Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í dag í Minnesota

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State hefja leik í dag á Minnesota Invitational. Leikið er á golfvelli Minikahda Club og stendur mótið dagana 15.-16. september 2014. Sjá má myndir frá Minikahda með því að SMELLA HÉR: Alls taka á 8. tug keppenda þátt og 14 háskólalið. Fylgjast má með Guðrúnu Brá á Minnesota Invitational með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 08:00
GK: Sigurþór hlaut Baddaskjöldinn – Kjartan Þór Rauða Jakkann og Lúðvík varð öldungameistari í Haukamótinu

Föstudaginn 12. september s.l. var haldið hið árlega golfmót Hauka og voru 83 Haukamenn út um allan Hvaleyrarvöll að reyna við Baddaskjöldinn og Rauða jakkann. Veðurguðinn bauð uppá ekta haustveður, mikinn vind. Í þessu móti er keppt um Rauða Jakkann í punktakeppni og einnig titilinn Öldungameistari Hauka til minningar um Ólaf H. Ólafsson. Baddaskjöldinn hlýtur svo sá Haukamaður sem spilar best í höggleik en Rauði jakkinn fór til þess sem fékk flesta punkta. Fjöldi fólks var viðstatt verlaunaafhendingu sem fór fram í golfskálanum nú í kl 20:00 föstudagskvöldið. Glæsileg verðlaun voru veitt og var dregið úr skorkortum í lokinn. Golfklúbburinn Keilir og Haukar þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og skemmtilegt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 07:00
GA: Kristján Benedikt Sveinsson sigraði á BYKO Open

Í gær sunnudaginn 14. september 2014 fór fram Byko open á Jaðri. Það voru 120 hressir kylfingar sem mættu til leiks og spiluðu við nokkuð erfiðar aðstæður þar sem það var allhvasst. Sást það á skorinu og þess má geta að CSA leiðréttingarstuðull dagsins er +2. Úrslit dagsins voru eftirfarandi. Besta skor – Kristján Benedikt Sveinsson 73 högg. Í punktakeppninni var mikil spenna og voru þrír kylfingar jafnir með 37 punkta. Eftir að hafa reiknað til baka kom það í ljós að sigurvegarinn í punktakeppninni líkt og í höggleiknum er Kristján Benedikt Sveinsson. Í öðru sæti varð Sigurður Skúli Eyjólfsson sem hafði betur í baráttunni um 2 sætið við Sævar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 21:48
PGA: Billy Horschel sigurvegari Tour Championship – Hápunktar 4. dags

Það var Billy Horschel sem sigraði á Tour Championship. Horschel lék á samtals 11 undir pari, 269 höggum (66 66 69 68). Hann er því 10 milljónum dollara bónuspotti ríkari!!! …. og að verða faðir lítillar stúlku!!! Í 2. sæti urðu sigurvegari Tour Championship 2010 Jim Furyk og nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy samtals 8 undir pari, hver, heilum 3 höggum á eftir Horschel. Justin Rose, Jason Day og Chris Kirk deildu 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 21:00
Bandaríska háskólagolfið: Berglind hóf leik í dag á Cougar Classic

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG hófu í dag leik á Poweraid Cougar Classic mótinu, sem fer fram dagana 14.-16. september 2014. Þátttakendur eru 120 og liðin sem þátt taka 23. Leikurinn er þegar hafinn og má sjá stöðuna með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 20:45
Hyo Joo Kim sigraði á Evian risamótinu

Það var Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu sem sigraði á 5. og síðasta risamóti kvennagolfsins í ár Evían Championship í Evian-les-Bains í Frakkland. Kim spilaði á samtals 11 undir pari, 273 höggum (61 72 72 68). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð ástralska golfdrottningin Karrie Webb. Tvær suður-kóreanskar deildu síðan 3. sætinu MJ Hur og Ha Na Jang, báðar á 9 undir pari, hvor. Í 5. sætinu varð síðan enn önnur suður-kóreönsk, NY Choi og það er ekki fyrr en í 6. sætinu, sem við sjáum Evrópubúa… engan annan en norsku frænku okkar Suzann Pettersen, sem var á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 20:30
Evróputúrinn: Paul Casey sigraði á KLM Open – Hápunktar 4. hrings

Það var Englendingurinn Paul Casey sem stóð uppi sem sigurvegarin á KLM Open, sem fram fór á Kennemer G&CC í Zandvoort í Hollandi. Casey lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (68 70 62 66). Sjá má viðtal við Casey eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Simon Dyson á samtals 13 undir pari, 267 höggum (70 66 66 65). Í 3. sæti varð Englendingurinn Andy Sullivan (á samtals 12 undir pari) og í 4. sæti landi hans Eddie Pepperell (á samtals 11 undir pari). Fimmta sætinu deildu: Joost Luiten, Pablo Larrazábal, Johan Carlsson og Frakkinn Romain Wattel (allir á samtals 10 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 19:00
Bjarki Pétursson varð í 4. sæti á Skandia Junior Open

Fimm íslenskir unglingar tóku þátt í Skandia Junior Open, sem fram fór í Halmstad Golfklubb í Halmstad, Svíþjóð, dagana 12.-14. september og lauk því í gær. Bjarki Pétursson, GB, náði þeim glæsilega árangri að landa 4. sætinu. Bjarki lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (71 70 73). Þátttakendur í mótinu voru alls 63. Röðun íslensku þáttakendanna var eftirfarandi: 4. sæti Bjarki Pétursson, GB (71 70 73). 11. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG (74 75 71). 36. sæti Stefán Bogason, GR (76 73 80). T-38. sæti Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75 77 79). Egill Ragnarsson, GKG náði ekki niðurskurði. Til þess að sjá lokastöðuna á Skandia Junior Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar H. Ævarsson – 14. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar H. Ævarsson. Arnar er fæddur 14. september 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Arnar er kvæntur Ólöfu Baldursdóttur og eiga þau Arnar Gauta, Baldur og Kolbrúnu Lilju. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnar H Ævarsson, GK (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (63 ára), Gareth Maybin 14. september 1980 (34 ára); Will Claxton, 14. september 1981 (33 ára), Danielle McVeigh, 14. september 1987 (27 ára) …. og …… Þórhildur Sigtryggsdóttir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 14:00
GÖ: Úrslit í Goodyear & Scania mótinu

Lokamót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram í gær laugardaginn 13. september 2014. Úrslit voru eftirfarandi: Úrslit í Goodyear & Scania 2014 – Lokamót GÖ Nr. Leikmaður A Leikmaður B Punktar S-9 S-6 S-3 1 Ágúst Gestsson Kristófer Daði 48 24 15 8 2 Bjarni Guðmundsson María Guðrún Sigurðardóttir 44 21 14 6 3 Arnar Bjarki Jónsson Þórir Björgvinsson 42 21 13 6 4 Brynjar Guðmundsson Björn Pálsson 41 21 13 6 5 Kristófer Karl Karlsson Björg Bergsveinsdóttir 41 21 13 5 6 Jón Baldursson Guðmundur Ó Baldursson 41 20 15 7 7 Reynir Þórðarsson Stefanía K Sigurðardóttir 40 21 13 6 8 Hafdís Helgadóttir Birna Stefnisdóttir 40 21 13 6 9 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

