Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 17  ára afmæli í dag! Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar albestu ungu kvenkylfingum.  Hún er m.a. í afrekshóp GSÍ. Í ár 2014 hefir Ragnhildur spilað bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Á Íslandsbankamótaröðinni sigraði Ragnhildur á 2. móti mótaraðarinnar á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ 8. júní 2014.  Ragnhildur sigraði jafnframt á 3. mótinu, sem var Íslandsmótið í holukeppni unglinga og er því núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki, en þann titil vann hún á Oddinum 22. júní s.l. Ragnhildur var nú, afmælisdaginn, við keppni á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á heimavelli sínum, Korpunni. Ragnhildur sýndi líka góð tilþrif Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Úrslit e. 1. dag – Kristófer Karl á 4 undir pari!!!

Í dag 6. september hófst 6.  mótið á Íslandsbankamótaröðinni á Korpúlfsstaðarvelli. Þátttakendur eru 110.  Á besta skorinu eftir 1. dag er Kristófer Karl Karlsson, GKJ.  Hann lék Korpuna á glæsilegu skori 4 undir pari, 68 höggum!!! Staðan eftir 1. dag eru eftirfarandi: Strákaflokkur 14 ára og yngri 1 Kristófer Karl Karlsson GKJ 2 F 34 34 68 -4 68 68 -4 2 Ingvar Andri Magnússon GR 0 F 35 37 72 0 72 72 0 3 Ragnar Már Ríkarðsson GKJ 4 F 36 37 73 1 73 73 1 4 Viktor Ingi Einarsson GR 4 F 39 35 74 2 74 74 2 5 Daníel Ísak Steinarsson GK 7 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 13:00

GHD: Hlín Torfadóttir fór holu í höggi!!!

Hlín Torfadóttir, GHD,  fór holu í höggi á Arnarholtsvelli á Dalvík, fimmtudaginn 4. september s.l. Ásinn kom strax á 1. holu sem er par-3 og 116 m að lengd af rauðum teigum. Golf 1 óskar Hlín innilega til hamingju með draumahöggið!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 10:53

LET Access: Valdís Þóra í einu af efstu sætum í Tyrklandi e. 2. dag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Mineks & Regnum Ladies Classic, sem fer fram National Golf Club í Belek, Antalyu, Tyrklandi. Mótið stendur dagana 5.-7. september 2014 og þátttakendur eru 81. Valdís Þóra lék 1. hring í gær á 5 yfir pari, 78 höggum en National golfvöllurinn er par-73. Síðan lék hún 2. hringinn í morgun á sléttu pari, 73 höggum, sem er stórglæsilegt, en þar með flaug hún í gegnum niðurskurð og gerði gott betur, er þegar þetta er skrifað (10:50 að íslenskum tíma) í 13. sæti, sem er besti árangur hennar á LET Access til þessa!!! Samtals er Valdís Þóra á skori upp á 5 yfir pari, 151 höggi (78 73) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 10:30

Ísskóflu-áskorun Edwin Roald á Siglufirði – Myndskeið

Edwin Roald golfvallarhönnuður er að hanna nýja glæsilega golfvöllinn á Siglufirði, Hólsvöll. Nú þegar öll heimsbyggðin tekur þátt í því sem upp á ensku hefir verið nefnt Ice Bucket Challenge – sem fellst í því að láta hvolfa úr fötu n.b. fötu af ísvatni yfir sig … og skora síðan á 3 aðra að gera slíkt hið sama eða að öðrum kosti styrkja ALS-samtökin, þá ætlar Edwin Roald sko alls ekki að vera eftirbátur neins.   ALS er annars ein tegund MND og má t.a.m. fræðast nánar um þá sjúkdóma með því að SMELLA HÉR:  Margir kannast við Guðjón Sigurðsson, sem er einn þeirra sem haldinn er MND sjúkdómnum á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 10:00

