóttur, GOS 2&0.  Árný Lilja Árnadóttir, GSS vann tvímenningsleik sinn gegn Alexöndru Eir Grétarsdóttur, GOS 2&1 og   Aldís Ósk Unnarsdóttir, GSS vann Guðfinnu Þorsteinsdóttur, GOS nokkuð örugglega eða 6&4. Um 3. sætið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 20:00

Sveitakeppni GSÍ: Sveit GKJ sigraði í 2. deild karla!

Það var sveit Golfklúbbsins Kjalar (GKJ), sem sigraði í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ. Sigursveit GKJ skipuðu eftirfarandi: Theódór Emil Karlsson Dagur Ebenezerson Davíð Gunnlaugsson Björn Óskar Guðjónsson Gísli Ólafsson Jón Hilmar Kristjánsson Aron Skúli Ingason Stefán þór Hallgrímsson Liðsstjóri: Eyjólfur Kolbeins Úrslitaleikurinn fór fram milli GKJ og Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ) og var viðureignin æsispennandi allt til síðasta pútts. Báðar sveitir leika í 1. deild að ári. GKJ vann með 3 vinningum gegn 2. Theodór Emil Karlsson, GKJ vann leik sinn gegn Grím Þórissyni, GÓ, en leikur þeirra fór á 20. holu.  Jón Hilmar Krisjánsson, GKJ sigraði golfkenaranum Ólaf Auðunni Gylfasyni GÓ og stóð einnig afar tæpt í þeim Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 15:30

Sveitakeppni GSÍ: Keiliskonur Íslandsmeistarar í 1. deild 2014

Keiliskonur eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna í Sveitakeppni GSÍ 2014.  Kepnnin í 1. deild kvenna fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Sigursveit GK 2014 skipuðu eftirfarandi kylfingar: Anna Sólveig Snorradóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Hildur Rún Guðjónsdóttir Sara Margrét Hinriksdóttir Signý Arnórsdóttir Sigurlaug Jónsdóttir Tinna Jóhannsdóttir Þórdís Geisdóttir Liðsstjóri: Karl Ómar Karlsson Úrslitaleikurinn var leikinn við sveit Golfklúbbs Reykjavíkur (GR). Úrslitaviðureignirnar fóru svo að í fjórmenningnum unnu þær stöllur Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Sara Hinriksdóttir GK þær Ragnhildi Kristinsdóttur, GR og Sögu Traustadóttur, GR, mjög sannfærandi 6&5. Í tvímenningunum vann Þórdís Geirsdóttir, GK; Berglindi Björnsdóttur, GR 3&2 og Signý Arnórsdóttir, GK,  vann Sunnu Víðsidóttur, GR,  4&2.  Allt féll á jöfnu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 15:00

Sveitakeppni GSÍ: Sveit Keilismanna í 1. deild Íslandsmeistarar 2014

Það var sveit Keilismanna sem varði titil sinn frá árinu áður og er Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ annað árið í röð!!!! Keilissveitina 2014 skipuðu þeir: Axel Bóasson Benedikt Árni Harðarson Benedikt Sveinsson Birgir Björn Magnússon Gísli Sveinbergsson Henning Darri Þórðarson Ísak Jasonarson Rúnar Arnórsson Liðsstjóri: Björgvin Sigurbergsson Úrslitaleikur GK var við karlasveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.  Þar vann Gísli Sveibergsson GKviðureign sína við Sigmund Einar Másson GKG 2&1; Axel Bóasson GK vann Alfreð Brynar Kristinsson, GKG 4&3 og Rúnar Arnórsson GK, vann Ara Magnússon, GKG einnig 4&3.  Þrír vinningar því í hús fyrir karlasveit GK og Íslandsmeistarartitillinn í höfn!!! Þeir sem héldu uppi heiðri GKG voru Kristófer Orri og Aron Snær sem unnu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ingimar Waldorff – 10. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ingimar Waldorff. Ingimar er fæddur 10. ágúst 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ingimar er í Golfklúbbi Grindavíkur og hefir m.a. gegnt starfi gjaldkera klúbbsins.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ingimar Waldorff (40 ára stórafmæli) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995;  Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (63 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (54 ára);  Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (47 ára);  Martin Quinney,  10. ágúst 1971 (43 ára) …. og ….. Galtarviti Keflavik (94 ára) Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (48 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 14:00

GSF: Eggert Gunnþór sigraði í Opna Brimbergsmótinu

Opna Brimbergmótið í golfi var haldið í gær á Seyðisfirði í fínu veðri fram eftir degi en veðurguðirnir ákváðu að blása aðeins að móti loknu. Í mótið mættu 64 keppendur víðsvegar að og skorið var flott.  Það voru 63 sem luku keppni, þar af 3 kvenkylfingar. Veitt voru verðlaun fyrir 3 bestu skorin og 5 efstu sætin í punktakeppni. Eggert Gunnþór Guðmundsson GBE spilaði frábærlega og jafnaði m.a. vallarmetið á Hagavelli sem eru 70 högg!  Jafnframt vann Eggert Gunnþór punktakeppnina, en hann fékk 44 glæsipunkta, en gat aðeins tekið við öðrum verðlaununum skv. skilmálum mótsins, þar sem sagði að ekki væri hægt að taka við sigurlaunum í báðum keppnisformum. Úrslitin voru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 13:00

GK: Árni Freyr og Friðrik Þór sigruðu í epli.is mótinu

Í gærkvöldi, 9. ágúst 2014 lauk glæsilegu opnu móti á vegum Epli.is og Golfklúbbsins Keilis, þar sem keppt var um marga flotta vinninga. 209 kylfingar skráðu sig til leiks í þessu risamóti og var byrjað að ræsa út eldsnemma í morgun eða kl 06:50 og lauk ræsingu kl 15:30. Hvaleyrarvöllur auðvitað í flottu standi og veðrið reyndar líka, en vindar blésu töluvert eftir hádegi og því var völlurinn mjög krefjandi. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik og 5. efstu sætin í punktakeppni. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 75 og 150 sætið í punktakeppni. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum, lengsta teighögg á 13. braut og næstur holu í Lesa meira