Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 12:01

Viltu gerast SNAG-leiðbeinandi?

Föstudaginn 19. september nk. verður haldið SNAG leiðbeinendanámskeið í Hraunkoti í Keili í Hafnarfirði. Námskeiðið gefur alþjóðleg réttindi á fyrsta stigi SNAG golfkennslu. Námskeiðið er opið golfkennurum, íþróttakennurum, þjálfurum og öllu áhugafólki um útbreiðslu golfíþróttarinnar. Einnig eru þeir velkomnir sem vilja nýta námskeiðið til að auka eigin golfþekkingu eða kynnast nýjum skemmtilegum hlutum í golfheiminum. SNAG þýðir Starting New At Golf og berst nú hratt um heiminn. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna því að með SNAG búnaði og kennslufræði er hægt að gera golfnámið og golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 10:30

FedEx Cup: Horschel ætlar að einbeita sér að Tour Championship fremur en að vera viðstaddur fæðingu 1. barns síns!!!

Kylfingar eru þekktir fyrir að láta allt sitja og standa þegar von er á fyrstu börnum þeirra eða öðrum börnum. Frægt er t.a.m þegar Ryder Cup leikmaðurinn Hunter Mahan dró sig úr RBC Canadian Open mótinu 27. júlí 2013 eftir að hafa verið í 1. sæti þegar mótið var hálfnað, eftir að hann fékk símhringingu þar sem honum var sagt frá því að kona hans, Kandi, væri komin með hríðir – hann flýtti sér og var viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns, dóttur sinnar, Zoe Oliviu Mahan, sem fæddist 28. júlí 2013. Það má segja ýmislegt um Patrick Reed en hann er einn af þeim sem lét allt sitja og standa til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 09:00

FedEx Cup: Rory sló teighögg sitt í vasa áhorfanda á Tour Championship – Myndskeið

Rory McIlroy er þekktur fyrir að vera afar nákvæmur á golfvellinum. Þannig að það kom á óvart þegar hann sló teighögg sitt af 14. teig á East Lake, þar sem The Tour Championship fer fram,  í vasa á áhorfanda. Rory fékk aðstoð dómara til að droppa boltanum og sló síðan glæsihögg beint inn á flöt, eins og ekkert hefði gerst. Vasanáunginn spurði hvort hann mætti eiga boltann en dómarinn tók fyrir það, sagði að Rory yrði að slá þessum bolta! Sjá má myndskeið af þessu atviki SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 08:30

Nordea Tour: Birgir Leifur í 4. sæti – Ólafur Björn úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK tóku þátt í Haverdal Open, í Haverdal, Svíþjóð,  en mótð er hluti af Nordea Tour. Birgir Leifur er búinn að spila á glæsilegum 5 undir pari, 139 höggum (70 69) og deilir 4. sætinu eftir 2. dag ásamt 5 öðrum kylfingum. Sá sem leiðir eftir 2. mótsdag er „heimamaðurinn“ Felix Fihn á 7 undir pari og er Birgir Leifur því aðeins 2 höggum á eftir honum. Ólafur Björn Loftsson, NK, er því miður úr leik en aðeins munaði 1 ergilegu höggi að hann kæmist gegnum niðurskurðinn. Til þess að sjá stöðuna á Haverdal Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 08:00

FedEx Cup: Horschel með 2 högga forystu á Tour Championship – Hápunktar 2. dags

Billy Horschel er enn með forystu eftir 2. dag Tour Championship. Hann er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 132 höggum (66 66) og hefir 2 högga forskot á þá Rory McIlroy, Jason Day og Chris Kirk, sem allir hafa leikið á 6 undir pari. Fimmta sætinu deila síðan þeir Ryan Palmer, Kevin Na, Cameron Tringale og Jim Furyk; allir á samtals 4 undir pari, hver. Telja verður þessa 8 líklegasta, eins og staðan er, til þess að vinna hinn eftirsótta 10 milljón dala bónuspott! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Tour Championship Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 07:00

Lincicome leiðir á Evían risamótinu – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríska stúlkan Brittany Lincicome, sem leiðir í hálfleik á The Evían Championship, sem fram fer í Evian-les-Bains í Frakklandi. Lincicome er búin að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Lincicome er forystukona 1. dags Hyo-Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 9 undir pari, 133 höggum en hún náði ekki að fylgja glæsihring sínum upp á 62 högg fyrsta keppnisdag nægilega vel á eftir lék 2. hring á 71 höggi eða með 9 högga sveiflu milli hringja. Í 3. sæti er enn önnur frá Suður-Kóru, MJ Hur á samtals 7 undir pari og 4. sætinu deila síðan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 00:30

Evróputúrinn: Larrazabal leiðir e. 2. dag á KLM Open

Það er Spánverjinn Pablo Larrazabal, sem leiðir eftir 2. dag á KLM Open. Larrazabal lék á samtals 10 undir pari 130 höggum (68 62). Í 2. sæti tveimur höggum á eftir eru Ítalinn Edoardo Molinari og Frakkinn Romain Wattel á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag KLM Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 22:00

Lindsey Vonn sögð hrædd um Tiger

Skv. óáreiðanlegum heimildum er Lindsey Vonn, kærasta Tiger Woods sögð afar hrædd um hann. Svo er að fyrrum eiginkona Tiger, Elín Nordegren, hefir sagt kærasta sínum billjónamæringnum Chris Cline upp og Vonn er sögð hrædd um að Tiger reyni nú aftur við móður tveggja barna sinna, Elínu. Sagt er að Tiger hafi aldrei viljað skilnað – það var aðallega hann sem vildi ná sáttum og gerði sitt til þess, en trúnaðurinn var einfaldlega fyrir bí, eftir upp komst um margfalt framhjáhald Tigers með fjölmörgum konum, 2009.  En nú eru liðinn 5 ár – E.t.v. hægt að ná sáttum nú? Tiger hefir nú verið í sambandi með Lindsey Vonn í 18 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 18:45

Fréttatilkynning frá landsliðsþjálfara vegna landsliðsmála

Bréf vegna landsliðsmála Í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í sumar og að undanförnu vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Um val á kylfingum í landsliðið Val landsliðsþjálfara er oft á tíðum umdeilt og má aldrei vera með þeim hætti að valið sé hafið yfir gagnrýni. Það keyrir hins vegar um þverbak þegar látið er í veðri  vaka að kylfingurinn Kristján Þór Einarsson eigi ekki möguleika á landsliðssæti vegna persónulegra ástæðna af minni hálfu. Slíkt er algjör fjarstæða. Því hefur statt og stöðugt verið haldið fram að Kristján, hafi á þeim tíma þegar val á EM landsliði Íslands fór fram, skarað fram úr á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 17:00

Glæsilegir vinningar á styrktarmóti Kristjáns Þórs á morgun!!!

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar, GKJ verður haldið á Hlíðavelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 13. september og verður keppt með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótsgjald er 8.000 kr. á lið. Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en sem nemur 2 höggum hærra en forgjafarlægri kylfingurinn fær. Sem dæmi ef leikmaður fær -4 í vallarforgjöf getur lið hans ekki fengið hærri forgjöf en -2. Kristján Þór hefur átt góðu gengi að fagna á Eimskipsmótaröðinni í ár og unnið 3 mót á mótaröðinni, Íslandsmeistaramótið í holukeppni sem og tvö stigamót. Þá varð hann stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór hefur ákveðið að nú sé tíminn til að taka skrefið og reyna við atvinnumennskuna og mun hann taka þátt í úrtökumóti Lesa meira