Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State í 14. sæti í Minnesota e. fyrri dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State eru nú við keppni á Minnesota Invitational. Leikið er á golfvelli Minikahda Club og stendur mótið dagana 15.-16. september 2014 og lýkur þ.a.l. í kvöld Sjá má myndir frá Minikahda með því að SMELLA HÉR: Guðrún brá lék fyrstu tvo hringina á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (78 78) og er í 45. sætinu í einstaklingskeppninni eða á 3. besta skori í liði sínu. Fylgjast má með Guðrúnu Brá á Minnesota Invitational með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 10:00

Greg Norman á bataleið eftir keðjusagarslys

Hvíti hákarlinn þ.e. Greg Norman lenti í keðjusagarslysi þegar hann hugðist saga niður tré í garði sínum. Hann sagaði í vinstri handlegg sér og skemmdi m.a. taugar, en gekkst undir uppskurð til að lagfæra þær og tjasla handleggnum á sér saman aftur. Í fréttatilkynningu á vefsíðu hans sagði: „Norman valdi að fara í uppskurð meðan hann lá á spítalanum til þess að láta laga nokkrar minniháttar skemmdir á taugum.  Sérfræðingurinn sem Norman var í meðhöndlun hjá sagði að hann myndi ekki hljóta langtíma, viðvarandi skemmdir á vinstri handlegg.“ Eftir skurðaðgerðina sneri Greg Norman heim til hvíldar og til þess að ná sér.  Hann sjálfur og læknarnir búast við að hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 09:00

Rory: „Ég er glaður að Horschel er ekki með í Rydernum“

„Náunignn sem spilaði besta golfið síðustu 3 vikurnar og sigraði FedEx Cup bikarinn, s.l. sunnudag, Billy Horschel, verður ekki með í Ryder bikars keppninni. Nafn hans var sjaldan nefnt meðal þeirra sem komu til greina í bandaríska liðið.  Það þarf ekki að koma neinum á óvart því fyrir FedEx Cup bikarinn var besti árangur hans á PGA Tour tveir topp-10 árangrar frá því í júní í sumar. Kona Horschel, Brittany, er ófrísk af fyrsta barni þeirra hjóna og er sett n.k. laugardag að eignast hana.  Sem betur fer fór ekkert af stað meðan Billy var að keppa því hann var búinn að gefa út að ekki ætti að trufla hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 05:00

Ragnhildur og Gísli keppa á DOY

DOY eða Duke of York mótið hefst í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili keppa á The Duke of York Young Champions Trophy. Leiknar verða 54 holur en mótið stendur dagana 16. – 18. eptember 2014. DOY er alþjóðlegt golfmót fyrir stráka og stelpur, sem eru 18 ára eða yngri og eru landsmeistararar sinna landa. Það er prins Andrew sem er gestgjafi eins og áður en mótið hefur verið haldið árlega síðan 2001. Að þessu sinni er leikið á hinum fræga golfvelli Royal Aberdeen en Opna Skoska meistaramótið sem er hluti af Evróputúrnum var leikið í ár. Mótið er Íslendingum að góðu kunnungt en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 20:00

Myndasería af Bandaríkjaforseta í golfi

Golf Digest hefir tekið saman skemmtilega seríu af núverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í golfi. Hann hefir sætt mikilli gagnrýni fyrir að stunda uppáhaldstómstundaiðju sína …. en engu að síður spilar hann hvern golfhringinn á fætur öðrum. Sjá má myndaseríu með Obama í golfi með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 18:00

Tiger segir að styrkurinn sé aftur sá sami hjá honum bara sveiflan ekki

Tiger Woods er of upptekinn í rætkinni til þess að finna sér nýjan sveifluþjálfara hvað þá að sveifla golfkylfu. Woods sagði í dag að styrkur hans sé sá sami „vegna þess að hann hafi unnið hörðum höndum í ræktinni“ og hann sé á áætlun við að koma sér í keppnisform fyrir desember. En hann hefir enn ekki slegið golfbolta frá því að hann komst ekki í gegnum niðurskurð í PGA Championship risamótinu 8. ágúst s.l. og veit ekki hvenær hann mun aftur slá. „Við erum komin ansi langt fram úr styrkfasanum núna og ég er kominn með styrkinn þar sem ég vil hafa hann,“ sagði Tiger í Isleworth Golf & Country Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Shi Hyun Ahn —– 15. september 2014

Það er Shi Hyun Ahn (á kóreönsku:  안시현) sem er afmæliskylfingur dagsins er Ahn er fædd 15. september 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Ahn gerðist atvinnumaður í golfi 2002 og hefir á ferli sínum sigrað 1 sinni á LPGA og 1 sinni á KLPGA. Mótið sem Ahn sigraði á á LPGA mótaröðinni var CJ Nine Bridges Classic, sem fram fór í Suður-Kóreu 2003.  Ahn var 19 ára, 1 mánaðar og 18 daga þegar hún vann og þar með yngsti sigurvegari á LPGA móti, sem ekki var bandarísk, í sögu mótaraðarinnar. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið 103 ára í dag);  Fulton Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 13:00

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir eftir sigur Paul Casey á KLM Open

• Sigurinn á KLM Open  er 13. titill Casey á Evróopumótaröðinni og hann kemur í 258. mótinu á Evrópumótaröðinni, sem hann tekur þátt í.  1 • Casey er kominn í  €517,722 á Race to Dubai, peningalista Evrópumótaraðarinnar. • Casey fer úr 65. sætinu á heimslistanum við sigurinn 88. sætinu eða upp um 23 sæti. • Þetta er fyrsti sigur Casey á Evrópumótaröðinni frá árinu 2013, þegar Casey sigraði á Irish Open. • Sigurinn er besti árangur hans í móti á Evrópumótaröðinni 2014, en fyrrum besti árangur hans í ár er T-9 á  Omega Dubai Desert Classic. • Þetta er 14. keppnistímabil Casey á Evrópumótaröðinni – með þessum sigri hefir hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín hefur leik í Memphis í dag

Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette hefja í dag leik á Memphis Intercollegiate mótinu. Þátttakendur eru 75 kylfingar og 13 háskólalið. Það er University of Memphis í Tennessee, sem er gestgjafi mótsins. Mótið er 3 hringja og stendur daganna 15.-16. september 2014. Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklíns í Memphis SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 10:00

Hyo Joo Kim: „Ég er mjög ánægð… eins og fugl. Mig langar til að fljúga um himininn!“

Það voru fæstir sem könnuðust við Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu fyrir Evian Championship risamót kvennagolfsins, sem lauk í gær í Evian-les-Bains í Frakklandi. Nú er hún á allra vörum, sem á annað borð fylgjast með kvennagolfinu. Hún skrifaði sjálfa sig í golfsögubækurnar fyrir lægsta golfhring sem spilaður hefir verið í risamóti kvennagolfsins – óaðfinnanlegan hring upp á 10 undir pari, 61 högg!  En Hyo Joo Kim gerði meira en það; hún er 3. yngsti sigurvegari á risamóti kvenna frá upphafi, aðeins 19 ára og 2 mánaða (en Hyo Joo Kim er fædd Bastilludaginn 14. júlí 1995). Hyo Joo Kim var reyndar 1 höggi á eftir áströlsku golfdrottningunni Karrie Webb, 39 Lesa meira