Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 10:29
GKJ: Styrktarmót Kristjáns Þórs – laugardaginn 13. september n.k. – Glæsilegir vinningar!!!

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar, GKJ verður haldið á Hlíðavelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 13. september og verður keppt með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótsgjald er 8.000 kr. á lið. Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en sem nemur 2 höggum hærra en forgjafarlægri kylfingurinn fær. Sem dæmi ef leikmaður fær -4 í vallarforgjöf getur lið hans ekki fengið hærri forgjöf en -2. Kristján Þór hefur átt góðu gengi að fagna á Eimskipsmótaröðinni í ár og unnið 3 mót á mótaröðinni, Íslandsmeistaramótið í holukeppni sem og tvö stigamót. Þá varð hann stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór hefur ákveðið að nú sé tíminn til að taka skrefið og reyna við atvinnumennskuna og mun hann taka þátt í úrtökumóti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 10:00
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner luku leik í 5. sæti í Georgíu

Hrafn Guðlaugsson, núverandi klúbbmeistari GSE, lék í 2. móti sínu á keppnistímabilinu 2014-2015, þ.e. SCAD Atlanta Tournament, sem fram fór í Covington, Georgíu. Mótið fór fram dagana 7.-8. september s.l. Hrafn varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni á samtals skori upp á 141 eftir 2 keppnisdaga og golflið Faulkner varð í 5. sæti í liðakeppninni. Hrafn var á besta skori í liði sínu ásamt liðsfélaga sínum, Lee Madison. Næsta mót Hrafns er BUC tournament í Memphis, Tennessee, 5. október n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 3. sæti á Anderson U Inv.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals tóku þátt í 1. móti keppnistímabilsins 2014-2015 þ.e. Anderson University Invitational. Leikið var á golfvelli Cobb´s Glenn Country Club í Suður-Karólínu. Mótið stóð dagana 8.-9. september. Íris Katla lék samtals á 165 höggum (84 81) og lauk keppni í 20. sæti í einstaklingskeppninni. The Royals urðu í 3. sæti í liðakeppninni. Íris Katla og The Royals leika næst 6. október n.k. á Lenoir-Rhyne Intercollegiate á Myrtle Beach, Suður-Karólínu. Til þess að sjá lokastöðuna á Anderson University Invitational SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 08:15
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer í 1. sæti í Cutter Creek

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, lék í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu á keppnistímabilinu 2014-2015, en hún og lið hennar „The Falcons“ í Pfeiffer háskóla tóku þátt í The Cutter Creek Invitational dagana 8.-9. september s.l. Mótið fór fram í Wilson, Norður-Karólínu. Stefanía Kristín lék á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (85 85) og hafnaði í 7. sæti í mótinu. Næsta mót Stefaníu Kristínar er King Invitational, í Tennessee, en mótið hefst 28. september n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á The Cutter Creek Invitational SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 07:30
Rory: „Tiger og Phil eru að spila síðustu holur ferla sinna“

Stór hluti bandarískra golfaðdáenda eru e.t.v. enn í afneitun en Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, sagði bara eins og honum bjó í hjarta varðandi Tiger og Phil Mickelson, á blaðamannafundi fyrir Tour Championship í gær, en Tiger og Phil taka ekki þátt í Tour Championship í fyrsta sinn síðan 1992 eða í heil 22 ár. Aðspurður um fjarveru þessara golfgoðsagna sagði Rory: „Eg veit ekki hvort ég ætti að segja að þeirra tími (Tiger og Phil) væri liðinn, en þeir eru að eldast og eru að spila síðustu holur ferla sinna.“ Rory hins vegar gengur vel. Hann hefir spilað í 16 mótum á PGA Tour í ár og sigrað Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 07:00
Gretzky styður tilvonandi tengdason sinn – Dustin Johnson

