Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 21:30

Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Aron Snær bestur í piltaflokki!

Aron Snær Júlíusson, GKG,  sigraði í piltaflokki á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014. Aron Snær lék á samtals 2 undir pari, 142 höggum (71 71). Í 2. sæti í piltaflokki varð klúbbfélagi Aron Snæs, Egill Ragnar Gunnarson á sléttu pari, 144 höggum (72 72). Í 3. sæti varð síðan Björn Óskar Guðjónsson, GKJ á 1 yfir pari 145 höggum (73 72). Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki hér að neðan:  1 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 35 36 71 -1 71 71 142 -2 2 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 3 F 33 39 72 0 72 72 144 0 3 Björn Óskar Guðjónsson GKJ 4 F 37 35 72 0 73 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Ólöf María sigraði í flokki 15-16 ára!

Það var Ólöf María Einarsdóttir, GHD, sem sigraði í telpuflokki á 6. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar í ár! Ólöf María spilaði hringina tvo á 12 yfir pari, 156 höggum (75 81). Í 2. sæti varð Saga Traustadóttir, GR, á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (78 80). Í 3. sæti varð síðan Eva Karen Björnsdóttir, GR, á samtals 24 yfir pari, 168 höggum (88 80). Sjá má heildarúrslitin í telpuflokki 15-6 ára hér að neðan: 1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 6 F 40 41 81 9 75 81 156 12 2 Saga Traustadóttir GR 7 F 41 39 80 8 78 80 158 14 3 Eva Karen Björnsdóttir GR 8 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Henning Darri sigraði í drengjaflokki og var á besta skorinu 6 undir pari!!!

Nú er nýlokið 6. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpúlfsstaðarvelli. Henning Darri Þórðarson, GK, lauk keppni á besta skorinu yfir allt mótið en 80 kylfingar luku keppni, af 110 sem skráðir voru, enda með endemum mikið rigningarveður og aðstæður langt frá því auðveldar. Alls lék Henning Darri á 6 undir pari, 138 höggum (70 68).   Stórglæsilegt!!! Í 2. sæti varð „heimamaðurinn“ Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR á samtals sléttu pari og í 3. sæti GA-ingurinn Kristján Benedikt Sveinsson, á samtals 1 yfir pari. Heildarúrslitin í flokki 15-16 ára drengja var eftirfarandi: 1 Henning Darri Þórðarson GK 0 F 34 34 68 -4 70 68 138 -6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 10:45

Birgir Björn úr leik á Spáni

Birgir Björn Magnússon, GK, tók þátt í  Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia, á Spáni. Mótið stendur dagana 4.-7. september 2014. Þátttakendur eru 83. Birgir Björn lék samtals á 18 yfir pari, 234 höggum (84 73 77) og hafnaði í 68. sæti. Skorið var niður eftir 3. hring og komust aðeins 50 efstu og þeir sem voru jafnir í 50. sætinu áfram, en niðurskurður var miðaður við 12 yfir pari. Birgir Björn er því úr leik – aðeins munaði 6 höggum að hann kæmist gegnum niðurskurð og fengi að leika lokahringinn, sem spilaður verður í dag. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Spanish Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 10:30

LET Access: Fylgist með Valdísi Þóru lokahringinn!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Mineks & Regnum Ladies Classic, sem fer fram National Golf Club í Belek, Antalyu, Tyrklandi. Mótið stendur dagana 5.-7. september 2014 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 81. Valdís Þóra lék fyrstu 2 hringina í mótinu á 5 yfir pari, 151 höggi (78 73) og var í 11. sæti fyrir lokahringinn, sem þegar er hafinn. Nú þegar þetta er ritað er Valdís Þóra búin að spila 12 holur og er búin að spila það sem af er 3. hrings á 6 yfir pari, sem hljóta að vera mikil vonbrigði. Valdís Þóra byrjaði sjokkerandi illa, en hún var strax komin 4 yfir eftir spil á fyrstu holunni, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 08:30

FedEx Cup: Horschel með 3 högga forystu fyrir lokahring BMW Championship – Hápunktar 3. dags

Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er með 3 högga forystu á næstu keppinauta sína á BMW Championship, sem fram fer á golfvelli Cherry Hills, í Colorado. Horschel er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 197 höggum (68 66 63).  Hann átti glæsihring upp á 7 undir pari, 63 högg í gær; hring þar sem hann skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum!!! Ryan Palmer er í 2. sæti á samtals 10 undir pari og þeir Martin Kaymer og Bubba Watson deila 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor. Rickie Fowler er einn í 5. sæti á samtals 7 undir pari. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, deilir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 08:00

Minjee Lee gerist atvinnumaður – Myndskeið

Hin ástralska Minjee Lee gerðist í dag atvinnumaður eftir að hafa leitt sveit Ástralíu til sigurs í Japan á því sem á ensku nefnist  Women’s World Amateur Team Championship, líka nefnt Espirito Santo Trophy, (HM kvennalandsliða, þar sem stúlkurnar okkar Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna kepptu í Japan). Hin 18 ára Minjee Lee var nr. 1 á heimslista áhugamanna og er í 82. sæti á Rolex-heimslistanum. Hún tilkynnti um að hún væri að gerast atvinnumaður í myndskeiði með Matthew Pavlich, sem er fyrirliði Fremantle Australian Rules ruðningsbolta liðsins (svipar til myndskeiðs sem Lydia Ko lét gera þegar hún tilkynnti um atvinnumennsku sína.) Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 07:30

Evróputúrinn: Graeme Storm fékk ás – vann BMW og er efstur fyrir lokahring Omega Masters í Sviss!!!

Englendingurinn Graeme Storm fékk í gær ás á 11. holu Omega Masters mótsins í Crans-sur-Sierre í Sviss. Fyrir afrekið vann hann splunkunýja BMW-bifreið. Sjá má myndskeið af því þegar Storm fór holu í höggi með því að SMELLA HÉR:  Storm er auk þess í efsta sæti fyrir lokahring Omega Masters, sem leikinn verður í dag en Storm er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 194 höggum (64 66 64). Höggi á eftir er landi Storm, Englendingurinn Tommy Fleetwood aðeins 1 höggi á eftir. Í 3. sæti 2 höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á samtals 14 undir pari.  Stefnir í æsispennandi úrslitarimmu í dag!!! Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 22:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (6): Kristófer Tjörvi sigraði á 4. móti sínu í strákaflokki – e. bráðabana við Svein Andra – Úrslit

Sjötta og síðasta mótið í Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram í dag á Bakkakotsvelli hjá GOB, í Mosfellsdal. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur voru 29. Á besta skorinu í mótinu voru tveir strákar, sem báðir eru synir golfkennara og afar mikil efni báðir tveir: Kristófer Tjörvi Einarsson, GV sonur Einars Gunnarsson, golfkennara við Golfklúbb Vestmannaeyja og Sveinn Andri Sigurpálsson, GKJ, sonur Sigurpáls Geirs Sveinssonar, margfalds Íslandsmeistara í golfi og íþróttastjóra GKJ. Kristófer Tjörvi er aldeilis búinn að standa sig vel í sumar; er búinn að sigra á 4 mótum Áskorendamótaraðarinnar í strákaflokki: á 3. mótinu í Stykkishólmi; á 4. mótinu að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 21:55

Áskorendamót Íslandsbanka nr. 6 á Bakkakotsvelli hjá GOB í Mosfellsdal 6. september 2014 – Myndasería