Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 23:30

FedEx Cup: Sergio Garcia efstur á BMW Championship – Hápunktar 2. dags

Það er Sergio Garcia sem er efstur eftir 2. dag BMW Championship. Garcia er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 132 höggum (68 64). Í 2. sæti er Ryan Palmer, en hann er búinn að leika á á samtals 7 undir pari 133 höggum (69 64). Rory McIlroy, sem leiddi eftir 1. dag deilir 3. sætinu með Billy Horschel en báðir eru búnir að spila á 6 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á BMW Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 20:30

Ingvar Andri varði titilinn – Hann er fyrsti meistari Unglingaeinvígisins í Mosó 2 ár í röð!!!

Úrslitin í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ fóru fram í dag og voru 10 sem kepptu, s.s. hefð er fyrir: 3 sigurvegarar úr hverjum hinna 3 aldursflokka í undanúrslitunum og sigurvegari Unglingaeinvígisins frá árinu áður. Unglingarnir, sem spiluðu til úrslita í ár, 2014, voru eftirfarandi: Yngsti aldurshópurinn 14 ára og yngri: Sigurður Arnar Garðarson – GKG Kristófer Kal Karlsson – GKj Viktor Ingi Einarsson – GR Flokkur 15-16 ára Kristján Benedikt Sveinsson – GA Patrekur Nordquist Ragnarsson – GR Hákon Örn Magnússon – GR Flokkur 17-18 ára Aron Snær Júlíusson – GKG Egill Ragnar Gunnarsson – GKG Björn Óskar Guðjónsson – GKj Sigurvegari Unglingaeinvígisins 2013: Ingvar Andri Magnússon – GR Það voru reyndar tveir úr yngsta aldursflokknum sem stóðu tveir einir eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 19:00

Birgir Leifur lauk keppni í 8. sæti á Willis Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í 8. sæti í Willis Masters, sem er hluti Nordic League mótaraðarinnar. Birgir Leifur lék samtals  á  11 undir pari, 205 höggum (67 68 70). Á lokahringnum fékk Birgir Leifur glæsiörn á par-5 3. braut Kokkedals vallarins, 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba, lék sem sagt á 2 undir pari, 70 höggum. Það var Svíinn Oscar Zetterwall sigraði á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Willis Masters SMELLIÐ HÉR:  (Veljið Scores)


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Grétar Þór Agnarsson – 5. september 2014

Það er Grétar Þór Agnarsson sem er afmæliskylfingur dagsins.  Grétar Þór eða Gressi, er fæddur 5. september 1972 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Eiginkona Grétars er Hilda Ólafsdóttir og þau eiga tvo syni Dag Óla og Atla Má, en Atli Már varð m.a. Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki, árið 2012. Komast má á facebooksíðu Gressa til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Gressi Agnars (42 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Alexa Stirling Fraser, f. 5. september 1897 -d. 15. apríl 1977 (hefði átt 117 ára afmæli í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 14:30

Golfbrelluhögg – Myndskeið

Nú af því að komið er föstudagur þá er tilvalið að skoða nokkur golfbrelluhögg. Alltaf gaman að því! Hér má sjá myndskeið með nokkrum skemmtilegum golfbrelluhöggum SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 13:00

Kylfingur í Flórída klikkast út á golfvelli og ræðst á spilafélagana með pútterinn að vopni!

Það sem átti að vera afslappandi dagur við golfleik varð allt annað en það þegar kylfingur nokkur á golfvelli í Flórída réðist að 2 spilafélögum út á velli með pútterinn að vopni s.l. mánudag. Skv. Palm Beach Post, horfir Michael Rich, 48 ára, frá Royal Palm Beach, nú í það að verja einhverjum tíma í fangelsi fyrir líkamsárás, eftir að hafa ráðist á tvo spilafélaga sína með pútter. Rich sló  Roy Hall aftan á lærið með pútter sínum og sveiflaði síðan pútternum sem brotnaði við kröftugt höggið eins og sverði og sló næst Anthony Nazzaro, 72 ára, á úlnliðinn skv. lögregluskýrslu Palm Beach County Sheriff’s Office. Nazzaro sagði að hann þekkti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 12:00

GG: Styrktarmót á bestu flötum landsins

Sveit Golfklúbbs Grindavíkur mun halda styrktarmót á morgun laugardaginn 6. september til að standa straum af kostnaði við þátttöku í sveitakeppni GSÍ fyrr í sumar. Sveit GG náði sínum besta árangri frá upphafi þegar sveitin hafnaði í fjórða sæti í 2. deild sem leikin var á Kiðjabergsvelli. Styrktarmótið fer fram á laugardag á Húsatóftavelli í Grindavík og verður leikið með Texas Scramble leikfyrirkomulagi. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir efstu sex sætin í mótinu og jafnframt verða veitt nándarverðlaun á öllum par-3 brautum vallarins. Völlurinn sjaldan verið betri „Húsatóftavöllur hefur sjaldan verið í betra ásigkomulagi. Flatirnar hafa verið frábærar í sumar en líta einstaklega vel um þessar mundir. Margir þeirra sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 10:00

FedEx Cup: McIlory, Spieth og Woodland leiða á BMW mótinu – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst á Cherry Hills, Colorado, 3. mótið í FedEx Cup umspilinu, BMW Championship. Það eru þeir Rory McIlroy (nr. 1 á heimslistanum), Jordan Spieth og Gary Woodland, sem leiða eftir 1. dag en allir léku þeir á 3 undir pari, 67 höggum. Hópur 9 kylfinga lék 1 höggi síður þ.e. á 2 undir pari, 68 höggum þ.e. Martin Kaymer, Sergio Garcia, Henrik Stenson, Russell Henley, Billy Horschel, Chesson Hadley, Kevin Chappell, Matt Every og Graeme DeLaet.  Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag BMW Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 09:00

Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ kl. 15:30 í dag – Fjölmennið!!! – Úrslit úr forkeppni

Hin árlega forkeppni Samsung Unglingaeinvígisins í Mosfellsbæ fór fram í gær á Hlíðarvelli, fimmtudaginn 4. september 2014, en þátt tóku allir bestu og efnilegustu unglingar landsins. Að venju var spilað er með svokölluðu „shoot-out“ fyrirkomulagi þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu þangað til að aðeins einn stendur eftir. Þrjátíu (30) kylfingar mættu til leiks og léku í þremur aldursflokkum, þar sem þrír komust áfram úr hverju flokki. Lokakeppnin fer síðan fram í dag, föstudaginn, 5. september 2014 klukkan 15:30,  þar sem auk þeirra níu sem komust áfram í gær spilar Ingvar Andri Magnússon, sem sigraði í mótinu í fyrra. Sérstakur þáttur verður gerður um mótið sem sýndur verður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 08:00

Íslenska kvennalandsliðið í 30. sæti eftir 3. dag í Japan

Íslenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í Espirito Santo Trophy í Japan, en mótið stendur dagana 2.-7. september 2014. Í liðinu eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR. Liðsstjóri er: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og þjálfari: Úlfar Jónsson. Íslenska kvennalandsliðið er  í 30. sæti af 50 liðum eftir 3. dag , en 2 bestu skor liðsmanna af 3 telja hvern mótsdaga.  Ísland deilir 30. sætinu í liðakeppninni með liðum Hong Kong og Slóveníu eftir 3. keppnisdaga. Ólafía Þórunn var á besta skori íslenska liðsins á 3. hringnum, 1 undir pari, 71 höggi á 3. og Guðrún Brá var líka á fínu skori 1 yfir pari, 73 höggum.  Sunna er Lesa meira