Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 15:00
GKJ: Styrktarmót Kristjáns Þórs – laugardaginn 13. september n.k.

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar, GKJ verður haldið á Hlíðavelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 13. september og verður keppt með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótsgjald er 8.000 kr. á lið. Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en sem nemur 2 höggum hærra en forgjafarlægri kylfingurinn fær. Sem dæmi ef leikmaður fær -4 í vallarforgjöf getur lið hans ekki fengið hærri forgjöf en -2. Kristján Þór hefur átt góðu gengi að fagna á Eimskipsmótaröðinni í ár og unnið 3 mót á mótaröðinni, Íslandsmeistaramótið í holukeppni sem og tvö stigamót. Þá varð hann stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór hefur ákveðið að nú sé tíminn til að taka skrefið og reyna við atvinnumennskuna og mun hann taka þátt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 07:43
LET Access: Valdís Þóra varð í 17. sæti!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók nú um helgina þátt í Mineks & Regnum Ladies Classic, sem fer fram National Golf Club í Belek, Antalyu, Tyrklandi. Mótið stóð dagana 5.-7. september 2014 og lauk því í dag. Þátttakendur voru 81. Valdís Þóra lék samtals á 231 höggi (78 73 80) og lauk keppni í 17. sæti. Glæsilegur árangur þetta hjá Valdísi Þóru og vonandi að framhald verði á!!! Sjá má lokastöðuna á Mineks & Regnum Ladies Classic með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 07:00
FedEx Cup: Strákur fagnar því að Rory gefur honum golfbolta – Myndskeið

Á 7. teig á lokahring BMW Championship gekk nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy framhjá strák nokkrum og rétti honum golfbolta. Stákurinn var virkilega ánægður með gjöfina og sýnir gleði sína með því að hoppa um svæðið með boltann í hendinni. Það mætti ætla að strákurinn hefði unnið BMW Championship en ekki Billy Horschel! – Já, sumir þurfa einfaldlega ekki mikið til að gleðjast!!! Rory varð síðan í 8. sæti í mótinu með þeim Adam Scott og Jordan Spieth. Hér má sjá myndskeið af því þegar Rory réttir stráknum boltann SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 23:05
FedEx Cup: Billy Horschel er sigurvegari BMW Championship! – Hápunktar 4. dags

Billy Horschel sigraði í kvöld á BMW Championship í Cherry Hills, í Colorado. Horschel lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (68 66 63 69). Í 2. sæti varð bandaríska sleggjan og Masters risamótsmeistarinn , 2 höggum á eftir, sem sagt á samtals 12 undir pari. Í 3. sæti varð enn einn Bandaríkjamaðurinn Michael Hoffmann á samtals 11 undir pari. Fjórir, þar af 3 Bandaríkjamenn deildu síðan 4. sætinu á samtals 9 undir pari, hver: Rickie Fowler, Jim Furyk og Ryan Palmer, ásamt Sergio Garcia. Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth og Adam Scott deildu síðan 8. sætinu, en allir léku þeir á samtals 8 undir pari, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 23:00
Afmæliskylfingur dagsins: Mae Louise Suggs – 7. september 2014

„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og á því 91 árs afmæli í dag! Hún býr sem stendur á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var á yngri árum sínum þekkt fyrir löng dræv. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 22:45
Evróputúrinn: Lipsky með fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni! – Hápunktar 4. dags Omega Masters

Bandaríkjamaðurinn David Lipsky vann í dag fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni, og það á Omega Masters í Crans-sur-Sierre í Sviss. Lipsky sigraði eftir stuttan bráðabana við Graeme Strom, sem getur þó alls ekki verið tapsár eftir að hafa unnið sér inn glæsilega BMW bifreið fyrir ás í gær. Lipsky og Strom spiluðu báðir á 18 undir pari 262 höggum; David Lipsky (67 64 66 65) og Graeme Strom (64 66 64 68). Þriðja sætinu deildu Tyrell Hutton og enn annar Bandaríkjamaður, sem varð í einu efstu sæta á mótinu Brooks Koepka, báðir aðeins 1 höggi á eftir sigurvegurunum. Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 22:30
Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Korpan – 7. september 2014 – Myndasería

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 22:15
Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Kristófer Karl sigraði í strákaflokki!

Kristófer Karl Karlsson, GKJ, sigraði í strákaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk á Korpúlfsstaðarvelli nú fyrr í dag. Hann var sá eini í strákaflokki sem var með heildarskor undir pari, en hann lék á samtals 1 undir pari, 143 höggum (68 75). Glæsilegt hjá Kristófer Karli, sem þar að auki var á glæsiskori upp á 4 undir pari fyrsta keppnisdag!!! Í 2. sæti varð GR-ingurinn Viktor Ingi Einarsson á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (74 72). Í 3. sæti varð síðan Ragnar Már Ríkharðsson, GKJ á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (73 75). Sjá má heildarúrslitin í strákaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 hér að neðan: 1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 22:00
Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Zuzanna sigraði í stelpuflokki!

Það var Zuzanna Korpak, GS sem sigraði í stúlknaflokki á 6. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk nú fyrr í dag á Korpúlfsstaðarvelli. Zuzanna lék á samtals 27 yfir pari, 171 höggi (91 80). Í 2. sæti varð systir Zuzönnu, Kinga Korpak, GS, á samtals 32 yfir pari. Í 3. sæti varð Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, á samtals 42 yfir pari. Sjá má heildarúrslitin í stelpuflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Zuzanna Korpak GS 14 F 41 39 80 8 91 80 171 27 2 Kinga Korpak GS 12 F 45 45 90 18 86 90 176 32 3 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 18 F 47 44 91 19 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 21:45
Íslandsbankamótaröðin 2014 (6): Ragnhildur sigraði í stúlknaflokki!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki í 6. og síaðsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014. Ragnhildur lék á samtals 16 yfir pari 160 höggum (84 76) og bætti sig um heil 8 högg í dag. Í 2.-3 . sæti urðu Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS og Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, báðar á á 17 yfir pari. Sjá má heildarúrslitin í stúlknaflokki í 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 hér að neðan: 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 4 F 38 38 76 4 84 76 160 16 2 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 8 F 38 41 79 7 82 79 161 17 3 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 9 F 41 41 82 10 79 82 161 17 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