Rory um Keegan Bradley og Ian Poulter: „Þeir eru báðir brjálaðir“ – Myndskeið

Nú þegar Ryder Cup keppnin nálgast, sem haldin verður eftir rúmar 2 vikur þá er þegar farið að bera saman liðin, spá og spekúlera um hverjir spili saman, hverjir mætist o.s.frv.  Lið Evrópu er almennt talið sigurstranglegra vegna heimavallarins og vegna þess að innan sveitarinnar er heimsins besti Rory McIlroy. Tveir vinsælustu Ryder Cup kylfingarnir voru líka valdir af liðsstjórum sínum: Keegan Bradley af Tom Watson og Ian Poulter af Paul McGinley. Og nú eru þessir tveir allt í einu orðnir þeir sem flestir vilja sjá að mætist í leik; sérstaklega eftir að haft var eftir Tom Watson að Bradley væri svona einskonar „Poulter“ bandaríska liðsins. Rory McIlroy, sem er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 09:00

Birgir Björn lék vel á 2. hring á Spáni – flýgur upp skortöfluna!!!

Birgir Björn Magnússon, GK, tekur þátt í  Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia, á Spáni. Mótið stendur dagana 4.-7. september 2014. Þátttakendur eru 83. Birgir Björn lék 2. hring í gær á 73 glæsihöggum, en hann lék 1. hring á 84 höggum og bætti sig því um 11 högg milli hringja! Glæsilegt! Samtals er Birgir Björn því búinn að spila á samtals 157 höggum (84 73) og fer upp um 9 sæti á skortöflunni!!! Sjá má stöðuna eftir 2. dag hjá Birgi Birni á Spáni með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 08:00

Íslenska kvennalandsliðið lauk leik í 29. sæti á HM kvenna í Japan

Íslenska kvennalandsliðið, skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Sunnu Víðisdóttur, GR lauk í dag leik í 29. sæti í liðakeppninni á Espirito SantoTrophy af 50 liðum sem er góður árangur!  Íslenska kvennalandsliðið deildi 29. sætinu með kvennalandsliðum Suður-Afríku og Hong Kong. Heildarlokaskor íslenska liðsins voru 588 högg. Það var ástralska kvennalandsliðið sem sigraði á samtals 547 höggum;  kanadíska kvennalandsliðið varð í 2. sæti 2 höggum á eftir á 549 höggum og það danska í 3. sæti á samtals 556 höggum. Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:  Um gærdaginn (þ.e. 3. keppnisdag) og lokahring Espirito Trophy í dag sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari: „Þetta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 00:05

LET: Schreefel ein efst e. 2. dag í Svíþjóð

Hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel, sem leiddi eftir 1. dag Helsingborg Open í Svíþjóð heldur enn forystu sinni. Eftir 2. keppnisdaga er hún búin að spila á 7 undir pari, 137 höggum (67 70). Í 2. sæti eru skoska stúlkan Kylie Walker og áströlsku stúlkurnar Rebecca Artis og Whitney Hillier; allar búnar að spila á 5 undir pari, 139 höggum. Hópur 8 kylfinga, sem allar eru búnar að spila á 4 undir pari, deila síðan 5, sætinu en þ.á.m. er m.a. Solheim Cup stjarnan og Íslandsvinurinn Caroline Hedwall. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 00:01

Evróputúrinn: Richie Ramsay efstur – Hápunktar 2. dags Omega Masters

Skotinn Richie Ramsay leiðir eftir 2. dag  á Omega Masters í Crans-sur-Sierre. Ramsay er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 128 högum (62 66). Í 2. sæti 1 höggi á eftir er Ryder Cup liðs nýliðinn í evrópska liðinu Jamie Donaldsson frá Wales. Þriðja sætinu deila Englendingurinn Graeme Storm og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á samtals 10 undir pari, hvor. Meðal þeirra, sem ekki náðu niðurskurði voru Miguel Ángel Jiménez, Darren Clarke og Ross Fisher. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: