Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 18:00
GB: Opna Gevalía fer fram n.k. laugardag – Glæsilegir vinningar!!!

Opna Gevalía fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, laugardaginn 20.september n.k. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með FULLRI FORGJÖF!! Hér er tengill inn á golf.is til þess að skrá sig í mótið SMELLIÐ HÉR: Glæsileg verðlaun í boði!!! 1.sæti: 45.000kr gjafabréf í Örninn golf 2.sæti: 30.000kr gjafabréf í örninn-golf 3.sæti: 20.000kr gjafabréf í Örninn-golf 4.sæti: 15.000kr gjafabréf í Örninn-golf 5.sæti: 10.000kr gjafabréf í Örninn-golf Besta skor: 35.000kr gjafabréf í Örninn-golf Nándarverðlaun á öllum par 3 holum Mótanefnd Golfklúbbs Borgarness
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 17:17
Gísli í forystu á Duke of York Young Champions Trophy

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn af alls þremur á Duke of York. Gísli lék Royal Aberdeen völlinn í Skotlandi á 69 höggum eða -2, hann fékk alls fimm fugla og þrjá skolla í dag og er með eitt högg í forskot á næstu keppendur. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er einnig meðal keppanda en hún lék hringinn í dag á 81 höggi eða +10 og er hún í 41. sæti. Alls eru 55 keppendur í mótinu en mótið er eitt sterkari unglingamótum sem völ er á. Hér má sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: George Duncan —- 16. september 2014

Það er George Duncan sem er afmæliskylfingur dagsins. Duncan er fæddur 16. september 1883 og er 131 ár frá fæðingardegi hans í dag!!! Duncan dó 15. janúar 1964, áttræður að aldri eða fyrir nákvæmlega 50 árum í ár. Duncan er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa sigrað Opna breska 1920. Einnig átti hann sæti í Ryder bikars liðum Englendinga 1927, 1929 og 1931. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jerry Haas, 16. september 1963 (51 árs)…. og ….. Iceland Hiking (51 árs) Reykjavik Fasteignasala (22 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 14:45
Fylgist með Axel á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee í Þýskalandi

Axel Bóasson, GK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem hófst í dag og stendur til 19. september. Úrtökumótið fer fram á Fleesensee golfvellinum í Fleesensee, Þýskalandi, sem er mörgum íslenska kylfingnum að góðu kunnur. Axel fór út kl. 12:10 að staðartíma (kl. 10:10 hjá okkur) og er að fara að ljúka hring sínum. Það er vonandi að Axel hafi gengið sem allra best í dag!!! Fylgjast má með gengi Axels og stöðunni á Fleesensee úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 14:00
GA: Saga Travel og Golfklúbbur Akureyrar ganga til samstarfs

Saga Travel og Golfklúbbur Akureyrar hafa undirritað samning sem felur í sér samstarf um sölu og markaðssetningu á golfíþróttinni fyrir erlenda ferðamenn. Helstu verkefni sem félögin sameinast um eru annars vegar áframhaldandi þróun og vöxtur Arctic Open golfmótsins með það í huga að fjölga erlendum gestum sem sérstaklega koma til Íslands til að spila miðnæturgolf ásamt því að njóta þess sem náttúra og menning á Norðurlandi hafa upp á að bjóða. Auk þess felur samstarfið í sér áætlun um að fjölga þeim ferðamönnum sem velja sér að spila golf á Jaðarsvelli, sérstaklega í þeim hópi sem kemur með skemmtiferðaskipum. Það er von beggja aðila að á samningstímanum gefist tækifæri til Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 12:45
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 1. sæti á William & Mary Inv. mótinu e. 2. dag

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon taka þátt í William & Mary mótinu, sem fram fer á Kingsmill golfvellinum í Williamsburg, Virginíu. Mótið stendur dagana 14.-16. september og lýkur því í kvöld. Þátttakendur eru 13 háskólalið og er Elon, skólalið Sunnu í efsta sæti!!! Sunna er búin að spila á 7 yfir pari, 151 höggi (77 74) og er í 13. sæti í einstaklingskeppninni, eftir 2. dag mótsins. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sem er á 1. ári sínu í Elon er ekki í liðinu að þessu sinni. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Willam & Mary Inv. SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 11:30
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 13. sæti e. fyrri dag í Tennessee

Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette eru við keppni á Memphis Intercollegiate mótinu. Mótið er 3 hringja og stendur daganna 15.-16. september 2014 og lýkur því í kvöld. Þátttakendur eru 75 kylfingar og 13 háskólalið. Það er University of Memphis í Tennessee, sem er gestgjafi mótsins. Haraldur Franklín er á besta skori golfliðs Louisiana Lafayette eftir 2 leikna hringi, en The Raging Cajuns eru í 8. sæti eftir fyrri dag mótsins í liðakeppninni. Haraldur Franklín lék fyrstu tvo hringi á samtals 145 höggum (72 73) og er í 13. sæti í einstaklingskeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklíns í Memphis SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 11:15
Bandaríska háskólagolfið: Berglind á besta skori UNCG e. 2. dag Cougar Classic

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG taka þátt í Poweraid Cougar Classic mótinu, sem fer fram dagana 14.-16. september 2014 og lýkur í dag. Þátttakendur eru 120 og liðin sem þátt taka 23. Berglind hefir leikið á samtals 150 höggum (75 75) og er á besta skori golfliðs UNCG. Sjá má stöðuna eftir 2. daga á Cougar Classic með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 10:55
Fylgist með Þórði Rafni á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina dagana 16.-19. september og hefst mótið því í dag. Að þessu sinni er leikið á 8 völlum víðs vegar um Evrópu á fyrsta stiginu og hefir Þórður Rafn kosið að spila Frilford Heath völlinn í Englandi. Þórður Rafn á rástíma kl. 12:35 að staðartíma í dag (þ.e. 11:35 að okkar tíma) og hefur hann því leik eftir u.þ.b. 1/2 tíma. Nú er um að gera að senda Þórði alla okkar bestu strauma og vona að honum gangi sem allra best!!! Hægt er að fylgjast með skori í Frilford Heath úrtökumótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 10:45
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 3. sæti í Colorado e. fyrri dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese háskólans eru nú við keppni á Ram Masters Invitational by Pedersen Toyota, í Colorado. Mótið stendur dagana 15.-16. september og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Ragnar lék fyrstu tvo hringina á 8 yfir pari, 148 höggum (72 76) og er í 37. sæti í einstaklingskeppninni og á 4. besta skori í liði sínu. Sjá má stöðuna á Ram Masters í Colorado eftir 2 hringi með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

