Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 12:00
Bræður á lágu skori

Þeir Theodór Emil Karlsson og Kristófer Karl Karlsson eru bræður og báðir í GKJ, þ.e. Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Nú s.l. helgi voru bræðurnir báðir á lágu skori. Theodór Emil er við nám í University of Arkansas at Monticello í Bandaríkjunum og spilar nú í fyrsta móti sínu á keppnistímabilinu 2014-2015, GAC Preview, sem stendur dagana 7.-9. september og lýkur í dag. Á 2. hring var Theodór Emil á glæsiskori 7 undir pari, 65 höggum! Um helgina þ.e. fyrri dag síðasta móts Íslandsbankamótaraðarinnar, þann 6. september var 12 ára bróðir Theodórs, Kristófer Karl að slá í gegn á Korpunni, en þar lék Kristófer Karl á 4 undir pari, 68 höggum, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 09:20
GL: „Golf er bara leikur“ – Minningarmót um Önnu Rún Sigurrósardóttur – sunnudaginn 14. sept n.k.!!!

Golfmót til minningar um vinkonu okkar Önnu Rún Sigurrósardóttur sem lést 1. febrúar s.l. verður haldið á Garðavelli Akranesi 14. september. Ætlunin er að hittast og spila saman golf og minnast hennar Önnu Rúnar sem var okkur öllum svo kær. Anna Rún spilaði í gleði, hvernig sem viðraði. Einkunnar orð hennar voru: Golf er bara leikur og við spilum í gleði. Við gerum eins. Leikfyrirkomulag og verðlaun. Punktakeppni , hámarksforgjöf 36 í einum flokki bæði karlar og konur. Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst þá út af öllum teigum samtímis. Mæting kl. 9,30. Ath: Skráning á rástíma er eingöngu til að skrá sig saman í holl. Skráning á golf.is og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 02:00
Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil á 65! Er í 3. sæti e. 2. hring GAC Preview!!!

Theodór Emil Karlsson, GKJ, leikur í sínu fyrsta móti á 2014-2015 keppnistímabilinu, ásamt golfliði University of Arkansas at Monticello, en hann tekur þátt í Great American Conference Preview, líka skammstafað GAC Preview. Mótið fer fram á golfvelli Lake Hefner golfklúbbsins í Oklahoma City í Oklahoma. Mótið stendur dagana 7.-9. september 2014. Theódór Emil lék fyrstu tvo hringina á 5 undir pari, 139 höggum (65 74) og átti m.a. glæsihring upp á 7 undir pari, 65 högg fyrsta mótsdag!!! Sem stendur er Theodór T-3, þ.e. deilir 3. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum í mótinu og er á besta skorinu í liði sínu. Golflið Monticello er í 6. sæti af 10 liðum, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 21:30
GK: Ágúst Ársæls og Margrét Theodórs eru Golfarar FH 2014!!!

Föstudaginn 5. september var hið árlega Golfmót FH haldið á Hvaleyrarvelli við ljómandi góðar aðstæður. 103 grjótharðir stuðningsmenn FH komu og tóku þátt í þessu vinsæla móti. Teiggjöf FH í ár var vandaður penni merktur “Golfmót FH 2014″ og auðvitað svartur og hvítur að lit. Mótið var aðeins fyrir félaga í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri. Sigurvegarar í höggleik karla og kvenna hlutu sæmdarheitið “Golfari FH árið 2014″ einnig voru veitt verðlaun fyrir punktakeppni. Helstu úrslit urðu þessi: Höggleikur karla Ágúst Ársælsson 77 högg Höggleikur kvenna Margrét Berg Theódórsdóttir 86 högg Punktakeppni karla 1. sæti Jónas Sigurðsson 38 punktar 2. sæti Ástþór Hlöðversson 37 punktar 3. sæti Þórður Björnsson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 21:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2014

Það er Þórður Rafn Gissurarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 27 ára afmæli í dag. Þórður Rafn er afrekskylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sem hefir spilað mikið á þýsku EPD-mótaröðinni. Nú síðast spilaði hann í Preis des Hardenberg í Golf Club Hardenberg í Northeim, Þýskalandi 1.-3. september s.l. og flaug í gegnum niðurskurð og hafnaði í 18. sæti. Sjá má viðtal Golf 1 við Þórð Rafn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur William Hand, 8. september 1968, GR (46 ára) ….. og …… Margrét Elsa Sigurðardóttir (48 ára) Ólína Þorvarðardóttir (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 20:45
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 10. sæti!

