Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 12:00
GB: Úrslit í Opna Nettó

Opna Nettó mótið fór fram í gær á Hlíðarvelli í Borgarnesi. Þátttakendur í mótinu voru 44 og luku 40 keppni, þar af 4 kvenkylfingar. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 10:00
Atvinnumönnum getur mistekist í golfi eins og öðrum – Myndskeið

Eitt er víst að mikið jafnræði er í golfi þegar kemur að einu atriði: Öllum getur orðið á – allir geta gert mistök. Það er alltaf fyndið að fylgjast með þeim „allra bestu“ þegar þeim verður á, á golfvellinum. Hér má sjá eitt slíkt myndskeið SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 07:44
GKJ: Old Spice sigraði í Styrktarmóti Kristjáns Þórs – Úrslit – Þakkarorð Kristjáns Þórs

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar fór fram á Hlíðavelli í gær, laugardaginn 13. september 2014 í ágætis golfveðri. Fullt var í mótið – þátttakendur voru 196, sem sýnir glæsilegan samtakarmátt kylfinga hér á landi þegar það kemur að því að styðja við bakið á einn af okkar bestu til þess að frami hans og brautargengi og þar með íslensks golfs megi verða sem mestur á erlendum úrtökumótum. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn til þess að styrktarmót Kristjáns Þórs gæti orðið sem best og má með sanni segja að það hafi tekist. Það er enn vert að minna á, fyrir þá sem ekki sáu sér fært að taka þátt í mótinu, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 07:30
Mótum frestað vegna slæmskuveðurs sunnanlands

Í dag sunnudaginn 14. september stóð til að halda golfmót hér sunnanlands, en a.m.k. tveimur þeirra hefir nú verið frestað vegna veðurs. Það eru eftirfarandi mót: 1. GSG: Til stóð að halda Skinnfisk kvennamótið með glæsilegum vinningum á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Frá GSG barst eftirfaarndi fréttatilkynning: „Því miður verðum við að fresta Skinnfisk Kvennamótinu.Veður í Sandgerði s.a 16 -22 metrar og rigning „ 2. GL: Minningarmót Önnu Sigurrósardóttur. Frá GL barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Minningarmóti um Önnu Rún Sigurrósardóttur sem vera átti sunnudaginn 14.september hefur verið frestað vegna veðurs en spáð er rigningu og hvassviðri. Fyrirhugað er að halda mótið sunnudaginn 21.september n.k. ef veður leyfir og verður mótið uppfært í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:04
Nordea Tour: Birgir Leifur lauk leik í 5. sæti!

Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á Haverdal Open í 5. sæti, sem hann deildi með Svíanum Felix Fihn. Birgir Leifur lék á samtals 4 undir pari 212 höggum (70 69 73). Á lokahringnum fékk Birgir Leifur m.a. glæsiörn á 3. holu Haverdalsvallarins, 4 fugla, 5 skolla og einn skrambans skramba. Sigurvegari mótsins varð Svíinn Jacob Glennemo, sem lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (73 66 69). Til þess að sjá lokastöðuna á Haverdal Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:03
FedEx Cup: Stefnir í einvígi Rory og Horschel í dag!!!

Rory og Billy Horschel eru efstir og jafnir á Tour Championship fyrir lokahringinn, sem leikinn verður seinna í dag. Báðir eru þeir Rory og Billy efstir eru báðir búnir að spila á 9 undir pari, 201 högg; Rory (66 66 69) og Billy (69 65 67). Spennandi dagur framundan í golfinu – hvor verður 10 milljón dölum (1,2 milljörðum íslenskra króna ríkari?) Í 3. sæti er sem stendur Jim Furyk á samtals 7 undir pari og efstir og jafnir í 4. sæti eru Rickie Fowler og Justin Rose og Jason Day á samtals 6 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:02
Hyo Joo Kim nær aftur forystu á 3. degi Evían risamótsins

Hyo Joo Kim, frá Suður-Kóreu, náði aftur forystunni á 3. degi Evin risamótsins, sem fram fer í Evian-les-Bains í Frakklandi. Kim er búin að spila á samtals 8 undir pari 205 höggum (61 72 72). Í 2. sæti er ástralska golfdrottningin Karrie Webb aðeins 1 höggi á eftir Kim og til alls líkleg á lokahringnum á morgun. Í 3. sæti er síðan MJ Hur, frá Suður-Kóreu enn öðru höggi á eftir á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Evian Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:01
Evróputúrinn: Romain Wattel efstur f. lokahringinn á KLM Open – Hápunktar 3. dags

Franski kylfingurinn Romain Wattel er efstur á KLM Open fyrir lokahringinn sem leikinn verður seinna í dag. Wattel er búinn að spila á 14 undir pari, 196 höggum (67 65 64). Það er af sem áður var Wattel er að verða einn af fremstu kylfingum Evrópu en er ekki lengur litli franski strákurinn sem mörg okkar muna eftir að sigraði á Orange Bowl í Flórída (Biltmore velli í Coral Gables) ásamt Lexi Thompson. Í 2. sæti 3 höggum á eftir Wattel er Richie Ramsay frá Skotlandi á 11 undi pari, 199 höggum (69 65 65). Í 3. sæti fyrir lokahringinn er Paul Casey á samtals 10 höggum undir pari. Sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 22:30
GN: Úrslit í Stefánsmóti – Stefán 98 ára tók þátt og spilaði á aldri

Stefánsmótið fór fram í dag, laugardaginn 13. september 2014 í sannkallaðri Austfjarðablíðu. Höfðinginn Stefán Þorleifsson, sem mótið er haldið til heiðurs, gerði sér lítið fyrir og lék á 98 höggum en það er einmitt aldur kappans síðan í ágúst. Þátttakendur voru 39 frá öllum austfirsku klúbbunum nema einum auk fólks lengra að komnu. Annars urðu úrslit mótsins þessi: Opinn flokkur (punktakeppni): 1. Pétur Karl Kristinsson GBE 43 punktar 2. Viktor Páll Magnússon GKF 41 punktar 3. Guðmundur Halldórson GBE 39 punktar 4. Jónas E. Ólafsson GBE 36 punktar Höggleikur karla: 1. Elvar Árni Sigurðsson GN 75 högg 2. Arnar L. Baldursson GN 79 högg Höggleikur kvenna: 1. Þuríður Ingólfsdóttir GFH 98 högg 2. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson, eigandi Hole in One. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 45 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val. Þorsteinn hefir einmitt verið mjög duglegur í sumar í kylfuberastarfi fyrir börn sín. Sjá má viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 64 ára; Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (51 árs) Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

