Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 07:35
Hver er kylfingurinn: David Lipsky?

Bandaríkjamaðurinn David Lipsky sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni s.l. helgi þ.e. Omega Masters mótinu í Crans-sur-Sierre í Sviss. Þetta er kylfingur sem fæstir kannast við – einn af mörgum ungum bandarískum kylfingum, sem kjósa það að öðlast reynslu í Evrópu og hafa sýnt áhuga á að spila hér. En hver er Lipsky? David Lipsky fæddist 14. júlí 1988 í Los Angeles, Kaliforníu og er því 26 ára. Hann lék golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Northwestern, þar sem hann var All-American og sigraði m.a. á the Big Ten individual championship 2010 og var með meðaltalshöggafjölda upp á 72.97 , sem er sá 4. besti í sögu skólans á eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 07:30
Þórður Rafn varð í 13. sæti á Jamega Tour

Þórði Rafni Gissurarsyni, GR, gengur ekki bara vel á þýsku EPD mótaröðinni – nei hann komst líka í gegnum niðurskurð og varð í 13. sæti á hinni ensku Jamega mótaröð ásamt tveimur öðrum kylfingum (T-13). Þórður Rafn lék samtals á 4 undir pari, 140 höggum (70 70). Hann tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem hefst á Englandi í næstu viku. Á facebook síðu sína skrifar Þórður Rafn m.a.: „„Veit hvað ég þarf að laga fyrir Evrópska Q school sem byrjar eftir viku. Vonandi nær maður að koma öllu í rétt stand fyrir það,“ Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu 8. september á Jamega Tour SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 06:45
Bandaríska háskólagolfið: Dagur Ebenezersson í 35. sæti á 1. móti sínu

Dagur Ebenezersson, GKJ leikur með háskólaliði Catawba í Norður-Karólínu og tók þátt í 1. háskólamóti sínu vestra nú í vikunni. Hann lék í sama móti og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, the Anderson Invitational á golfvelli Cobbs Glenn í Anderson, Suður-Karólínu. Mótið stóð dagana 8.-9. september og lauk í gær. Dagur lék á samtals 164 höggum (80 84) og lauk keppni í 5. og síðasta sæti í liði sínu eða í 35. sæti. Catawba liðið varð hins vegar í 3. sæti af 7 liðum, sem þátt tóku. Næsta mót Dags og Catawba-liðsins er í nsætu viku þ.e. the Full Moon BBQ Invitational í Timberline Golf Club í Calera, Alabama. ANDERSON INVITATIONAL – Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 06:25
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í 11. sæti í Mississippi

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, tóku þátt í The Sam Hall Intercollegiate, en mótið var fyrsta mótið á 2014-2015 keppnistímabilinu. Mótið fór fram í Hattiesburg CC í Mississippi og þátttakendur voru 84. Mótið stóð dagana 8.-9. september og lauk því í gær. Haraldur Franklín lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (68 71 72). Hann byrjaði með látum 1. daginn, lék á 3 undir pari, fékk 7 fugla og 4 skolla; 2. hringinn lék Haraldur Franklín á sléttu pari, fékk m.a. glæsiörn á upphafsholuna, 1 fugl og 2 skolla og lokahringinn lék Haraldur Franklín á 1 yfir pari; var með slæman skramba, 2 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 21:15
Afmæliskylfingur dagsins: Grímur Þórisson – 9. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Grímur Þórisson. Grímur er fæddur 9. september 1965 og á því 49 ára afmæli í dag. Grímur er bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Ólafsfjarðar og hann er frábær kylfingur í alla staði. Hann spilar vel, er góður spilafélagi og nú í sumar var hann í kaddýhlutverki fyrir Hrafnhildi, dóttur sína. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 Grím Þórisson með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Grimur Þórisson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh Grant, 9. september 1960 (54 ára); ….. og ….. Þórunn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 20:45
Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Þetta er síðasta greinin í greinaflokknum í bili en hann hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína á ný, enda hefir greinarröðinni verið ótrúlega vel tekið. Í næstu viku verður síðan birt yfirlit yfir heitustu kylfinga s.l. sumars, þ.e. upprifjun á hvað hefir verið heitast á þessu köldu sumri. Á CBS er alltaf getið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 17:00
Johnny Miller: Sergio Garcia er „choker“

Sagt er að Johnny Miller, hafi hafið Ryder Cup „stríðið“ milli Bandaríkjanna og Evrópu. Miller, er í dag best þekktur sem golffréttaskýrandi aðallega á NBC en er auk þess tvöfaldur risamótsmeistari (vann Opna breska 1976 og Opna bandaríska 1973) og hefir sigrað 25 sinnum á PGA Tour. Honum finnst hann því vita eitt og annað um golf og er frægur fyrir að vera heldur hvassyrtur um ýmsa kylfinga í golfskýringum sínum. Það nýjasta er að hann kallaði Sergio Garcia „choker“, en í raun er ekkert gott hugtak til yfir þetta hugtak á íslensku. Sögin „to choke“ á ensku þýðir á íslensku „að standa á öndinni“; „finnast maður vera að kafna“ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 16:00
GKJ: Styrktarmót Kristjáns Þór laugardaginn 13. september n.k.

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar, GKJ verður haldið á Hlíðavelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 13. september og verður keppt með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótsgjald er 8.000 kr. á lið. Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en sem nemur 2 höggum hærra en forgjafarlægri kylfingurinn fær. Sem dæmi ef leikmaður fær -4 í vallarforgjöf getur lið hans ekki fengið hærri forgjöf en -2. Kristján Þór hefur átt góðu gengi að fagna á Eimskipsmótaröðinni í ár og unnið 3 mót á mótaröðinni, Íslandsmeistaramótið í holukeppni sem og tvö stigamót. Þá varð hann stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór hefur ákveðið að nú sé tíminn til að taka skrefið og reyna við atvinnumennskuna og mun hann taka þátt í úrtökumóti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 15:00
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals í 4. sæti e. 1. dag í Suður-Karólínu

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals taka þátt í 1. móti keppnistímabilsins 2014-2015 þ.e. Anderson University Invitational. Leikið er á golfvelli Cobb´s Glenn Country Club í Suður-Karólíni. Mótið stendur dagana 8.-9. september. Íris Katla lék 1. hring á 12 yfir pari, 84 höggum og er sem stendur í 19. sæti og Queens í 4. sæti af 8 liðum í liðakeppninni. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Anderson University Invitational með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 14:00
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk leik í 37. sæti á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu

Rúnar Arnórsson, leikur golf í Bandaríkjunum með golfliði University of Minnesota. Fyrsta mótið sem Rúnar tók þátt í var Gopher Invitational, sem stóð dagana 7.-8. september og tók hann aðeins þátt í einstaklingskeppninni. Leikið var á golfvelli Windsong Farm GC, í Independence, Minnesota. Rúnar lék á 15 yfir pari, 228 höggum (74 76 78) og lauk leik í 37. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Gopher Invitational SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