Hrafn Guðlaugsson, núverandi klúbbmeistari GSE, tók þátt í 1. móti sínu á keppnistímabilinu 2014-2015, þ.e. Alabama State Fall Classic, sem fram fór 31. ágúst s.l. Mótið fór fram á Senator golfvellinum, sem er hluti Robert Trent Jones Golf Trail í Capitol Hill, Alabama. A-Golflið Faulkner sem Hrafn lék með varð í 2. sæti í mótinu, en Hrafn var í 10. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 154 höggum, þá tvo daga sem mótið var. Hrafn hefir þegar hafið leik í 2. móti sínu á keppnistímabilinu, SCAD Atlanta Tournament, sem fram fer í Covington, Georgíu. Mótið hófst í gær 7. september. Golf 1 verður með úrslitafrétt um leið og úrslit liggja fyrir í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 20:00
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Haraldi Franklín á The Sam Hall Intercollegiate!

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, hefja leik í kvöld á The Sam Hall Intercollegiate. Mótið fer fram í Hattiesburg CC í Mississippi. Mótið stendur dagana 8.-9. september og er fyrsta mót Haraldar Franklín þetta keppnistímabil í bandaríska háskólagolfinu. Fylgjast má með Haraldi Franklín á The Sam Hall Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 19:15
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar í 27. sæti eftir 2. hring á Gopher Invitational

Rúnar Arnórsson, leikur golf í Bandaríkjunum með golfliði University of Minnesota. Fyrsta mótið sem Rúnar tekur þátt í er Gopher Invitational, sem stendur dagana 7.-8. september og tekur hann aðeins þátt í einstaklingskeppninni. Leikið er á golfvelli Windsong Farm GC, í Independence, Minnesota. Í gær voru leiknar 36 holur og er Rúnar í 27. sæti af 75 þátttakendum, sem er ágætis byrjun. Rúnar lék á 8 yfir pari, 150 höggum (74 76). Rúnar er ekki búinn að ávinna sér sæti í Golden Gophers skólaliðinu, en hann er samt á betra skori en 2 í liðinu. Til þess að sjá stöðuna eftir 2 hringi á Gopher Invitational SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 18:14
GK: Frábær Ryderbikarskeppni Keiliskvenna!

Nú um daginn fóru Keiliskonur í sína árvissu haustferð. Að þessu sinni var farið á Svarfhólsvöll á Selfossi og sett upp Ryder bikarskeppni og síðan gistu þær sem vildu í góðu yfirlæti á Hótel Selfoss. Þær sem áttu veg og vanda að þessari skemmtilegu haustferð voru þær: Hjördís Sigurbergsdóttir, Birna Ágústsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, Ásgerður Ingólfsdóttir og Ellý Erlingsdóttir (ekki á mynd). Evrópuliðið vann – kannski forspá um það sem skal koma?
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 18:00
Eru Rory og Sergio Garcia að gera grín að Caroline Wozniacki?

Nú um daginn náði Caroline Wozniacki, fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, ekki höggi á US Open (í tennisnum) vegna þess að hárflétta hennar flæktist í tennisspaðanum. Nú um helgina, á 3. hring BMW Championship í Cherry Hills í Colorado náðust þeir Sergio Garcia og Rory McIlroy á myndskeið, þar sem þeir eru að tala saman. Virðast handahreyfingar beggja þannig að þeir séu að gera grín að ofangreindu atviki þegar Wozniacki náði ekki högginu. A.m.k. hlægja þeir og skemmta sér. Sjá má hárið á Caroline festast í tennisspaðanum á US Open og samtal þeirra félaga á Twitter eða með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