Ísknattleiksgoðsögnin Wayne Gretzky stendur fast á bakvið tilvonandi tengdason sinn PGA stjörnuna Dustin Johnson og allar fréttir um að hann hafi tekið hann á teppið úr lausu lofti gripnar. „Augljóslega er lífið ekki fullkomið og hann fór í gegnum erfiða tíma eða eins og hann sagði mér: „Þetta gerir mig að betri einstaklingi og ábyrgari manni og þar af leiðandi gerir það mig að betri íþróttamanni og betri kylfingi,“ sagði Gretzky í viðtali við Sportsnet 590 The Fan í gær. „Í lífinu, því miður, gleymum við því að jafnvel íþróttamenn eru mannlegir og það koma upp hnökrar, en það sem er mikilvægast er að hann er yndislegur maður með hjartað á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 22:00
Afmæliskylfingur dagsins: Arnold Palmer —— 10. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Arnold Palmer, 10. september 1929 en þessi golfgoðsögn á 85 árs afmæli í dag!!!! Palmer lék í bandaríska háskólagolfinu í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þ.e. Wake Forest. Hann hefir sigrað 95 sinnum á ferli sínum þar af 62 sinnum á PGA Tour og þar af 7 sinnum á risamótum. Eina risamótið sem Palmer tókst aldrei að sigra á var PGA Championship. Af mörgum heiðursviðurkenningum sem Arnie, eins og hann er oftast kallaður hefir hlotið á ferli sínum mætti nefna að hann hlaut PGA Tour Lifetime Achievement Award árið 1998 (þ.e. viðurkenning PGA Tour fyrir ævistarf) og 1974 (fyrir 40 árum síðan) hlaut Arnie inngöngu í frægðarhöll Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 14:30
GK: Mánaðarmótið – Styrktarmót fyrir sveitir Keilis

Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir nýjung í keppnishaldi á Íslandi. Um er að ræða styrktarmót fyrir sveitir Keilis sem keppa á Evrópumóti klúbbliða í Búlgaríu og Þýskalandi. Mótið stendur yfir í einn mánuð, frá 10. september til 10. október. – Þú getur tekið þátt hvenær sem þér hentar. – Besta skorið gildir hverju sinni í mótinu. – Þú bókar rástíma sjálf/ur í gegnum bókunarkerfi Keilis á golf.is. Innanklúbbsreglur um bókun rástíma gilda fyrir alla keppendur. – Þú tilkynnir þátttöku í golfverslun og greiðir þátttökugjald fyrir hringinn og skilar undirskrifuðu korti eftir hring á sama stað. – Þú mátt spila eins oft og þú vilt meðan á mótinu stendur, frá 10. september Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 14:00
LET: Schreefel sigraði í Svíþjóð

Það var hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel sem vann afburða sigur á Helsingborg Open í Svíþjóð s.l. sunnudag, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Schreefel var á samtals 17 undir pari, 271 höggi (67 70 68 66) og átti 7 högg á þá sem varð í 2. sæti en það var Rebecca Artis frá Ástralíu. Í 3. sæti varð golfdrottningin enska Laura Davies á samtals 9 undir pari. Í 4. sæti varð franska stúlkan Valentine Derry á samtals 6 undir pari og 5. sætinu á samtals 5 undir pari deildu danska stúlkan Line Vedel og hin enska Felicity Johnson. Til þess að sjá lokastöðuna á Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 13:30
Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil lauk leik í 6. sæti á GAC Preview

Theodór Emil Karlsson, GKJ, lék í sínu fyrsta móti á 2014-2015 keppnistímabilinu, ásamt golfliði University of Arkansas at Monticello, en hann tók þátt í Great American Conference Preview, líka skammstafað GAC Preview. Mótið fór fram á golfvelli Lake Hefner golfklúbbsins í Oklahoma City í Oklahoma. Mótið stóð dagana 7.-9. september 2014 og lauk í gær. Theódór Emil lék samtals á 4 yfir pari, 212 höggum (65 74 73) og átti m.a. glæsihring upp á 7 undir pari, 65 högg fyrsta mótsdag – hann lauk leik á besta skorinu í liði sínu!!! Theodór hafnaði í 6. sæti í mótinu og golflið Monticello varð í 7. sæti af 10 liðum, sem þátt Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

