Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 06:45
Gísli Sveinbergs bestur af íslensku keppendunum á Brabants Open – Lauk leik í 3. sæti – Bjarki varð í 9. sæti og Ragnar Már T-20

Hér með leiðréttist úrslitafrétt Golf1 frá því í gær þar sem sagði að Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefði lokið leik á Brabants Open í 3. sæti – Gísli Sveinbergsson, GK hefði orðið í 5. sæti og Bjarki Pétursson, GB hefði orðið í 7. sæti. Í keppnisskilmálum sagði að Brabants Open stæði dagana 15.-17. ágúst og var gert ráð fyrir því hér á Golf 1 að um 54 holu mót væri að ræða. Skorið var niður eftir 2. dag og komust 42 áfram í karlaflokki og 19 í kvennaflokki. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK og Ísak Jasonarson, GK komust ekki í gegnum niðurskurð en það gerðu hins vegar Ragnar Már, Gísli og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 06:00
PGA: Camilo Villegas vann 4. PGA Tour titil sinn – þann fyrsta frá 2010 – á Wyndham mótinu

Camilo Villegas sigraði á Wyndham Championship og er þetta fyrsti sigur hans á PGA Tour frá árinu 2010. Villegas var á 7 undir pari, 63 höggum á lokahringnum og var samtals á 17 undir pari, 263 höggum (63 69 68 63). Hann hlaut $954,000 fyrir sigurinn og 500 FedEx Cup stig. i Á fyrri 9 fékk Villegas 1 örn og 4 fugla og bætti síðan fugli við á par-5 15. holunni og lét forystu sína aldrei af hendi eftir það. Hann varð hins vegar að fylgjast með hinum ljúka keppni, en fyrir rest varð ljóst að hann hafði unnið 4. PGA Tour titil sinn og þann fyrsta frá sigri hans á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 22:15
Lögmenn sigruðu lækna 7-3!!!

Í dag fór fram hið árlega lækna-lögmanna mót á Urriðavelli í rjómablíðu. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má úrslitafrétt Golf 1 um lækna-lögmanna mótið frá því í fyrra (2013) með því að SMELLA HÉR: Í dag kepptu alls 19 lögmenn við 19 lækna í 2 manna liðum, alls 10 ráshópum í betri bolta; tveir ráshóparnir þannig, að annars vegar keppti 1 læknir við tvo lögfræðinga og hins vegar 1 lögfræðingur við 2 lækna. Til að gera langa sögu stutta unnu lögmenn yfirburðasigur 7-3 enda áttu þeir harma að hefna frá því í fyrra, þegar læknar hlutu forláta farandbikar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 20:30
Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið….. Högna Kristbjörg Knútsdóttir (20 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (68 ára); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (49 ára) Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (38 ára)….. og …. Þröstur Ársælsson (46 ára) Songlist Song Og Leiklistarskoli Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 20:15
Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Zuzanna sigraði í stelpuflokki!!!

Zuzanna Korpak, GS, sigraði nokkuð örugglega í stelpuflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli 16.-17. ágúst 2014. Zuzanna átti heil 15 högg á næsta keppanda, systur sína Kingu, sem varð í 2. sæti. Þetta er fyrsti sigur Zuzönnu á Íslandsbankamótaröðinni. Zuzanna lék samtals á 34 yfir pari, 176 höggum (89 87). Lokastaðan í stelpuflokki á 5. móti Íslandsmótaraðarinnar 2014 er eftirfarandi: 1 Zuzanna Korpak GS 15 F 46 41 87 16 89 87 176 34 2 Kinga Korpak GS 13 F 47 45 92 21 99 92 191 49 3 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 21 F 46 49 95 24 99 95 194 52 4 Andrea Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 20:00
Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Birkir Orri sigraði í strákaflokki!!!

Birkir Orri Viðarsson, GS, spilaði hreint frábært golf á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvellinum á Akureyri og var á besta skori þeirra sem léku 2 hringi í mótinu!!! Birkir Orri lék á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (70 74). Birkir Orri er virkilega búinn að standa sig vel í sumar á Íslandsbankamótaröðinni, þó þetta sé fyrsti sigur hans á mótaröðinni. Þannig varð Birkir Orri m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki!!! Af öðrum afrekum Birkis Orra í sumar mætti nefna að hann fór holu í höggi í s.l. mánuði þegar hann var að æfa sig af hvítum teigum í Leirunni. Mikið efni á ferð þar sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 19:30
Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Ólöf María sigraði í telpuflokki!!!

Ólöf María Einarsdóttir, úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD), sigraði á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli nú um helgina 16.-17. ágúst 2014. Ólöf María lék hringina tvo á samtals 19 yfir pari, 161 höggi (85 76) og bætti sig um 9 högg milli hringja. Glæsilegt hjá Ólöfu Maríu …. eins og alltaf!!! Þetta er 3. sigur Ólafar Maríu á Íslandsbankamótaröðinni í ár; en hún er m.a. núverandi Íslandsmeistari telpna (15-16 ára) í holukeppni og hefir staðið sig vel á mótum fyrir Íslands hönd erlendis í ár; komst m.a. í gegnum niðurskurð á Junior Open, eins og mörgum er í fersku minni. Jafnframt setti Ólöf María nú um Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 19:15
Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Eggert Kristján Kristmundsson sigraði í drengjaflokki

Eggert Kristján Kristmundsson, GR, sigraði í drengjaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri, nú um helgina. Eggert Kristján lék Jaðarinn á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (77 70) og átti glæsihring upp á 1 undir pari í dag! í 2. sæti varð „heimamaðurinn“ Kristján Benedikt Sveinsson, GA á 10 yfir pari, 152 höggum (80 72) og þriðja sætinu deildu Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR og Hákon Örn Magnússon, GR; báðir á 12 yfir pari. Lokastaðan í drengjaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 er eftirfarandi: 1 Eggert Kristján Kristmundsson GR 3 F 34 36 70 -1 77 70 147 5 2 Kristján Benedikt Sveinsson GA 2 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 19:00
Módelsamningarnir streyma inn hjá Söshu Gale eftir stefnumót hennar við Rory McIlroy

Módelsamningarnir streyma inn á meintri nýrri kærustu Rory McIlroy, Söshu Gale, eftir að fréttir bárust um stefnumót þeirra í Belfast á dögunum. Sjá frásögn Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Hér má lesa um módelsamninga sem Gale eru að bjóðast hjá eftirsóttum módelskrifstofum á Írlandi SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


