Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir -12. september 2014

Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 46 ára afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (58 ára); Angel Cabrera, 12. september 1969 (45 ára); Shigeki Maruyama (丸山茂樹, Maruyama Shigeki; Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 14:00
Woosnam dregur í efa ákvörðun McGinley

Ian Woosnam dregur í efa að ákvörðun Paul McGinley‘s að skipa 5 varafyrirliða fyrir lið Evrópu í Rydernum sé rétt. McGinley hefir skipað þá Sam Torrance, Des Smyth, José Maria Olazábal, Pádraig Harrington og Miguel-Ángel Jiménez sem varafyrirliða sína og beðið þá að aðstoða sig í Rydernum seinna í mánuðnum. Skv. allri hefð hafa fyrirliðar í Rydernum aldrei haft fleiri en 4 varafyrirliða og Woosnam, sem leiddi liðið til sigurs 2006, hefir sínar efasemdir að ákvörðun McGinley sé sú rétta. „Ég hélt virkilega að hann myndi velja 4 varafyrirliða,“ sagði hann. „Ég var svolítið undrandi að hann skyldi velja 5. Ég hugsa að hann sé að reyna að fá ráð hjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 10:00
Rory á skilið afsökun

Líkt og Golf 1 greindi frá sagði Rory McIlroy í viðtali miðvikudagsmorgun fyrir Tour Championship að Tiger og Phil væru að spila síðustu holur ferla sinna. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Þessi ummæli nr. 1 á heimslistanum (Rory) hafa mætt mikilli gagnrýni; hann sé að gera lítið úr tveimur bestu kylfingum samtíðarinnar og jafnvel allra tíma segja þá búna að vera og, hann sé að upphefja sjálfan sig á tíma þar sem honum gengur loks vel (en hann var sjálfur í kjallaranum á síðasta ári) o.s.frv. Rory hefir verið skammaður og dreginn upp úr háði á sumum golffjölmiðlum vegna framangreindra ummæla, sumir jafnvel gefið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 06:30
Hyo-Joo Kim efst e. 1. dag í Evían risamótinu

Í gær hófst 5. og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu, Evian Championship í Evian-les-Bains í Frakklandi. Mótið stendur 11.-14. september. Eftir 1. dag er það Hyo-Joo Kim, frá Suður-Kóreu, sem er efst – lék 1. hring á ótrúlegum 10 undir pari, 61 höggi. KIm átti draumahring; skilaði „hreinu“ skorkorti með 10 fuglum og 8 pörum þ.e. hún missti hvergi högg! Ástralska golfdrottnningin Karrie Webb er í 2. sæti 4 höggum á eftir Kim, en hún lék á 6 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Evian Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 00:10
FedEx Cup: Horschel og Kirk efstir á Tour Championship – Hápunktar 1. dags

Í kvöld hófst lokamótið í FedEx Cup umspilinu, Tour Championship styrkt af Coca Cola. Að venju fer lokamótið fram á golfvelli East Lake í Atlanta, Georgíu. Að þessu sinni eru þátttakendur aðeins 29. Eftir 1. dag eru þeir Chris Kirk og Billy Horschel efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum. Fjórir kylfingar deila 3. sætinu höggi á eftir þ.e. á 3 undir pari, 67 höggum þ.e.: Jason Day, Patrick Reed, Jim Furyk og Bubba Watson. Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að hápunkta 1. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 18:45
Caroline Wozniacki um sambandsslitin við Rory

Caroline Wozniacki sagði að það hefði verið reglulegt sjokk þegar Rory McIlroy ákvað að hann væri ekki tilbúinn að kvænast henni og sleit trúlofun þeirra, aðeins nokkrum mánuðum fyrir giftingu þeirra. Wozniacki tjáði sig í fyrsta sinn um sambandsslitin, en í fyrstu hét alltaf að hún ætlaði ekkert að segja meira um málið (kannski hún sé að hræða Rory svolítið eftir að hann og Sergio gerðu grín að því þegar hún festi hárfléttu sína á Opna bandaríska í tennisnum og náði ekki höggi). Wozniacki sagði að hún hefði í fyrstu talið að símtal Rory væri djók. „Maður býst ekkert við að vera í svona stöðu,“ sagði Wozniacki í glænýju viðtali við Sportskeeda. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 18:00
Nordea Tour: Birgir Leifur á 70 – Ólafur Lofts á 74 e. 1. dag Haverdal Open

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu í dag leik á Haverdal Open, í Haverdal, Svíþjóð en mótð er hluti af Nordea Tour. Birgir Leifur lék á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum fékk 4 fugla og 2 skolla. Hann deilir 11. sæti ásamt 9 öðrum kylfingum, af 153 þátttakendum. Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur einnig þátt í mótinu en hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum, fékk 1 fugl og 3 skolla og deilir 58. sætinu ásamt 10 öðrum kylfingum. Efstur eftir 1. dag er Svíinn Joakim Wikström, sem lék á 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Haverdal Open eftir 1. dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 17:30
Evrópumótaröðin: Zanotti að ná sér eftir að fá golfkúlu í höfuðið

Í dag hófst KLM Open, sem fram fer á golfvelli Kennemer G&CC, í Zandevoort í Hollandi og er hluti af Evrópumótaröðinni. Paraguay-maðurinn Fabrizio Zanotti var svo óheppinn að fá golfkúlu í höfuðið í mótinu. Zanotti var á 16. braut og fékk teighögg Alexandre Kaleka í höfuðið, sem var að slá af 14. teig. Zanotti missti ekki meðvitund og fékk þá þegar læknisaðstöð á vellinum og aðstoð sjúkraliða. Skv. lækninum var Zanotti ekki í hættu, en farið var þá þegar með hann á sjúkrahús til frekari rannsókna. Félagar hans á Evrópumótaröðinni Felipe Aguilar og Ricardo Gonzalez fylgdu Zanotti á sjúkrahúsið og hafa dregið sig úr mótinu til þess að geta verið hjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ———- 11. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 57 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Jeff Sluman með Wanamaker Trophy 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 12:00
GK: Kristrún Runólfsdóttir fékk ás!!!

Kristrún Runólfsdóttir, GK, var að spila golf á Hvaleyararvelli í gær í rigningunni, sem þá var. Og viti menn hún fór holu í höggi á par-3 6. braut Hvaleyrarvallar! Sjötta braut er 110 m af rauðum teigum. Spilafélagar Kristrúnar voru Ingibjörg Kristjánsdóttir GK og Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, GK. Golf 1 óskar Kristrúnu innilega til hamingju með draumahöggið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

